Fréttablaðið - 02.04.2012, Side 1

Fréttablaðið - 02.04.2012, Side 1
veðrið í dag HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa ekki verið lengri síðan í október 2009. 710 einstaklingar höfðu í febrúar beðið lengur en þrjá mánuði eftir slíkri aðgerð, en á sama tíma í fyrra voru 526 á biðlista. Þetta kemur fram í tölum Landlæknisembættisins um bið- lista eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, er óljóst af hverju biðlistinn er svo langur. Áætlaður biðtími eftir aðgerð á augasteini á Landspítalanum er rúmar 44 vikur. Hjá stofunum Sjónlagi og Lasersjón er biðtíminn frá 14 vikum og upp í 18. Framkvæmdum aðgerðum á augasteinum fækkaði um rúman þriðjung frá árinu 2010 til 2011. Þær voru 2.653 árið 2010 en 1.764 í fyrra. Á öllum sjúkra- húsum og stofum voru færri slíkar aðgerðir gerðar, en mestu munar um lokun skurðstofa á St. Jósefs- spítala. Þar voru 673 aðgerðir framkvæmdar árið 2010. Fundað var um þessi mál á Landspítalanum í síðustu viku. „Við finnum ekki fyrir miklum þrýstingi vegna þessara bið lista. Venjulega fáum við kvartanir vegna biðlista en í þessu tilviki finnum við eiginlega ekki fyrir þessu. Við getum ekki alveg útskýrt þetta,“ segir Björn. „Það er stundum svona með læknis- fræðilega hluti, eftirspurnin getur verið óendanleg.“ Björn segir hins vegar grannt fylgst með þróuninni. „Við vitum af þessari aukningu. Hún er að hluta til, en ekki eingöngu, vegna þess að St. Jósefsspítali sam- einaðist Landspítalanum. Við ætlum að fylgjast með þessu og sjá hvað verður. Við stefnum að því að gera þúsund svona aðgerðir á þessu ári, sem er töluvert.“ Eins segir Björn mikilvægt að skoða tölur um biðlista með hlið- sjón af því eftir hvaða aðgerðum er beðið. „Það er stöðug forgangs- röðun í gangi hjá okkur,“ segir hann og áréttar að til dæmis verði að horfa til þess hvort sjúklingar bíði eftir því að fá fjarlægt krabba- mein, eða hvort biðin sé eftir ein- hverju sem auka eigi lífsgæði fólks á efri árunum. - þeb MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Mánudagur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is 2. apríl 2012 78. tölublað 12. árgangur Litla bókasafnið mitt - 4 tegundir sjá nánar á ungaastinmin.is 50% afsláttur í apríl TILBOÐ MÁNAÐARINS Tilboðið gildir í öllum helstu verslunum landsins Verð nú 795 kr. Verð áður 1599 kr. L júffengur Páskaostur fæst nú í verslunum 2. – 4. apríl Gull á CenterHotel Klöpp GREITT FYRIR GULLIÐ Á STAÐNUM! Skoðið nánar bls. 8 aðgerðir voru fram- kvæmdar á augasteinum í fyrra, þriðjungi færri en árið á undan. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ 1.765 skoðun 14 Stuðlar að heilbrigði Magnús Scheving hlaut verðlaun fyrir að stuðla að auknu heilbrigði barna. popp 38 Fimm stjörnu sýning Leiksýningin Tengdó segir mikilvæga sögu á fallegan máta að mati gagnrýnanda. menning 26 Liverpool í krísu Liðið tapaði sínum áttunda leik á árinu í gær. sport 34 Ég hef geymt heilmikið af leikföngum frá því ég var stelpa því þeim fylgja góðar minningar. Mig langaði til að hafa þau uppi við en þau passa hvergi. Með kerta- stjökunum er ég að færa þessa nost-algíu nær mér,“ útskýrir Anna en kerta- stjakarnir Fjölskylda, sem hún frumsýndi á Hönnunarmars, sækja form sín til gamalla leikfangakarla. Stjakarnir eru handrenndir úr íslensku birki og verða fljótlega fáanlegir í Epal og víðar, þangað til fást þeir í gegnum heimasíðuna www. annathorunn.is. Stjakarnir eru í fjórum litum og í fjórum mismunandi formum og saman mynda þeir litríka fjölskyldu.Ég valdi svart og hvítt og bætti svo við bláa litnum inn til að poppa þá að-eins upp. Í framhaldinu ætla ég að bæta við litaflóruna en formin munu haldsér Ég sá f i Auk stjakanna frumsýndi Anna einnig postulínsskálina Feed me en hugmyndina að henni fékk hún þegar hún var að horfa á fréttirnar. „Ég sá litla frétt um krummafjölskyldu í hreiður gerð í Reykjavík. Myndin af ungunum með opna goggana rann svo saman við aðra mynd, pappírsgogginn, sem mörg okkar léku sér með í æsku og úr varð nytjavara,“ útskýrir Anna.Hún er ánægð með nýliðinn Hönnunar mars sem hún segir hrista hönnunarsamfélagið saman og vekja athygli á því sem hönnuðir eru að fást við. Þá sé mikill fengur að fá erlenda blaðamenn á hátíðina. „Það hafa nokkrir blaðamenn haft sambandvið mig eftir Hö PÁSKASKRAUTGaman er að skreyta með greinum um páska. Greinar má klippa af birki, ösp og víði og setja í vasa. Á greinarnar má síðan hengja fallegt páskaskraut og lífga þannig upp á heimilið. NOSTALGÍA ÆSKUÁRANNA FJÖLSKYLDA Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýndi handrennda kertastjaka úr birki og postulínsskál á nýliðnum Hönnunarmars. FJÖLSKYLDA Hand-renndir kerta stjakar úr íslensku birki. HANDUNNIÐ Anna Þórunn Hauks-dóttir vöruhönnuður frumsýndi tvær nýjar vörur á Hönnunar-Mars. MYND/ANTON FASTEIGNIR.IS 2. APRÍL 2012 14. TBL. Valhöll er með á skrá einbýlishús við Tunguás 6. Húsið er á einni hæð og með tvöföldum bílskúr. Forstofa er með flísalögðu gólfi og er hiti í því. Parketlagt og rúmgott svefnherbergi er við hlið forstofu. Stofa er parketlögð, búin arni og með góðri lofthæð. Eldhús og borð- stofa eru samliggjandi við stofu. Í eldhúsi er vönduð inn rétting, eyja með vaski, helluborð, háfur og stein- flísar á gólfi. Tvöföld hurð er úr eld- húsi og á verönd. Við herbergjagang er gesta- salerni með innréttingu, sturtuklefa og vegghengdu salerni. Parket lagt barnaherbergi er við ganginn. Rúm- gott hjónaherbergi og inn af því bað- herbergi búið innréttingu, nudd- baðkari, sturtuklefa og vegghengdu salerni. Þvottaherbergi er búið inn- réttingu. Þaðan er útgengt út í garð og inn í bílskúr Bílskúr er t ö Einbýli í rólegri götu Húsið er á einni hæð og með tvöföldum bílskúr. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla. Við erum Landmark* Sími 512 4900 landmark.is Vantar allar gerðir eigna á skrá Söluverðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu Rúnar Gíslason Lögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is GLAÐBEITTUR MEÐ STÖNGINA Eggert Árni Sigurbjörnsson var verklegur þar sem hann stóð með stöngina úti í Vífilsstaðavatni í gær. Fjöldi manns nýtti sér veðurblíðuna og hélt til veiða við upphaf stangveiðitímabilsins. Veiði var víða allgóð og þótti tímabilið fara ágætlega af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Eþíópíski veitinga staðurinn Minilik opnaði í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 1. mars síðast- liðinn. Yirga Mekonnen á og rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Lemlem Kahssay. Hún annast alla matseld. „Mig langaði alltaf að opna eþíópískan veitingastað og kynna þannig Íslendingum landið mitt. Allir þekkja vanda- málin sem eru í Eþíópíu, en fáir þekkja söguna og menninguna,“ segir Yirga. Boðið er upp á hefð bundinn eþíópískan mat þar sem allt ferskt hráefni er keypt hérlendis. Krydd og kaffibaunirnar koma frá Eþí- ópíu. Brauð kemur í stað hnífapara á staðnum. - trs / sjá síðu 38 Ferskt hráefni allt keypt hér: Kynna fólki eþíópískan mat BJART eða nokkuð bjart norðan- og vestanlands en lítils háttar snjókoma eða slydda með austur- og suður- ströndinni. Fremur kalt í veðri. VEÐUR 4 2 -1 -3 -2 -1 Sjö hundruð sjúklingar bíða eftir aðgerð á augasteinum Fólk getur vænst þess að bíða í 44 vikur eftir aðgerð á augasteini á Landspítalanum. Forgangsraðað er eftir nauðsyn aðgerða. Fylgst er með biðlistum og stefnt er á að gera þúsund aðgerðir á árinu, segir forstjórinn. YIRGA MEKONNEN ALÞINGI Ríkisstjórnin lagði fram 50 þingmál á Alþingi í síðustu viku. Frestur til að leggja ný mál fram rann út á laugardag. Þann dag komu 25 mál frá stjórninni. Verklagið hefur nokkuð verið gagnrýnt á Alþingi. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur segir þetta hvorki æskilegt né heppilegt verklag. Allir séu sammála um það, en það gangi illa að bæta starfshættina. „Þetta endurspeglar það að stjórnarráðið er að reyna að gera marga hluti í einu og nær því kannski ekki alveg að vinna hlutina á þeim tíma sem eðli- legt væri. Það er ekki æskilegt að þingið hafi of lítinn tíma til að vinna úr málum. Stundum hefur mann grunað að svona væri gert af ákveðnum klókindum, til að stytta vísvitandi þann tíma sem mál fá til umfjöllunar í þinginu. Í einhverjum tilvikum á það vafa- laust við, en ég veit ekki hvort það á við í þessu tilviki.“ Gunnar segir þetta einnig sýna ríkjandi álag í stjórnarráðinu. Menn lendi óviljandi í tímahraki með mál. Meðal mála sem lögð voru fram í síðustu viku má nefna frumvörp um fiskveiðistjórnun, veiðigjald, Ríkisútvarpið, lögreglulög, gjald- eyrismál, heimild til fjár mögnunar Vaðlaheiðarganga, útlendinga og rafrænar undirskriftir. - kóp Fimmtíu stjórnarfrumvörp voru lögð fram í síðustu viku á Alþingi: Hvorki æskilegt né heppilegt GUNNAR HELGI KRISTINSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.