Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 54
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR38 TRÚI ENNÞÁ Á ÁSTINA Söngkonan Anna Mjöll um fráfall föður síns og erfiðan söknuðinn, sönginn, skilnaðinn og lífið í Los Angeles. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 04. apríl 2012 ➜ Uppákomur 13.30 Páskabingó verður haldið á Korpúlfsstöðm. Margt glæsilegra vinn- inga og allir velkomnir. 17.00 Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir ljóðadagskrá í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Skáld lesa úr verkum sínum og gestir geta tekið þátt í dag- skránni. Léttar veitingar verða í boði og aðgangur ókeypis. ➜ Dans 14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Stjórnendur eru Matthildur og Jón Freyr. Aðgangseyrir er kr. 600. ➜ Tónlist 22.00 90’s kvöld verður haldið á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi. Fram koma Frigore, Þórhallur Skúlason, Óli Ofur og Emmsjé Gauti. 1.000 króna aðgangseyrir. 22.00 Ghozt, Exos, AJ Caputo og Mike The Jacket spila í partýi í Iðusölum sem tileinkað verður hinum fjórum frum- efnum, jörð, lofti, eldi og vatni. 23.00 Rokksveitin Kimono snýr úr sjálfskipuðu árslöngu tónleikabanni og heldur tónleika á Bar 11. Hljóm- sveitin Saytan mun sjá um upphitun. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessar hljómsveitir spila saman á tónleikum. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Nóra, Low Roar og Orphic Oxtra spila á fjáröflunartónleikum á Gauki á Stöng. Safnað er fyrir plötuútgáfu Nóru. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Bækur ★★★ ★★ Ég ljúfa vil þér syngja söngva Linda Olsson, þýðing: Guðni Kolbeinsson Vaka Helgafell Segðu mér af sorgum þínum Vinátta tveggja ólíkra kvenna, ungs rithöfundar og aldraðrar einsetukonu, er viðfangsefni skáldsögunnar Ég ljúfa vil þér syngja söngva eftir Lindu Olsson. Sagan flakkar milli sam- skipta þeirra í nútímanum og frásagna hvorrar um sig af eigin lífi í fortíðinni. Þrátt fyrir ólíkan aldur og bakgrunn reynast þær eiga ýmislegt sameiginlegt og sögur þeirra eru furðu áþekkar. Báðar syrgja þær missi stóru ástarinnar, móðurmissi og barnsmissi. Hvorug er sátt við sitt hlutskipti í lífinu en vináttan og frásagnirnar hjálpa þeim að horfast í augu við fortíðina, skilja hana að baki og öðlast einhvers konar jafnvægi og hugarró. Sagan er fallega skrifuð. Ljóðrænn og fljótandi textinn kallast á við ljóðlínurnar sem eru einkunnarorð hvers kafla, sóttar í ljóð ýmissa skálda frá ýmsum tímum. Þessum lesanda hér þykir þó meló- dramatíkin keyra um þverbak á köflum og sagan oft á tíðum vega salt á barmi væmninnar. Aðalpersónurnar tvær eru líka ansi daufgerðar og dálítið klisjukenndar þannig að erfitt er að finna til samlíðunar með þeim, hvað þá vorkenna þeim, auk þess sem sögur þeirra eru of líkar og verða því fyrirsjáanlegar. Engu að síður er Ég ljúfa vil þér syngja söngva hin ánægjulegasta lesning. Það er nefnilega, þegar allt kemur til alls, ekki um hvað er skrifað sem gerir bók góða heldur hvernig það er gert og hér er á ferðinni höfundur sem leggur áherslu á vandaðan texta og sækir þar helst í smiðju sænskra ljóðskálda, bæði vel þekktra og minna þekktra. Ljóðbrotin í upphafi hvers kafla víkka efnið út og vísa út fyrir söguna auk þess sem þau vekja áhuga lesandans á því að kynna sér verk þeirra skálda sem vitnað er til. Þýðing Guðna Kolbeinssonar virðist vel unnin og vönduð, en sú hefð að setja erlend ljóð í skorður íslenskrar bragfræði orkar þó tvímælis og stuðar lesandann á köflum: Högt med dig jag talade vad ingen i världen vet. På ändlösa vägar var du min ensamhet. verður til dæmis í þýðingu: Í sannleik ég þér sagði öll sagnarefnin brýn. Á víðáttunnar vegum varst þú einsemd mín. Ekki alveg sama ljóðið en engu að síður fínasta vísa á íslenskunni, enda gömul sannindi og ný að ljóð verða ekki þýdd aðeins umort. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fallegur og ljóðrænn texti bjargar klisjukenndri sögu úr klóm meðalmennskunnar og gerir Ég ljúfa vil þér syngja söngva að ánægjulegri lesningu. Tónlistarhátíðin Músík í Mývatns- sveit verður haldin nú um páskana og er það í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Samkvæmt venju er hátíðin tvískipt. Á morg- un, skírdag, verða tónleikar í Skjól- brekku. Þar verður m.a. flutt tríó eftir Ewazen og sönglög eftir Schu- bert, svo og íslenskar söngperlur. Tónleikarnir í Skjólbrekku hefjast klukkan átta. Á föstudaginn langa, 6. apríl, verða tónleikar í í Reykjahlíðar- kirkju. Þar verður flutt fjölbreytt kirkjutónlist, meðal annars eftir Bach, Händel og Schubert. Þessir síðari tónleikar hefjast klukkan níu. Flytjendur eru Ágúst Ólafsson baritónsöngvari, Ásgeir Hermann Steingrímsson trompetleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Aladár Rácz sem leikur á píanó og orgel. Miðasala verður við innganginn. Nánari upplýsingar er að fá í Hótel Reynihlíð. Músík í Mývatnssveit um páska LEIKA Í MÝVATNSSVEIT Ágúst Ólafsson, Laufey Steingrímsdóttir og Ásgeir Hermann Steingrímsson tóku sér hlé frá æfingum fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Faðir Carl Arico mun kynna hina kristnu íhugunarbænaaðferð Cent ering Prayer og biblíulega íhugun, Lectio Divina, í Reykja- vík og Skálholti dagana 10. til 15. apríl. Arico er þekktur fyrir að vera greinargóður og glett- inn fræðari. Frá 1960 hefur hann þjónað sem sóknarprestur og menntaskólakennari, sinnt hjóna- og fjölskylduráðgjöf og ritað um lifandi og virka prestsþjónustu í samtíðinni. Carl Arico verður í Neskirkju þriðjudaginn 10. apríl klukk- an 19.30 og miðvikudaginn 11. apríl heldur hann fyrirlestur í V stofu (229) aðalbyggingu Háskóla Íslands frá klukkan 13.30 til 15.30 um þrá í samtíð eftir andlegri næringu. Fimmtu- daginn 12. til sunnudagsins 15. apríl verða Kyrrðardag- ar í Skálholti í umsjá fr. Arico þar sem Center- ing Prayer verður kynnt og iðkuð ásamt Lectio Divina. Skráning er á www.skalholt.is og nánari upplýsingar veitir Sig- urbjörg Þorgrímsdóttir djákna- kandídat og leiðbeinandi í Center- ing Prayer á netfanginu sigurth@ simnet.is. Kristin íhugunaraðferð kynnt CARL ARICO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.