Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 54
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR34
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 29. mars 2012
➜ Gjörningar
17.00 Rúrí flytur gjörninginn Vocal VI á
Listasafni Íslands í salarkynnum safnsins
að Fríkirkjuvegi 7. Er þetta í fyrsta sinn
sem verkið verður flutt á Íslandi, en það
var frumflutt í Ars Electronica Center í
Linz, Austurríki, í haust.
➜ Sýningar
17.00 Ívar Valgarðsson opnar sýningu
sína Power Lines í i8 Gallery.
➜ Hönnun Og Tíska
18.00 Nemendur annars árs í
fatahönnun við Listaháskóla Íslands
sýna afrakstur 5 vikna námskeiðs á
tískusýningu í skemmu BRIM Seafood
að Geirsgötu 11. Tískusýningin er hluti
af Reykjavík Fashion Festival.
➜ Fræðslufundir
16.00 Gíslný Bára Þórðardóttir, þroska-
þjálfi hjá Stoð, talar á opnum fræðslu-
fundi Stoðar hf í hjálpartækjasal þeirra
að Trönuhrauni 8. Fundurinn ber yfir-
skriftina Brjóstgæði.
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin sýnir þriðja
hluta heimildaþríleiksins Kína: Byltinga-
öldin (China: A Century of Revolution) í
stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
➜ Tónlist
20.00 Rússnesk söngveisla verður í
Salnum, Kópavogi. Þóra Einarsdóttir,
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson og Nína Margrét Gríms-
dóttir flytja perlur úr rússneskum tón-
bókmenntum.
20.00 Ungfónían, Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins, heldur tónleika í Nes-
kirkju. Efnisskráin er viðamikil og meðal
annars verður frumflutt nýtt verk eftir
Halldór Smárason.
21.00 Þýski raftónlistarmaðurinn
Whale v/s Elephant spilar á Græna
Hattinum. Miðaverð er kr. 1.500.
21.00 Blúsbandið Smiðjan og Þorleifur
spila á Café Rosenberg.
22.00 Hljómsveitirnar Kiriyama Family,
Nolo og M-Band standa fyrir electro-
popp tónleikaveislu á Gauk á Stöng.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og 20 ára
aldurstakmark.
22.00 Stefán Karl Stefánsson leikari og
söngvari verður gestur Bítladrengjanna
blíðu á Ob-La-Dí Ob-La-Da. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
22.00 Low Roar og Snorri Helgason
spila ásamt hljómsveitinni Pikknikk,
sem er skipuð Steina úr Hjálmum og
Siggu Eyþórs, á Faktory. Miðaverð er kr.
1.000.
➜ Listamannaspjall
20.00 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
talar á listamannaspjalli í Flóru, Lista-
gilinu á Akureyri. Spjallið er í tengslum
við sýningu hennar þar, sem kallast
Faðirinn.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
...alltaf opið!
Í 10–11 finnurðu
frábært vöruúrval.
Þú færð svalandi og ferska
ávaxtasafa frá Capri-Sonne
í næstu 10–11 verslun.
Capri-Sonne
Náttúrulegt fjör
Smásagan Eins og í sögu
eftir Ragnheiði Gestsdóttur
verður frumflutt fyrir alla
grunnskóla landsins í dag.
„Þetta er svo einföld hugmynd að í
rauninni er eins og hún hafi alltaf
verið til, þótt hún hafi ekki komið
fram fyrr en í fyrra,“ segir Arndís
Þórarinsdóttir, formaður Íslands-
deildar IBBY (The International
Board on Books for Young People),
alþjóðlegra samtaka sem starfa í
sjötíu löndum og hafa meðal annars
að markmiði að miðla skilningi
milli þjóða heims með barna-
bókum og gefa börnum hvar sem
er í heiminum tækifæri til að njóta
góðra bóka. Samtökin standa í dag
í annað sinn fyrir frumflutningi
nýrrar, íslenskrar smásögu í öllum
grunnskólum landsins sam tímis.
Smásagan heitir Eins og í sögu
og les höfundurinn, Ragnheiður
Gestsdóttir, hana jafnframt upp á
Rás 1 í sömu andrá, klukkan 9.45,
svo öll þjóðin geti lagt við hlustir.
Með þessu framtaki fagnar IBBY
degi barnabókarinnar sem haldinn
verður hátíðlegur mánu daginn 2.
apríl, en þá verða grunnskólabörn
komin í páskafrí.
Á síðasta ári var það Hörpuslag,
smásaga Kristínar Helgu Gunnars-
dóttur, sem lesin var í skólum og
í útvarpi og telur Arndís afar vel
hafa tekist til. „Það var mikil
ánægja með framtakið og rosalega
gaman að sjá hvernig skólarnir
unnu þetta hver á sinn hátt. Til
að mynda var sögunni útvarpað í
kallkerfi sundlaugar á Akureyri
þar sem nemendur voru í skóla-
sundi. Í sumum skólum var öllum
safnað saman á sal til að hlusta,
aðrir hlustuðu á bóka safninu, í
dönskutíma eða hvar sem þeir voru
staddir. Það er gaman að hugsa
sér alla þessa einstaklinga sem
hlusta á sömu söguna á sama tíma.
Stundum er talað um að höfundar
og lesendur sameinist í hugsana-
flutningi við lestur skáldskapar, og
í þessu tilfelli er þessi sam eining
á mun stærri skala,“ segir Arn-
dís, en samhliða lestri sögunnar í
útvarpi hefur höfundurinn Ragn-
heiður Gestsdóttir unnið kennslu-
leiðbeiningar þar sem velt er upp
umræðupunktum sem henta hverju
skólastigi. „Sama sagan er lesin
upp fyrir nemendur á aldrinum
sex til sextán ára svo hún virkar á
nokkrum sviðum. Í fyrra fréttum
við af því að líflegar og skemmti-
legar umræður hefðu sprottið upp
víða í kjölfar lestursins.“
Þegar Kristín Helga las sína
sögu í fyrra var hún handhafi Sögu-
steins, barnabókaverðlauna IBBY á
Íslandi, og það sama á nú við um
Ragnheiði Gestsdóttur. „Það á vel
við að handhafi Sögusteins semji
smásöguna sem er lesin upp, en
reyndar eru verðlaunin einungis
afhent á tveggja ára fresti. Það
verður því einhver óvæntur sem
semur söguna annað hvert ár,“ segir
Arndís.
kjartan@frettabladid.is
Grunnskólarnir hlusta
UPPLESTUR Arndís Þórarinsdóttir, formaður IBBY á Íslandi, segir fjörugar umræður
hafa skapast í kringum upplestur smásögu Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á síðasta
ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA