Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 58
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR38
bio@frettabladid.is
Auk myndarinnar Wrath of the Titans,
sem er fjallað um hér að neðan, eru
tvær kvikmyndir frumsýndar í bíó-
húsum landsins um helgina.
Fyrst ber að nefna Dr. Seuss-teikni-
myndina The Lorax þar sem stór-
stjörnurnar Danny DeVito, Zac Efron
og Taylor Swift eru meðal þeirra sem
ljá persónum myndarinnar rödd sína.
The Lorax fjallar um hinn 12 ára
gamla Tedda sem þarf að finna tré
sem gerir honum kleift að vinna hug
og hjarta draumastúlkunnar sinnar,
Audrey. Til þess að finna tréð þarf
hann þó fyrst að hafa uppi á skógar-
verðinum Lorax, appelsínugulri veru
sem berst fyrir því að vernda heiminn.
Myndin er sýnd á íslensku og ensku
og í 3D.
Roman Polanski-myndin Carnage
er einnig frumsýnd, en hún er byggð
á bók Yasminu Reza, God of Carnage.
Um er að ræða svarta kómedíu um
tvenn hjón sem koma saman til að
ræða hegðun sona sinna sem höfðu
lent í slagsmálum í skólanum. Það
sem fyrst átti að verða stuttur og vin-
samlegur fundur snýst þó yfir í and-
hverfu sína og áður en við vitum af
eru makar farnir að snúast hvor gegn
öðrum. Með helstu hlutverk fara Jodie
Foster, Kate Winslet, Christoph Waltz
og John C. Reilly.
- trs
Appelsínugul vera og svört kómedía
THE LORAX Stórleikarinn Danny DeVito ljáir
appelsínugula og einkennilega skógarverðinum
Lorax rödd sína í Dr. Seuss-myndinni The Lorax.
Stórmyndin Wrath of the Titans
verður heimsfrumsýnd annað kvöld.
Kvikmyndin er framhald Clash of the
Titans sem sýnd var árið 2010.
Wrath of the Titans og segir frá Perseus, hálf-
mannlegum syni guðsins Seifs, sem lifir nú
rólegu lífi í litlu sjávarþorpi, stundar fisk-
veiðar og sinnir uppeldi tíu ára gamals sonar
síns. Á sama tíma ríkir mikil ólga milli guð-
anna og títananna og nær títaninn Krónos að
hneppa Seif í ánauð. Perseus ákveður í kjöl-
farið að bjarga Seifi, föður sínum, úr klóm
Krónosar og um leið binda enda á stríðið.
Sam Worthington fer með hlutverk
Perseusar en með önnur stór hlutverk
fara Ralph Fiennes, Liam Neeson, Danny
Huston og Rosamund Pike. Leikstjóri kvik-
myndarinnar er hinn suður-afríski Jonathan
Liebesman, en næsta verkefni hans er að leik-
stýra nýrri kvikmynd um erfðabreyttu skjald-
bökurnar Teenage Mutant Ninja Turtles.
Á vefsíðunni Rotten Tomatoes eru gagn-
rýnendur sammála um að samtölin í kvik-
myndinni séu þurr og leikurinn stirð-
busalegur en að hasaratriðin séu stórgóð.
Gagnrýnandi hjá ABC Radio segir til að
mynda að Wrath of the Titans sé skemmtileg-
ust þegar persónurnar sjálfar hætta að tala
og láta verkin tala, og á þar við hasar- og bar-
dagaatriðin. - sm
Hasar á heimsmælikvarða
ALÞJÓÐLEGUR LEIKARAHÓPUR
■ Leikarahópurinn er nokkuð alþjóðlegur. Fiennes, Huston, Pike, Toby
Kebbell og Bill Nighy eru öll bresk að uppruna, Worthington er ástralskur,
Neeson er írskur og Édgar Ramírez er fæddur í Venesúela.
■ Louis Leterrier leikstýrði Clash of the Titans en afþakkaði boð um að
leikstýra Wrath of the Titans. Hann vann þó sem framleiðandi við gerð nýju
myndarinnar.
■ Tökur fóru að mestu fram í kvikmyndaveri rétt fyrir utan London. Útitökur
fóru fram í Surrey, suðurhluta Wales, á Kanaríeyjum og á Tenerife.
> LINDSAY LOHAN
Svo gæti farið að leikkonan Lindsay
Lohan bætist í hóp frægra er hafa
leikið gestahlutverk í sjónvarps-
þáttunum Glee. Lohan mun leika
sjálfa sig í þáttunum og stað-
festi talsmaður hennar frétt-
irnar við vefsíðuna Gossipcop.
com.
Leikkonan Chloe Moretz hefur
fengið tilboð um að fara með aðal-
hlutverkið í endurgerðinni á hroll-
vekjunni Carrie.
Kvikmyndaverið MGM ætlar að
endurgera kvikmyndina Carrie
sem er byggð á samnefndri bók
rithöfundarins Stephens King.
Hinar ungu og efnilegu Dakota
Fanning, Bella Heathcote og Lily
Collins voru einnig orðaðar við
hlutverkið en samkvæmt Deadline
stendur valið helst á milli Moretz
og Haley Bennett. Hin fimm-
tán ára gamla Moretz er líklega
þekktust fyrir leik sinn í kvik-
myndunum Kick-Ass og Let Me
In þar sem hún leikur vampíru.
Bennett vakti verðskuldaða
athygli fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni Kaboom.
Leikstjórinn Kimberly Peirce
hefur tekið að sér að leikstýra
endur gerðinni en hún hlaut ein-
róma lof fyrir kvikmyndina Boys
Don’t Cry árið 1999.
Leikkonan Sissy Spacek fór með
hlutverk Carrie White í uppruna-
legu myndinni sem frumsýnd var
árið 1976.
Carrie snýr aftur
NÝ CARRIE Leikkonan Chloe Moretz hefur fengið tilboð um að leika aðalhlutverkið í
endurgerð hrollvekjunnar Carrie. NORDICPHOTOS/GETTY
★★★★★
FRIENDS WITH KIDS
„Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt.
Leikararnir halda þessu á floti.“
★★★★★
MARGIN CALL
„Spennandi fjármáladrama, drekk-
hlaðið úrvalsleikurum.“
★★★★★
ACT OF VALOR
„Hermennirnir geta nánast ekkert
leikið og samtölin þeirra á milli eru
svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má
helst finna í klámmyndum.“
★★★★★
PROJECT X
„Hressilegt partý en fremur mis-
heppnuð mynd.“ - hva
KVIKMYNDARÝNI
BARÁTTUGLÖÐ Leikkonan
Rosamund Pike fer með
hlutverk drottningarinnar
Andrómedu sem aðstoðar
Perseus í baráttu sinni.