Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 23

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 23
FIMMTUDAGUR 29. mars 2012 23 Frumkvöðullinn Vigdís Finn-bogadóttir er nú skotspónn margra eftir að hafa svarað spurningum blaðamanns Moni- tor um „öfgafemínisma“ án þess að fyrirbærið væri skýrt frekar né heldur að hún hafi notað sjálft orðið í svari sínu. Framboð Vigdísar til forseta Íslands var róttæk jafnréttisað- gerð sem skilaði miklum árangri hvað varðar þjóðfélagsleg áhrif kvenna, ekki síst á sviði stjórn- mála. Þegar hún bauð fram krafta sína var hlutur kvenna á þingi undir fimm af hundraði. Í kosningabaráttunni og í embætti benti hún margsinnis á þennan lýðræðis halla í vestrænum sam- félögum. Hún sagði að það ætti að vera sjálfsagður hlutur að kjósa konu til jafns til karla en raunveru- leikinn væri hins vegar sá að ekkert jafnrétti ríkti í þessum málum. Hún væri í framboði fyrir dætur þjóðarinnar. Hún lagði á sig óeigin gjarna, óvægna og kynjapólitíska kosningabar- áttu – hún var óhrædd við að skil- greina sig sem afurð kvennafrí- dagsins og sagðist alltaf vona að hún gæti verið öðrum konum fyrirmynd. Framboðið var róttæk aðgerð sem bæði afhjúpaði og braut upp fastmótað kynjakerfi íslenskra stjórnmála. Vigdís hefur verið málsvari kvennahreyfingarinnar og stutt ýmis samtök og stofnanir sem vinna að jafnréttismálum með ráðum og dáð. Í umræddu viðtali kemur fram sú skoðun hennar að á meðan launajafnrétti er ekki náð ríki ekki jafnrétti meðal kynja. Rúmum þrjátíu árum eftir kjör Vigdísar er hún sami róttæki femínistinn og áður. Sitt sýnist þó hverjum enda einstaklingar innan kvennahreyfingarinnar jafn mis- jafnir og þeir eru margir. Páll Valson ræðir í bók sinni Vigdís, kona verður forseti um mikil- vægi Vigdísar sem fyrirmyndar í allri jafnréttisbaráttu og segir að fyrir myndir séu oft í tvíbentri stöðu. Hinir dáðu verði stundum fangar aðdáenda sinna og sæta ásökunum ef breytni þeirra er á annan veg en aðdáendum hugnast. Vigdís hefur einkum verið gagnrýnd fyrir það að hafa ekki gert nóg fyrir konur hvorki í embætti né eftir að hún hvarf frá Bessastöðum. Í bók Páls segir hún: „Ég er auðvitað kona en ég var kosin forseti Íslands, karla jafnt sem kvenna, og hlaut að gera báðum kynjum jafnhátt undir höfði. […] Ég hef barist fyrir konur með því að vera bara ég. Kvenréttindakonum, hvar sem ég kem, finnst sjálfsagt að ég sé ein af þeim og sjálfsagt að ég tali fyrst og fremst um konur en ekki okkur öll sem búum saman í þjóð- félagi, karlar og konur. En það er fremur minn stíll og hefur alltaf verið. […] Ég held að afstaða mín, að tala frekar máli kvenna út frá almennu breiðu sjónarhorni, nýtist konum betur.“ Hún segist hafa óendanlegan metnað fyrir hönd íslenskra kvenna en sam- hliða því hafi hún áhyggjur af ungum drengjum sem velji síður að nema í háskóla og skili lakari námsárangri en stúlkur. Við sem höfum lengi barist fyrir sjálf- stæði ungra stúlkna hljótum að berjast líka fyrir sjálfstæði ungra drengja, segir Vigdís. Ef til vill er hér komin ein skýringin á þjóðhylli Vigdísar og farsælum ferli hennar sem for- seta Íslands. Hún var ekki alltaf óumdeild á forsetastóli en þjóðin skynjaði að hún hafði verið þátt- takandi í heimsviðburði og var stolt af fyrsta þjóðkjörna kven- forsetanum í heimi. Ekkert í orðum Vigdísar í við- talinu í blaðinu Monitor ætti að koma á óvart. Hún hefur margoft útskýrt þá skoðun sína að án þátt- töku karla nái jafnréttisbaráttan ekki markmiðum sínum. Hún hefur við ýmis tækifæri viðrað þá ósk sína að haldin væri alþjóð- leg ráðstefna um stöðu kvenna með þeim skilyrðum að eingöngu karlar sæktu hana, þannig yrðu þeir að setja sig inn í málin og koma með lausnir. Í umræddu viðtali er haft eftir henni að hinn gullni meðalvegur sé alltaf sterk- astur – að allar öfgar fari öfugt inn í hugsunargang sam félagsins, barátta sem sé mjög öfgafull snúist upp í andhverfu sína. Hér talar kona sem hefur verið virkur þátttakandi í mennta- og menningarmálum hér heima og á alþjóðavettvangi í u.þ.b. hálfa öld. Hún var þjóðarleiðtogi á annan áratug og er enn mikils virtur fyrirlesari og í starfi hjá Mennta-, menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem velgjörðarsendi- herra tungumála. Vigdís er í miklum samskiptum við fjölda fólks um allan heim. Við Íslend- ingar eigum ekki marga slíka fulltrúa. Þegar hún biður okkur að staldra við og stíga gætilega til jarðar – ættum við þá ef til vill að leggja við hlustir? Ísbrjóturinn Vigdís og öfgarnar Jafnrétti Guðbjörg Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur Rósa Guðrún Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur Opið laugard. kl. 10-14 www.ms.is Sumir líta á Hrísmjólkina sem sparimorgunmat, aðrir sem gómsætt millimál. En það er vel þekkt leyndarmál að Hrísmjólkin er líka glæsilegur eftirréttur í skál sem þú getur reitt fram hraðar en gestirnir ná að segja: „Takk fyrir mig.“ ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur 11 -0 56 8 H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.