Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 52

Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 52
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR28 popp@frettabladid.is ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 ÁRA hefði tónlistarmaðurinn Marvin Gaye orðið í dag ef hann hefði verið á lífi. Gaye lést þann 1. apríl árið 1984. 73 Leikkonan Anne Hathaway er þessa dagana í tökum á myndinni Les Misérables eða Vesa- lingunum en hún er undir stöðugu lækna- eftirliti á tökustað. Ástæðan fyrir því er að Hathaway þarf að fara í strangan megrunarkúr á meðan á tökum stendur en hún leikur dauð- vona vændiskonuna Francine. Hathaway hefur lokið við að taka upp senurnar þegar Francine er heilbrigð en þarf að missa um 8 kíló á næstu 15 dögum til að smellpassa inn í hlutverkið sem dauðvona Francine. Svo mikið þyngdar- tap á stuttum tíma getur verið lífshættulegt og þess vegna er hún undir stöðugu læknaeftirliti, með einkaþjálfara og næringarfræðing. Sam- kvæmt heimildum Daily Mirror má Hathaway ekki borða meira en nokkur epli og prótein- sjeik á dag. Kvikmyndin, sem verður frumsýnd í desember, skartar einnig leikurunum Hugh Jackman, Russell Crowe, Eddie Redmayne og Amöndu Seyfried. Undir eftirliti á tökustað HÆTTULEGUR MEGRUNARKÚR Anne Hathaway þarf að fara í lífshættulegan megrunarkúr til að smellpassa í hlutverk dauðvona vændiskonunnar Francine í kvikmyndinni Les Misérables. Leikkonan og vandræðageml- ingurinn Lindsay Lohan fagnaði því að vera loks laus við skil- orðið á lúxushótelinu Chateau Marmont fyrir helgina. Lohan, sem hefur verið inn og út úr dómsölum og fangelsum síðan árið 2007, bauð vinum og fjöl- skyldu út að borða á hótelinu en gleðskapurinn stóð fram undir morgun. Dómarinn sem lét Lindsay lausa á fimmtu- daginn ráðlagði leikkonunni að hætta öllu partýstandi í bili. Lohan ætlar greinilega að taka því alvarlega því þó að áfengir drykkir voru á boðstólnum drakk Lohan ekki að sögn við- staddra. Fögnuðu með Lohan Tónlistarmaðurinn og fyrrum meðlimur strákasveitarinn- ar Boyzone, Ronan Keating, er að skilja við eiginkonu sína til fjórtán ára, fyrirsætuna Yvonne Keating. Þetta kemur fram í írska dagblaðinu Sunday Independent en hjónin komust í fréttirnar árið 2009 þegar Keating tók hliðarspor með dansaranum Francine Cornell. Blaðið hefur eftir nánum vinum parsins að Yvonne hafi aldrei jafnað sig eftir framhjáhaldið svo nú skilja leiðir. Þau ætla sér samt að vera góðir vinir en þau eiga þrjú börn saman. Keating skilur GLÖÐ Lindsay Lohan var himinlifandi að vera laus við dómsali í bili og bauð 50 manns í veislu á hótelinu Chateau Marmont. SKILUR EFTIR 14 ÁR Tónlistarmaðurinn Ronan Keating er að skilja við eiginkonu sína til 14 ára, Yvonne Keating. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.