Fréttablaðið - 29.03.2012, Qupperneq 18
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar kynna nýjar vörur, hjúkrunarrúm
og rafskutlur. Iðjuþjálfi verður á staðnum og veitir ráðgjöf.
Allir velkomnir.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 1210
20
Opið hús
hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1,
á morgun föstudaginn 30. mars, kl. 9–17
Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn
laugardaginn 31. mars næstkomandi, að Hátúni 10,
9. hæð kl. 10 árdegis.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Að aðalfundarstörfum loknum flytur Styrmir Gunnarsson
erindið „Aðstandendur geðsjúkra – falinn vandi?”
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Geðverndarfélags Íslands
Aðalfundur
Geðverndarfélags Íslands
Arion banki hefur stefnt Dróma og
Fjármálaeftirlitinu (FME) fyrir
dómstóla vegna vaxtakjara á um
80 milljarða króna skuldabréfi sem
gefið var út vegna yfirtöku Arion á
innlánum Spron. Drómi, sem heldur
á útlánum hins fallna sparisjóðs,
hefur á móti stefnt bankanum og
FME vegna sama máls. Munnleg-
ur málflutningur í fyrra málinu
fór fram í fyrradag og fer fram í
hinu seinna á morgun, föstudag.
Um gríðar legar fjárhæðir er um að
ræða, enda er hvert prósent í vöxt-
um um 800 milljóna króna virði.
Þann 21. mars 2009 ákvað FME
að færa innlán SPRON yfir til Arion
en útlán bankans urðu eftir í félagi
sem í dag heitir Drómi. Til að mæta
innlánunum, sem eru skuld á efna-
hagsreikningi Arion, var gefið út
skuldabréf sem fært er á eignarhlið
Arion. Virði þess er tæplega 10% af
heildareignum bankans.
Í ársreikningi Dróma fyrir árið
2010 er umrædd skuld bókfærð á
77,4 milljarða króna. Hún er ekki
sérstaklega tilgreind í ársreikningi
Arion heldur felld undir lið sem
kallast „óskráð skuldabréf“. Virði
þeirra samkvæmt ársreikningnum
Tekist á um vexti á
tugmilljarða skuld
Arion og Drómi hafa stefnt hvor öðrum fyrir dómstóla vegna vaxtakjara á um
80 milljarða skuldabréfi. Báðir aðilar eru óánægðir með vaxtaákvarðanir FME.
Skuldabréfið var útgefið vegna yfirtöku Arion á innlánum SPRON.
FALLINN SPRON féll í mars 2009. Í kjölfarið voru innlán viðskiptavina sjóðsins færð til Arion en eignir hans skildar eftir hjá því
sem í dag heitir Drómi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Drómi átti 115,4 milljarða króna í lok árs 2010, samkvæmt síðasta birta árs-
reikningi félagsins. Eignir þess höfðu þá dregist saman um tæplega 58 millj-
arða króna frá árinu áður vegna uppgreiðslu á langtímaskuldum, að mestu
við Arion banka. Stærsta einstaka eign Dróma er krafa á þrotabú Frjálsa
fjárfestingabankans sem metin var á 52 milljarða króna í lok árs 2010.
Skuldir Dróma voru alls 121,5 milljarðar króna á sama tíma. Um 77,4
milljarðar króna, 64% heildarskulda félagsins, eru við Arion banka vegna
innlána SPRON sem voru færð þangað. Drómi greiddi 10,4 milljarða króna í
vaxtagjöld og verðbætur á árinu 2010 og ljóst að stór hluti þeirrar upp-
hæðar hefur runnið til Arion banka. Drómi tapaði 10,6 milljörðum króna á
umræddu ári, eða nánast sömu upphæð og félagið greiddi í vaxtagjöld og
verðbætur. Eigendur Dróma eru kröfuhafar SPRON.
Tíu milljarðar í vexti og verðbætur
er um 85 milljarðar króna og því
ljóst að Dróma-skuldabréfið er uppi-
staðan í þessum lið reikningsins.
Í þeim skilmálum sem settir
voru þegar skuldabréfið var gefið
út var FME gefið einhliða vald
til að ákvarða hverjir vextir þess
eru. Samkvæmt ákvörðun eftirlits-
ins átti skuldabréfið að bera fasta
árlega Reibor-vexti (vexti á milli-
bankamarkaði með krónur) auk
175 punkta vaxtaálags þar til að
skuldin væri að fullu greidd. Drómi
fór fram á það í desember 2009 að
FME endurskoðaði fyrri ákvörðun
um þá vexti sem skuldabréfið átti
að bera. Í febrúar 2011 ákvað eftir-
litið að afnema vaxtaálagið þar til
bréfið er að fullu greitt. Við þetta
sætti Arion banki sig ekki og stefndi
bæði FME og Dróma til að reyna að
fá ákvörðuninni frá því í febrúar í
fyrra hnekkt. Drómi hefur auk þess
stefnt Arion og FME og vill fá öllum
vaxtaákvörðunum á skuldabréfinu
hnekkt. Til vara krefst félagið að
lægri vextir séu á bréfinu frá útgáfu
þess. thordur@frettabladid.is
KRÓNUR fyrir evru er aflandsgengi
krónunnar með tilliti til evru.247,5
Sigurður Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Íslenskum
aðalverktökum, hlaut nýverið
alþjóðlega A-stigs vottun sem
verkefnastjóri (e. Certified Proj-
ect Director). Hann er fyrsti
Íslendingurinn sem hlýtur slíka
vottun sem veitt er að alþjóðlegu
samtökunum International Pro-
gram Management Association
(IPMA). Um er að ræða hæsta
stig sem hægt er að fá sem vott-
aður verkefnastjóri og aðeins um
200 manns í heiminum eru með
A-vottun. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Verkefnastjórnunar-
félagi Íslands.
E k k i e r
boðið upp á A-
vottunar ferlið
á Íslandi, og því
fór Sigurður
í gegnum það
í Danmörku.
Ferl ið hefur
s t a ð i ð y f i r
s íðust u sex
mánuði. Sam-
kvæmt tilkynn-
ingunni er vottun verkefnastjórna
„staðfesting á að viðkomandi
fyrir tæki notar starfsmenn til
verkefnastjórnunar sem uppfylla
ákveðnar hæfniskröfur“. -þsj
Um 200 verkefnastjórar í heiminum lokið A-vottun:
Fyrsti Íslendingurinn
fær A-vottun frá IPMA
SIGURÐUR
RAGNARSSON
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
stóð í gær fyrir tveimur gjald-
eyrisútboðum. Í fyrra útboðinu
bauðst bankinn til þess að kaupa
evrur fyrir íslenskar krónur eða
ríkisskuldabréf en í því seinna að
kaupa krónur fyrir evrur.
Alls 79 tilboð, að fjárhæð 92,9
milljóna evra, bárust í fyrra til-
boðinu. Var tilboðum að fjárhæð
22,5 milljónum evra tekið og
var samþykkt verð 239 krónur
fyrir evru. Í seinna útboðinu
bárust alls 40 tilboð að fjárhæð
26,3 milljörðum króna. Var til-
boðum tekið fyrir 4,9 milljarða
á genginu 235 krónur fyrir evru.
Útboð Seðlabankans eru liður
í áætlun stjórnvalda um losun
gjaldeyrishafta. Bankinn hafði
boðist til þess að kaupa saman-
lagt allt að 100 milljónir evra og
25 milljarða króna í útboðunum.
- mþl
Gengið á bilinu 235 til 239 krónur fyrir evru:
Gjaldeyrisútboð í gær