Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 21
Ég hef geymt heilmikið af leikföngum frá því ég var stelpa því þeim fylgja góðar minningar. Mig langaði til að hafa þau uppi við en þau passa hvergi. Með kerta- stjökunum er ég að færa þessa nost- algíu nær mér,“ útskýrir Anna en kerta- stjakarnir Fjölskylda, sem hún frumsýndi á Hönnunarmars, sækja form sín til gamalla leikfangakarla. Stjakarnir eru handrenndir úr íslensku birki og verða fljótlega fáanlegir í Epal og víðar, þangað til fást þeir í gegnum heimasíðuna www. annathorunn.is. Stjakarnir eru í fjórum litum og í fjórum mismunandi formum og saman mynda þeir litríka fjölskyldu. Ég valdi svart og hvítt og bætti svo við bláa litnum inn til að poppa þá að- eins upp. Í framhaldinu ætla ég að bæta við litaflóruna en formin munu halda sér. Ég sá fyrir mér að hægt væri að safna stjökunum eins og sinni eigin fjöl- skyldu en samsetningar fjölskyldna er eins fjölbreyttar og þær eru margar.“ Auk stjakanna frumsýndi Anna einnig postulínsskálina Feed me en hugmyndina að henni fékk hún þegar hún var að horfa á fréttirnar. „Ég sá litla frétt um krummafjölskyldu í hreiður gerð í Reykjavík. Myndin af ungunum með opna goggana rann svo saman við aðra mynd, pappírsgogginn, sem mörg okkar léku sér með í æsku og úr varð nytjavara,“ útskýrir Anna. Hún er ánægð með nýliðinn Hönnunar mars sem hún segir hrista hönnunarsamfélagið saman og vekja athygli á því sem hönnuðir eru að fást við. Þá sé mikill fengur að fá erlenda blaðamenn á hátíðina. „Það hafa nokkrir blaðamenn haft samband við mig eftir Hönnunarmars. Bæði vegna nýju varanna en líka eldri vara, sem er mjög gaman. Mig dreymir auð- vitað um að komast út fyrir landsteinana með vörurnar.“ ■ rat PÁSKASKRAUT Gaman er að skreyta með greinum um páska. Greinar má klippa af birki, ösp og víði og setja í vasa. Á greinarnar má síðan hengja fallegt páskaskraut og lífga þannig upp á heimilið. NOSTALGÍA ÆSKUÁRANNA FJÖLSKYLDA Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýndi handrennda kertastjaka úr birki og postulínsskál á nýliðnum Hönnunarmars. FJÖLSKYLDA Hand- renndir kerta stjakar úr íslensku birki. HANDUNNIÐ Anna Þórunn Hauks- dóttir vöruhönnuður frumsýndi tvær nýjar vörur á Hönnunar- Mars. MYND/ANTON FJALL Púði eftir Önnu Þórunni frá 2007. Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur* Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. VALHÖLLNý hönnun 5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun, stál kantstyrkingar Verð með íslenskum botni og fótum 10.000 kr . vöruútte kt fylgir öllum fermingar rúmum *3,5% lánt ökug jald

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.