Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 62

Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 62
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR38 MORGUNMATURINN Magnús Scheving hlaut viðurkenningu frá Mediterranean Foundation á fimmtu daginn fyrir að stuðla að auknu heilbrigði meðal barna. Viðurkenningin var veitt í Barcelona og hlaut Michelle Obama, forsetafrú Banda- ríkjanna, einnig viðurkenningu frá sam- tökunum í ár. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár þeim aðilum er skarað hafa fram úr með starfi sínu á sviði hollustu og hreyfingar. Magnús hlaut viðurkenningu fyrir Latabæ og starf sitt í þágu aukins heilbrigðis barna, aðrir er hlutu viðurkenningu á sama sviði voru Michelle Obama og Barcelona Football Club Foundation. Hrefna Björk Sverrisdóttir, verkefnastjóri Latabæjar, segir viðurkenninguna mikinn heiður fyrir Magnús og Latabæ. „Það er mikið og gott starf sem fer fram á bak við sjónvarpsþættina. Latibær vinnur náið með ýmsum ríkisstjórnum og samtökum til að stuðla að heilbrigði barna og það er verið að veita viðurkenningu fyrir það.“ Nýverið hóf breska ríkissjónvarp- ið BBC aftur sýningar á Lazytown Extra og horfðu um 2,48 milljón manns á fyrsta þáttinn. Latibær er sýndur í um 170 löndum víða um heim og horfa um 500 milljón manna á þá reglulega. Um þessar mundir er verið að undirbúa tökur fyrir þriðju þátta- röð Latabæjar en áætlað er að tökur hefjist í apríllok. - sm Magnús og Michelle verðlaunuð VERÐLAUNAÐUR Magnús Scheving hlaut Mediterranean Foundation verðlaunin fyrir að stuðla að auknu heilbrigði meðal barna. Michelle Obama fékk verðlaun frá sömu samtökum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég flutti til Íslands árið 2000 og mig langaði alltaf að opna eþíópískan veitingastað og þannig kynna Íslendinga fyrir landinu mínu. Allir þekkja vandamálin sem eru í Eþíópíu, en fáir þekkja söguna og menninguna,“ segir Yirga Mekonnen, annar eigandi veitingastaðarins Minilik í Kópa- vogi. Minilik opnaði í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 1. mars síðastlið- inn. Yirga á og rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Lemlem Kahssay, sem annast alla matseld. Á Minilik er boðið upp á hefð bundinn eþíópískan mat þar sem allt ferskt hráefni er keypt hérlendis, en flest kryddin og kaffibaunirnar koma frá Eþíópíu. Maturinn er borinn fram með svokölluðu enjera sem er flatt súrdeigsbrauð og þjónar hlutverki hnífapara. „Auðvitað er fólki velkomið að fá hnífapör ef það óskar þess, en við kennum þeim hvernig hægt sé að nota enjera í stað hnífapara og borða með puttunum,“ segir Yirga. Staðurinn opnaði fyrst á Flúðum síðastliðið sumar þar sem hann vakti mikla athygli og fékk mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Yirga. Það varð til þess að þau hjón- in ákváðu að reyna fyrir sér á höfuð borgarsvæðinu líka. Minilik verður þó áfram opinn á Flúðum yfir sumar tímann, þar sem systir Lemlem og eiginmaður hennar reka hann. Kaffimenningin er mjög mikil í Eþíópíu, en kaffi er upprunnið frá borginni Kaffa í vestanverðu landinu. Á Minilik er þessi menn- ing í hávegum höfð, og sérstök athöfn er framkvæmd í kringum kaffið. „Lemlem sér alltaf um athöfnina, en það er stranglega bannað að karlmaður geri það,“ segir Yirga. „Hún er íklædd sér- stökum eþíópískum klæðnaði og þarf að gera allt eftir vissum aðferðum. Hún ristar baunirnar á lítilli pönnu, og allir í salnum fá að njóta lyktarinnar af þeim. Síðan útbýr hún kaffið á kaffiborði sem er í miðjum salnum,“ bætir hann við. Þrátt fyrir annríki hérlendis halda Yirga og Lemlem áfram að leggja sitt af mörkum til heima- landsins. Árið 2010 stóðu þau fyrir opnun leikskóla í borginni Gidole þar sem 17 munaðarlausum börnum eru nú tryggð menntun og um önnun þökk sé íslenskum stuðnings foreldrum. „Það var svo mikið af góðu fólki hérna á Íslandi tilbúið að hjálpa mér þegar ég þurfti á því að halda að það hvatti mig til að hjálpa öðrum,“ segir Yirga. Nánar má lesa um verkefnið á síðunni parentsgidole.com. tinnaros@frettabladid.is YIRGA MEKONNEN: KYNNI ÍSLENDINGA FYRIR EÞÍÓPÍSKRI MENNINGU Borðað með puttunum á eþíópískum veitingastað FJÖLBREYTT Matseðillinn á Minilik er afar fjölbreyttur, þó aðeins sé um Eþíópískan mat að ræða. „Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðar drottningin sem fitnaði. Svanur Már er fyrrverandi rit- stjóri tímaritsins Séð og heyrt en hætti þar störfum í janúar í fyrra. Eftir að hann frétti af rafbókafyrir tækinu Emma.is þar sem menn geta sent inn eigið efni og verið sínir eigin herrar ákvað hann að gefa skrifum sínum meiri gaum. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg hugmynd og ein- setti mér að setja saman eitthvað af því sem ég átti,“ segir Svanur Már, sem selur bókina sína á 499 krónur. Hann telur rafbækur vera það sem koma skal, sérstaklega varðandi efni sem hefur ekki verið söluvænt eins og ljóð, smásögur, örsögur, samtöl og prósar. Bók hans hefur einmitt að geyma slíkt efni og fjallar um lífið og tilveruna en aðallega þó samskipti kynjanna. Svanur Már viðurkennir að titillinn sé dálítið Séð og heyrt- legur, enda komst hann á bragðið í Móment-pistlum sínum í tíma- ritinu. Nokkrir þeirra eru einmitt í bókinni. „Eiríkur Jónsson hvatti mig áfram eftir að ég skrifaði einu sinni svona pistil. Þarna var ég að skrifa inn í dálítið knappt form. Það var erfitt en gaman að takast á við það,“ segir hann. -fb Komst á bragðið í Séð og heyrt FYRSTA BÓKIN Svanur Már Snorrason hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðar- drottningin sem fitnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið „Það er hafragrauturinn og ég nota engin aukaefni, bara með mjólk. Það er að breiðast út ein- hver kanilvitleysa hérna á heim- ilinu sem ég er alfarið á móti.“ Dagur B. Eggertsson, læknir og stjórn- málamaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.