Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 52
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
Páskamyndin
Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er
þemað „Páskastemning“.
Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins
laugardaginn 7. apríl næstkomandi. Verðlaun fyrir
fyrsta sætið er heimaljósastúdíó frá Nýherja; 2x150W
ljósastandar, regnhlíf og DVD kennsludiskur. Verðlaun fyrir
annað og þriðja sætið eru ferðir í Borgarleikhúsið fyrir tvo.
Frestur til að skila inn mynd rennur út klukkan tólf á hádegi
þriðjudaginn 3. apríl. Hver ljósmyndari má senda eina
mynd inn, fyrsta myndin gildir.
Tekið er við myndum í netfanginu
ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is
Nánari upplýsingar um keppnina eru á www.visir.is/ljosmyndakeppni
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
heldur tónleika í kvöld klukkan
átta í Neskirkju. „Hljómsveitin
heldur yfirleitt þrenna tónleika
á ári, auk þess að fara á þjóð-
lagahátíð á Siglufirði,“ segir
Björg Brjáns dóttir sem situr í
stjórn sveitarinnar.
„Hljómsveitin er skipuð
nemendum á aldrinum 13 til 25
ára, nemendum sem eru í fram-
haldsnámi. Sumir eru komnir
í háskólanám erlendis og koma
heim til þess að leika á tón-
leikunum.“
Efnisskrá kvöldsins er viða mikil.
Nýtt verk eftir Halldór Smárason
verður frumflutt, leikinn verður
flautukonsert eftir Carl Gottlieb
Reissiger í flutningi Hafdísar Vig-
fúsdóttur flautuleikara og loks
verður flutt sjálf Hetju sinfónían,
sinfónía nr. 3 eftir Ludwig van
Beethoven. Stjórnandi er Gunn-
steinn Ólafsson sem stýrt hefur
sveitinni frá stofnun hennar 2004.
Viðamikil efnisskrá
FRUMFLYTJA VERK Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leikur í Neskirkju í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Guðrún Pálína Guðmunds dóttir
myndlistarmaður verður með
listamannsspjall í Flóru, Lista-
gilinu á Akureyri, í kvöld frá
klukkan 20 til 21. Þar er sýning
hennar Faðirinn með mynd-
verkum af ætt föður hennar í 8.
lið. Hún kveðst eiga ljósmyndir
af langafa og langömmu en aftan
við þau byggi hún myndir sínar
á getgátum og tilfinningum.
„ Verkin eru máluð með akríl-
litum á svartan pappír,” lýsir lista-
konan. „Það er dimmt í salnum og
þeir sem koma á sýninguna fá
vasaljós og lýsa á myndverkin,
þannig öðlast þau dýpt og skapa
þrívíddar áhrif.“
Þ e t t a e r
fjórða sýning
Guðrúnar Pál-
ínu sem tengist
ættfræðirann-
sóknum. „And-
arnir minna
á sig, þeir lifa
áfram í okkur
gegnum erfða-
fræðina, ekki
b a r a e f n i ð
heldur líka andann og hugsunina,”
segir hún. „Á málþinginu í kvöld
ætla ég að útskýra þessa stúdíu og
minn lífsferil í leiðinni.“
Sýningin í Flóru stendur til 14.
apríl. - gun
Andlit úr fortíðinni
GUÐRÚN PÁLÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Heimildarleikverkið Tengdó
verður frumsýnt á litla
sviði Borgarleikhússins í
kvöld. Þar er sögð sönn saga
ástandsbarns, „eina litaða
barnsins í Höfnum“.
„Saga tengdamóður minnar hefur
heillað mig alveg frá því ég kynntist
henni, en það eru um fimm eða sex
ár frá því ég fékk þá hugmynd
að reyna að útfæra þá sögu fyrir
svið,“ segir Valur Freyr Einarsson,
höfundur og annar leikara í verk-
inu Tengdó, sem verður frumsýnt á
Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld
klukkan 20.
Um er að ræða heimildarleik-
verk, þar sem skyggnst er inn í fjöl-
skyldusögu eiginkonu Vals og sam-
starfskonu, Ilmar Stefánsdóttur.
Þau Valur, Ilmur og Davíð Þór Jóns-
son tónlistarmaður mynda kjarna
leikhópsins CommonNonsense, sem
stendur að baki sýningunni. Ilmur
hannar leikmynd og búninga í upp-
setningunni nú, leikstjóri er Jón Páll
Eyjólfsson og aðalhlutverkið leikur
Valur á móti Kristínu Þóru Haralds-
dóttur.
Leikritið sem úr varð byggir á
örlagasögu móður Ilmar, Magneu
Reynaldsdóttur. Sumarið 1944 varð
móðir hennar, Guðbjörg Gríms-
dóttir, ástfangin af bandarískum
hermanni og átti í nokkurra mánaða
sambandi við hann. Sá var litaður,
sem var afar sjaldgæft, því íslensk
stjórnvöld höfðu gefið út tilmæli um
að hingað skyldu engir litaðir her-
menn koma. Um haustið var hann
kvaddur í stríðið á meginlandinu.
Sagan sagði hins vegar að hann
hefði aldrei náð ströndu, því skipið
hefði verið skotið í kaf áður en það
náði landi.
Fimmtíu ára leit
Þetta var það eina sem Magnea
vissi um föður sinn, en hún hafði
alltaf einhverja tilfinningu um að
hugsanlega væri hann ekki dáinn.
„Á unglingsárum speglaði hún sig
í bíómyndum, því hún var ekki lík
neinum öðrum í umhverfi sínu. Það
sem gerði lífið svo flókið fyrir hana
var að hún var eina litaða barnið í
Höfnum, þar sem hún bjó, og þær
mæðgur voru litnar miklu horn-
auga. Barnið stendur alltaf frammi
fyrir spurningunni af hverju það er
öðruvísi en allir hinir. Hún getur
ekki svarað því, því hún skilur ekki
forsendurnar. Svo eyðir hún næstu
50 árum í að leita róta sinna, þangað
til loksins að hún fær niðurstöðu í
málið,“ segir Valur, og hættir hér
sögunni, því hann vill ekki gefa upp
hvernig leitin endaði.
Lítið hefur verið um heimildar-
leikhús á Íslandi hingað til.
Innblástur frá Finnlandi
Hugmyndina að því að setja verkið
upp í þessu formi fékk Valur á
leiklistarhátíð í Finnlandi fyrir
nokkrum árum. „Kveikjan að þessu
var sýning sem ég sá úti í Finnlandi
á leiklistarhátíð, sem var gjörólík
þessari, en var þó líka heimildar-
leiksýning. Maðurinn sem gerði
þá sýningu fór með okkur í ferða-
lag um blaðagreinar, sem fjölluðu
allar um leitina að týndum emb-
ættismanni. Þetta var ótrúlega
falleg sýning sem kveikti hjá mér
þá hugmynd að ég þyrfti ekki að
setjast niður og skrifa leikrit um
þessa sögu, heldur gæti ég notað
„staðreyndirnar“ og þau skref sem
Magnea tengdamóðir mín hefur
tekið í gegnum tíðina í sinni leit
og búið til heimildarleikhúsverk.
Niður staðan varð þó sú að lokum að
ég skrifaði handrit fyrir okkur til
að vinna út frá sem varð svo kjöl-
festan í vinnu hópsins. Hefði ég
byrjað með þá hugmynd þá hefði
ég aldrei komist frá landi held ég.“
Flissaði eins og smástelpa
Magnea sjálf gaf þeim hjónum fullt
leyfi til að vinna með sögu hennar.
Valur segir það samt sem áður hafa
verið sérkennilega stund að sýna
henni verkið að lokum. „Hún var
ótrúlega örlát og treysti okkur til
að fara með efniviðinn af virðingu
og kærleik, sem við auðvitað
gerðum. En það var mjög skrítið
þegar komið var að fyrsta rennsli
og hún sat ein úti í sal og horfði. Ég
fékk flisskast eins og smástelpa og
rafmagn í hausinn. En hún var sem
betur fer mjög ánægð með hvernig
við höfðum umgengist sögu hennar,
sem skipti auðvitað mestu máli
fyrir okkur.“
Fjölskyldusaga á fjalirnar
FJÖLMIÐLAKONAN SIRRÝ hefur sent frá sér sína fyrstu bók og ber hún nafnið
Laðaðu til þín það góða. Í bókinni fjallar Sirrý um fjölmarga þætti daglegs lífs, framkomu
okkar hvert við annað og hvaða augum við lítum á tilverun.
MAGNEA Valur Freyr
Einarsson og Kristín
Þóra Haraldsdóttir
í hlutverkum sínum
sem Magnea.