Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 36

Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 36
29. MARS 2012 FIMMTUDAGUR4 ● Geðhjálp Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem ráðskona Geðhjálpar á Túngötu 7 í hartnær fjórtán ár. Henni leiðist aldrei í vinnunni og hún hefur eignast góða vini. H ádegismatur er í fullum undirbúningi í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7. Ráðs konan Ingibjörg hrærir Royal búðing í stórri skál en brosir við blaða- manni þegar hann rekur inn nefið og býður honum sæti í betri stof- unni. Heimilislegt andrúmsloft svífur yfir vötnum í þessu reisu- lega einbýlishúsi þar sem lang- flestar innréttingar eru uppruna- legar. „Við erum búin að vera hér frá árinu 1999 og líður afar vel, bæði starfsfólkinu og þeim sem hingað sækja daglega,“ segir Ingi- björg og strýkur yfir snjáða arma leðursófans. „Auðvitað er erfitt að halda húsnæðinu við og núna vantar okkur til dæmis fjármagn til að gera við þakið og gluggana. En þetta hús hefur sál, því er ekki að neita,“ segir hún hlýlega. Ingibjörg hefur verið ráðs- kona Geðhjálpar í bráðum fjór- tán ár. „Þetta er alveg yndislegt starf, ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna. Dagarnir eru vissulega miserfiðir,“ segir hún en bætir við að henni hafi lærst að taka vanda- málin ekki heim með sér. En hvernig er hefðbundinn dagur í lífi ráðskonunnar á Tún- götunni? „Ég byrja daginn á því að elda hafragraut,“ upplýsir Ingi- björg. „Það er misjafnt hve margir mæta í hann en þeir geta farið upp í fimm og sex. Svo fer ég að undir- búa hádegismatinn,“ segir hún en venjulegur heimilismatur er iðu- lega á borðum. „Fólk vill fá svona mömmumat,“ segir hún hlæjandi. „Annars er sama hvað ég ber á borð, hvort það er soðinn fiskur, grjónagrautur eða svínakjöt. Þeim finnst þetta allt gott.“ Um fimmtán til tuttugu manns mæta í hádegismat í Geðhjálp á degi hverjum. „Um mánaða mótin er þó alltaf minna um að vera, þá gerir fólk sér oft dagamun og fær sér hamborgara eða eitthvað slíkt,“ segir Ingibjörg og brosir. Eftir hádegismatinn tekur við frá- gangur og þegar á þarf að halda fer Ingibjörg og verslar inn. Starf hennar felst þó ekki síður í því að setjast niður og spjalla við gestina og segist Ingibjörg stundum vera í hálfgerðu hlutverki stuðnings- aðila. „Þau tala alltaf um mig sem hjarta hússins, kannski af því að það liggur aldrei illa á mér og ég tek öllum eins,“ segir Ingibjörg og hlær. Þá reynir hún einnig eins og hún getur að aðstoða gesti ef á þarf að halda. „Ég hjálpa þeim jafnvel að þvo þvottinn sinn ef út í það fer,“ segir hún glettin. Langur starfsaldur Ingi bjargar er mörgum gestum Geðhjálpar mikil huggun. „Fólk sem kemur hingað aftur eftir nokkurt hlé er alltaf glatt að sjá að ég er hér enn. Því finnst voða gott að mæta and- liti sem það þekkir og fyllist ör- yggi,“ segir Ingibjörg og bendir á að afar fjölbreyttur hópur sæki þjónustu Geðhjálpar á Tún götunni. „Margir eru þó ein stæðingar og sumir eiga jafnvel hvergi heima,“ lýsir hún. Á Túngötuna getur fólk komið, lesið blöðin og hitt fólk sem Ingibjörg telur afar mikilvægt þar sem margir eru félagslega ein- angraðir. Og verður hún vör við bata hjá skjólstæðingum Geðhjálpar? „Já, stundum. Það er frábært að sjá þegar fólk fer að taka meiri þátt í lífinu og fer jafnvel út á vinnu- markaðinn á ný.“ Kalla hana hjarta hússins Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, ráðskona Geðhjálpar á Túngötu 7, býður upp á hafragraut á morgnana og hefðbundinn mömmumat í hádeginu. Þess á milli spjallar hún við fólkið sem sækir félagsmiðstöðina í húsinu. MYND/STEFÁN Reykjavík Aðalmálun sf Bræðraborgarstíg 13 Aðalblikk ehf Bíldshöfða 18 Aðalvík ehf Ármúla 15 Arctic rafting Þorláksgeisla 46 ARGOS ehf - Arkitektastofa Grétars og Stefáns Eyjarslóð 9 Arkform, arkitektastofa Ármúla 38 Arkitektastofan OG ehf Skúlatúni 2 ASK Arkitektar ehf Geirsgötu 9 Athygli ehf Suðurlandsbraut 30 Augað gleraugnaverslun Kringlunni 8-12 Árbæjarapótek ehf Hraunbæ 115 Árni Reynisson ehf Skipholti 50d Ásbjörn Ólafsson ehf Skútuvogi 11a Áskot bed and breakfast Ásvallagötu 52 Bakkus ehf Héðinsgötu 1 Balletskóli Sigríðar Ármann ehf Skipholti 35 Bandalag háskólamanna Borgartún 6 Birtingur ehf Sóleyjargötu 5 Bílasmiðurinn hf Bíldshöfða 16 Björnsbakarí ehf v/Skúlagötu Klapparstíg 3 Blaðamannafélag Íslands Síðumúla 23 BSRB Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf Suðurgötu 10 Drafnarfell ehf Stórhöfða 35 Dún- og fiður ehf Laugavegi 86 Efling stéttarfélag Sætúni 1 Eignamiðlun Síðumúla 21 Eignaumsjón hf Suðurlandsbraut 30 Einar Jónsson Skipaþjónusta Laufásvegi 2a Evrópulög ehf Garðarstræti 37 Eyrir fjárfestingafélag ehf Skólavörðustíg 13 Fatabúðin ehf Skólavörðustíg 21a Faxaflóahafnir sf Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Félag bókagerðamanna Hverfisgötu 21 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 Félagsbústaðir hf Hallveigarstíg 1 Fiskafurðir-umboðssala ehf Fiskislóð 5-9 Fjallabak ehf Skólavörðustíg 12 Forum lögmenn ehf Aðalstræti 6 GB Tjónaviðgerðir ehf Draghálsi 6-8 Gjögur hf., Grenivík Kringlunni 7 Glitnir banki ehf, útibú 513 Lækjargötu 12 Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Guðmundur Arason ehf - smíðajárn Skútuvogi 4 Guðmundur Jónasson ehf Borgartúni 34 Gull og silfur ehf Laugavegi 52 Gullsmiðurinn í Mjódd Álfabakka 14b Halldór Jónsson ehf Skútuvogi 11 Harald og Sigurður ehf Stangarhyl 6 Hárgreiðslustofan Hármiðstöðin Hrísateigi 47 Henson Brautarholti 24 Herrafataverslun Birgis ehf Fákafeni 11 Hótel Leifur Eiríksson ehf Skólavörðustíg 45 Hvíta húsið hf, auglýsingastofa Brautarholti 8 Höfðakaffi ehf Vagnhöfða 11 Ice Consult ehf Mörkinni 6 Iceland Congress s: 552 9500 Eskihlíð 3 Iceland Seafood ehf Köllunarklettsvegi 2 Innnes ehf Fossaleyni 21 InnX innréttingar ehf Fosshálsi 1 Intellecta ehf Síðumúla 5 Íslensk endurskoðun ehf Bogahlíð 4 Íslensk erfðagreining Sturlugötu 8 Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf Bíldshöfða 12 Íþróttafélagið Fylkir Fylkisvegi 6 Jóhann Þorsteinsson Logafold 130 K. Pétursson ehf Kristnibraut 29 Kaþólska kirkjan á Íslandi Hávallagötu 14-16 Kemi ehf www.kemi.is Tunguhálsi 10 Kjaran ehf Síðumúla 12-14 Kjöthöllin ehf Skipholti 70 og Háaleitisbraut Knattspyrnusamband Íslands Laugardal KOM almannatengsl Höfðatorgi KPMG ehf Borgartúni 27 Kringlan Kringlunni 4-12 Kristján F. Oddsson ehf - Við þökkum stuðninginn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.