Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 4. apríl 2012 45 arionbanki.is – 444 7000 Fermingargjöf Arion banka Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni. Arion banki leggur til 5.000 kr. mótframlag ef 30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning. Framtíðarreikningur gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra sparnaðarreikninga bankans og er því áhugaverð leið fyrir ungt fólk sem vill byrja að undirbúa framtíðina. Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur. Tónlist ★★★★ ★ MDNA Madonna MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. Það kemur ekkert á óvart að MDNA sé dúndr- andi danstónlistarplata. Allar plötur Madonnu síðan Ray of Light kom út árið 1998 hafa verið nánast hrein- ræktaðar danstónlistarplötur, ef Hress skilnaðarplata frá drottningu poppsins frá er talin fyrrnefnd Hard Candy sem var unnin með heitustu hip-hop upptökustjórum þess tíma, Timba- land og Neptunes. Hard Candy var frekar misheppnuð, þó að hún ætti sína spretti. MDNA er hins vegar fín Madonnuplata. Madonna hefur alltaf verið lunkin í því að velja sér samstarfsfólk og hún klikkar ekkert á því á MDNA. Á meðal þeirra sem sjá um takt- ana á plötunni eru Bretinn William Orbit, sem gerði Ray of Light með henni, ítölsku frændurnir Marco „Benni“ Benassi og Allessandro „Alle“ Benassi og Frakkinn Mart- in Solveig. Madonna fær líka hjálp frá tveimur af heitustu kvenpopp- stjörnum dagsins í dag, Nicki Minaj og M.I.A. Eins og áður segir er þetta fín Madonnuplata. Lögin eru mörg ágæt og Madonna á líka fína spretti í textunum. I Don‘t Give A er upp- gjör við eiginmanninn fyrrver- andi og skilnaðartextarnir eru fleiri. Ýktastur er textinn við lagið Gang Bang sem er hefndarfan- tasía með tilheyrandi skothljóðum („I‘m Gonna Shoot Him in the Head Again/Die Bitch!“)… Þó að Madonna sé orðin 53 ára þá er hún greinilega enn alveg til í að vera slæma stelp- an. Í I‘m a Sinner syngur hún „I‘m a Sinner/and I Like It That Way“ og nafnið á plötunni, MDNA virkjar nokkrar tengingar. Það er einhvers konar stytting á Madonna (M DNA kannski?), en líka mjög líkt MDMA, sem er skammstöfun fyrir alsælu … MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græj- um. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Poppdrottningin er ekki tilbúin að gefa titilinn frá sér alveg strax. Söngkonan Adele og kærasti hennar, Simon Konecki, hafa tekið mataræði sitt í gegn og gerðust nýverið grænmetisætur. Hin hæfileikaríka söngkona og kærasti hennar ákváðu í samein- ingu að taka upp heilsusamlegra líferni og fara þau daglega út að hlaupa með hundinn Louie. „Adele og Simon eru óaðskilj- anleg. Þau hafa tekið líferni sitt í gegn og hafist handa við að skipuleggja framtíð sína saman,“ hafði The Mail eftir innanbúðar- manni. Tekur líf- ernið í gegn ORÐIN GRÆNMETISÆTA Söngkonan Adele hefur tekið upp heilbrigðara líf- erni. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Salma Hayek býr í París og kveðst fylgja franskri tísku. Hún segist einnig hafa gaman af því að hafa sig til fyrir eiginmann sinn, milljarðamær- inginn François-Henri Pinault. „Þrátt fyrir að við hjónin förum sjaldan út finnst mér gaman að hafa mig til fyrir hann. Sumir karlmenn taka ekki eftir því í hverju þú ert, og það er í lagi, en François gerir það,“ sagði Hayek um eiginmanninn. Fer eftir Par- ísartískunni KLÆÐIR SIG UPP Salma Hayek hefur gaman af því að hafa sig til fyrir eigin- mann sinn. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Kate Winslet hefur verið dugleg að kynna Titanic 3D í fjölmiðlum og hefur látið ýmis- legt misjafnt flakka í tilefni þess. Leikkonan hefur meðal annars kallað mótleikara sinn feitan. Winslet segir margt hafa breyst frá því Titanic var fyrst frumsýnd, þar á meðal ásýnd Leonardos DiCaprio. „Við lítum allt öðruvísi út í dag. Við erum bæði eldri, Leo er 37 ára og ég 36. Við vorum ekki nema 22 og 21 árs gömul þegar við lékum í myndinni. Hann er feitari núna og ég er grennri,“ sagði Winslet um vin sinn og mótleikara. Segir Leo vera feitan BREYTT Kate Winslet segir margt hafa breyst síðan hún lék í Titanic. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.