Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 13
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR13
VÍSINDI Í lífbelti umhverfis stjörnur í vetrar-
brautinni okkar, svokallaða rauða dverga, er að
finna milljarða af bergreikistjörnum sem eru ekki
mikið stærri en jörðin.
Lífbeltið er sú fjarlægð frá stjörnunum þar sem
hitastig er með þeim hætti að líf geti þrifist þar.
Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn HARPS
sem er á vegum ESO, stjörnustöðvar Evrópulanda á
suðurhveli, en þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi slíkra
stjarna er áætlaður beint.
Í rannsókninni fannst einnig ný reikistjarna,
Gliese 667 Cc, sem er talin sú reikistjarna sem
líkist jörðinni mest af þeim sem fundist hafa hingað
til, þótt hún sé fjórum sinnum þyngri.
Á Gliese 667 Cc eru nær örugglega réttar að stæður
til þess að fljótandi vatn geti fundist þar. - þj
Reikistjarnan Gliese 667 Cc er nýjasta uppgötvunin í HARPS-eftirlitsverkefni ESO:
Engin reikistjarna eins lík jörðinni
SÓLSETUR Svona gæti sólsetrið litið út á Gliese 667 Cc samkvæmt útlistun starfsmanna ESO. MYND/ESO
DANMÖRK Giftingum í Danmörku
fækkaði um tólf prósent frá árinu
2010 til 2011. 27.200 pör giftu sig
í fyrra og hafa ekki verið færri
frá árinu 1983. Þetta kemur fram
í nýjum tölum frá hagstofu Dan-
merkur.
Giftingum hefur fækkað mikið
frá árinu 2008. Sérfræðingar telja
að fjármálakreppan hafi haft áhrif
á fækkun giftinga. Auk þess er
talið að fólk sem á foreldra sem
hafa skilið að skiptum sé ólíklegra
til að vilja gifta sig. Talið er að
hjónabönd samkynhneigðra muni
snúa þessari þróun við, en samkyn-
hneigðir fá að gifta sig í landinu
frá og með júní á þessu ári.
Einnig kemur fram í tölum hag-
stofunnar að fjöldi skilnaða sé
nánast óbreyttur milli ára, rúm
40 prósent.
Vinsælasti giftingardagurinn
í Danmörku í fyrra var ellefti
nóvember, 11. 11. 2011. Þá voru
1.072 pör gift.
Nýjar tölur sýna einnig að
fæðingar voru færri í fyrra en í
meðalári. Rúmlega 59.500 börn
fæddust, og hafa ekki færri börn
fæðst í Danmörku síðan árið
1988. - þeb
Giftingar, skilnaðir og barnsfæðingar voru færri í Danmörku í fyrra en venjulega:
Ekki færri gift sig í þrjátíu ár
GIFTING Rúmlega 27 þúsund pör létu
gefa sig saman í Danmörku í fyrra. Pörin
hafa ekki verið færri síðan árið 1983.
NORDICPHOTOS/GETTY
Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Íslenski lífeyrissjóðurinn
er almennur sjálfstæður líf-
eyrissjóður sem tekur bæði
við lögbundnum lífeyrissparn-
aði og viðbótarlífeyrissparnaði
almennings. Íslenski lífeyris-
sjóðurinn býður sveigjanlegar
leiðir til útgreiðslu lögbundins
lífeyrissparnaðar og ölbreytt-
ar ávöxtunarleiðir.
Innlánsreikningur fyrir líf-
eyrissparnað sem hentar þeim
sem vilja ávaxta sparnað sinn
á einfaldan og gagnsæjan hátt.
Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi
eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Meðalávöxtun
þriggja ára*
Meðalávöxtun
þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans
1Líf
Hentar þeim sem eiga 20 ár eða
meira eir af söfnunartíma.
Verðtryggð Lífeyrisbók
Óverðtryggð Lífeyrisbók
13,0%
2Líf
Hentar þeim sem eiga meira
en 5 ár eir af starfsævi. 12,3%
3Líf Hentar þeim sem eiga skamman tíma eir af söfnunartíma. 11,9%
4Líf
Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris
eða eru þegar að taka hann út. 11,6%
9,7%
Sameign
Verðtryggt
Óverðtryggt
Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi-
langa sameign og séreignasparnað. 8,7%
6,7%
Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má
finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is.
* Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
LSS150434
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt
útgefandalýsingu og grunnlýsingu dagsett 28. mars 2012 vegna
töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf.
Útgefandalýsinguna og grunnlýsinguna ásamt gögnum sem vitnað
er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga
ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs
sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga
skuldabréfanna.
Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað
hefur verið að tekin verði til viðskipta 30. mars
2012 er 675.000.000 kr. heildarnafnverð
flokksins eftir þá stækkun er þá 675.000.000
kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr.
Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf.
Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem
greiddir eru hálfsárslega, 15. apríl og 15.
október ár hvert, í fyrsta sinn 15. apríl 2012
og í síðasta sinn 15. apríl 2034. Auðkenni
flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er
LSS150434 og ISIN númer IS0000020691.
Reykjavík, 29. mars 2012.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.