Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK| XTÍSKA ÓPIÐ Listaverkið Ópið eftir Edward Munch fær hér að njóta sín á dressinu hennar Ednu árið 1987. Dame Edna er þekktasta persóna ástralska leikarans og grínistans Barry Humphries. Flestir kannast við hina feitlögnu, málglöðu, háværu og yndislegu Ednu með fjólubláa hárið og kisugleraugun sem eru einkennismerki hennar. Edna steig fyrst fram í sviðsljósið á sjötta áratugnum, þá sem áströlsk húsmóðir í út- hverfi. Með tímanum varð íburðurinn meiri, sérstaklega þegar hún fór að koma fram á sviði í London á sjöunda áratugnum. Lafðin hefur lifað afar skrautlegu lífi. Hún hefur komið fram í kvikmyndum, stjórnað ófáum sjónvarpsþáttum og skrifað nokkrar bækur, þar á meðal ævisögu sína, My Gorgeous Life. Nýlega tilkynnti Humphries að þessi litríki karakter myndi setjast í helgan stein eftir að yfirstandandi sýningarferðalagi lyki. Ljóst er að nokkur eftirsjá verður að þessari hressu konu. Henni til heiðurs eru hér birtar myndir af nokkrum búningum sem hún hefur klæðst í gegnum tíðina. ■ sg LAFÐIN KVEÐUR ÍBURÐARMIKIL DAMA Einn litríkasti persónuleiki heims, Dame Edna, sest í helgan stein á næstunni. Edna hefur í gegnum tíðina skemmt heiminum öllum með litríkri framkomu, beittum húmor og ekki síst stórkostlegum búningum. LÝSTI KONUNGLEGU BRÚÐKAUPI Dame Edna spilaði stórt hlutverk í fjölmiðlum þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gengu í það heilaga. Hún lýsti viðburðinum fyrir alheiminum með sinni sérstöku aðferð. ÁLFADÍS Dame Edna í álfa- búningi árið 1990. Oasis Kringlunni s. 553-5111 | Oasis Smáralind s. 554-7980 25% afsláttur af öllum vörum til 1. apríl 20% afsláttur af öllum vörum til 1. apríl Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.