Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 16
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR16 FRÉTTAVIÐTAL: Virkjanakostir í Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða Forstjóri Landsvirkjun- ar segir aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem gert er ráð fyrir í nýtingarflokki Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vera tryggan. Hann undrast að allar vatnsaflsvirkjanir séu settar í bið- eða verndar- flokk, utan tveggja lítilla virkjana. Orkuframboð á Suðurlandi sé minnkað til muna. Þingsályktunartillaga um Ramma- áætlun um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða kom fram um helgina. Áætlunin er samvinnuverkefni þeirra Oddnýjar G. Harðardóttur- iðnaðarráðherra og Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra. Hún byggir á vinnu verkefnisstjórnar sem lagði fram sína skýrslu í haust. Helstu breytingarnar frá þeirri skýrslu er að þrír virkjanakostir í neðrihluta Þjórsár eru færðir úr nýt- ingarflokki í biðflokk, sem og tveir virkjanakostir á hálendinu. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir Þjórsárvirkjanirnar hafa komið á óvart. „Við töldum allar forsendur til að fara í þær virkjanir og það var í samræmi við álit verkefnisstjórnar og flokkun ráðherranna fyrir nokkr- um mánuðum síðan. Við teljum að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem réttlæti breytta flokkun.“ Hörður segir laxagengd í ánni hafa verið rannsakaða í 40 ár og af miklum krafti síðustu tíu ár. Allar þær rannsóknir sem nú sé kallað eftir séu til. „Mikið af því sem verið er að benda á hefur verið í skoðun lengi og miklar rannsóknir farið fram akkúrat á þeim sviðum þar sem menn hafa haldið því fram að þær vanti. Það vantar einfaldlega yfirsýn yfir rannsóknirnar.“ Horfið frá vatnsaflinu Aðeins tvær vatnsaflsvirkjanir er að finna í nýtingarflokki og eru þær báðar litlar. Þar er um að ræða Hval- árvirkjun, sem er rúm 30 megawött og Blönduveitu, sem er um 20 mega- wött. Hörður segir stefnubreytinguna frá vatnsafli koma á óvart. „Það er dálítið sérstakt að leggja þessa ofur- áherslu á jarðvarmann, með þeirri miklu óvissu sem þar er. Það var ekki lagt upp með það, í erindisbréfi verkefnastjórnar eins og við skiljum það, að stefna að því að hætta nýt- ingu vatnsafls. Það er mikilvægt að hafa það í huga varðandi Rammaáætlunina að þar er gert ráð fyrir að 8,5 tera- wattsstundir séu í nýtingarflokki. Það má segja að engar vatnsafls- virkjanir sé þar að finna, utan Hvalá og Blönduveitu. Um 95 prósent af orkunni koma úr jarðvarma.“ Hörður segir að eins og áætlunin líti út nú sé eingöngu um að ræða virkjanir á Norðausturlandi hjá Landsvirkjun: Þeistareyki, Bjarn- arflag og Kröflu. Ekkert annað sé í pípunum. „Það kemur á óvart að engin vatnsaflsvirkjun sé í nýtingarflokki eftir þá mikla vinnu sem búið er að leggja í málið.“ Jarðvarminn í óvissu Af þeim 8,5 terawattsstundum sem Rammaáætlun gerir ráð fyrir að nýta, segir Hörður að aðeins 2,5 til 3 séu öruggar. Það sé eðli jarð- varmans hve mikil óvissa ríkir um orkugetuna. Þá séu fjölmörg svæð- anna lítt eða ekkert rannsökuð. „Af þessum svæðum í nýtingar- flokki eru svæði sem hefur verið borað í, svo sem á sumum háhita- svæðum á Reykjanesi. Þá eru þarna svæði sem menn eru rétt að byrja að skoða, eins og vestursvæðið á Þeistareykjum. Orkugeta þess ligg- ur ekki fyrir, enda hafa þar aðeins farið fram yfirborðsmælingar.“ Hörður segir að slíkar mælingar sýni aðeins fram á að svæðið hafi verið heitt, ekki hvort það sé enn heitt. „Í öðru lagi geta menn lent í vand- ræðum með innihald gufunnar, eins og í Kröflu, en það er erfitt að nýta það svæði. Þar að auki verður að nýta jarð- varmann í skrefum. Þó 8,5 tera- wattstundir væru heildarmagnið á þessum svæðum verður að fara mjög varlega af stað, til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Það er alls ekki þannig að hægt sé að ráðast í þetta á næstu misserum. Ef menn skoða nýtingarlistann og spyrja hverju Rammaáætlun- in breyti sést að það er afskaplega lítið.“ Mikil óvissa um orkugetu jarðvarma FORSTJÓRINN Hörður Arnarson segir að mat á orkugetu svæða í nýtingarflokki Rammaáætlunar sé við efri mörk. Af þeim 8,5 terawattstundum sem svæðin séu sögð geta framleitt séu aðeins 2,5 til 3 trygg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hörður Arnarson tók við forstjórastöðu Landsvirkjunar fyrir um það bil tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann kynnt nýja stefnu fyrirtækisins hvað varðar orkusölu. Þar ber hæst að raforkuverð mun hækka. Síðan þá hefur fyrirtækið ekki skrifað undir neina nýja orkusölusamninga. Hörður segir það ekki til marks um það að verðhugmyndir fyrirtækisins séu of háar. „Að sjálfsögðu er alltaf auðveldara að selja ódýrt og að sjálfsögðu hefur verðið alltaf áhrif, það er alveg ljóst. Það er þó í raun og veru ekki það sem er að valda vandræðum, heldur ástand efnahagsmála. Menn eru ekki tilbúnir að stökkva af stað.“ Hörður segir menn gleyma þeim tíma sem slíkir samningar taki, jafnvel utan kreppu. Gera megi ráð fyrir 12 til 18 mánuðum í umhverfismat og aðrir þættir taki einnig tíma. Tvö ár séu því ekki óeðlilegur tími fyrir slíka samninga þegar engin ríkir kreppan. En hvernig er staðan á samningum? „Við viljum ekki lofa neinu. Það eru nokkur dæmi þar sem menn eru komnir nokkuð nálægt endapunkti, en þetta getur tekið nokkuð langan tíma. Ef fyrir- tækin eru ekki tilbúin að skuldbinda sig eða ef fyrirtæki lenda í einhverjum fjármögnunarvanda, þá tekur þetta bara tíma.“ Landsvirkjun á tilbúin til sölu á milli 50 til 100 megawött sem ekki hafa verið bundin í önnur verkefni. Raforkusala á réttu verði tekur tíma Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.