Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 4
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 03.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4132 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,07 126,67 201,85 202,83 168,14 169,08 22,596 22,728 22,218 22,348 19,136 19,248 1,5369 1,5459 195,26 196,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í frétt blaðsins í gær um árás Husky- hunda á kött í Grafarvogi birtist mynd af hundi þeirrar tegundar. Hundurinn á myndinni tengdist hins vegar ekki árásinni og eru eigendur hans beðnir velvirðingar á myndbirtingunni. HALDIÐ TIL HAGA EVRÓPUMÁL „Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusamband- ið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið. Dan Preda, sem er í forsvari hjá Evrópuþinginu í málefn- um sem varða aðildarumsókn Íslands, er staddur hér á landi vegna fundar sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB. Hann segist byggja bjartsýni sína á því að allt sé til staðar til þess að uppbyggilegar viðræður geti átt sér stað. „ESB hefur á að skipa góðu samningaliði og íslensku samn- ingamennirnir eru sömuleiðis mjög færir á sínu sviði. Svo eru báðir aðilar með mikla reynslu og þekkingu á sviði fiskveiða og þannig erum við með kjöraðstæð- ur til að ná samkomulagi milli aðil- anna.“ Dan Preda, segir að gagnkvæm- ir hagsmunir Íslands og ESB ættu að tryggja opnar viðræður þó að í almennri umræðu beggja vegna borðsins sé jafnan gert ráð fyrir að komandi viðræður um fiskveið- ar verði hvað erfiðasti hjallurinn í aðildarviðræðunum. „Þetta er auðvitað veigamikið mál fyrir bæði Ísland og ESB og ég skil hvers vegna umræðan er eins og hún er. Hins vegar sé ég ekki hvers vegna við ættum ekki að geta náð góðu samkomulagi.“ Enn hafa samningaviðræður um fiskveiðar ekki hafist, en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í svari við spurningu Fréttablaðs- ins fyrir helgi að hann vonaðist til þess að allir kaflar yrðu opnaðir fyrir árslok. - þj Evrópuþingmaður um áframhald aðildarviðræðna Íslands og ESB: Fiskveiðarnar þurfi ekki að verða hindrun BJARTSÝNN Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda segist vongóður um að Ísland og ESB nái samkomulagi um fiskveiðmál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Gífurlegt magn af sandi og drullu tefur hreinsistarf á götum og gangstéttum Reykja- víkur. Þessa dagana er unnið að hreinsun með kröftugum hreinsi- tækjum og má gera ráð fyrir slík- um framkvæmdum út mánuðinn hið minnsta. „Eiginlega er það tíðarfarið sem búið er að vera í vetur sem veldur þessu,“ segir Lárus Kristinn Jóns- son, framkvæmdastjóri Hreinsi- tækni sem annast hreinsun fyrir borgina. „Ég myndi halda að í vetur hafi verið sandað um það bil þrisvar sinnum meira en á miðl- ungsvetri. Ef ég man rétt er búið að dreifa á stéttar höfuðborgarinn- ar um 3.000 rúmmetrum af sandi.“ Verkið er svo að stórum hluta unnið með litlum gangstéttarsóp- um. „Sem dæmi má nefna að við hreinsun stétta á Snorrabraut vorum við búnir að fylla fimm sópa, en hver tekur um rúmmetra af efni, og áttum þá eftir einn þriðja af leiðinni. Vanalega hafa dugað einn eða tveir vagnar.“ Þar sem snjó hefur verið hrauk- að upp, svo sem við Laugardals- laug, segir Lárus ástandið svo jafnvel enn verra. „Við erum allt að því þrisvar sinnum lengur að þessu bara út af efnismagni.“ Lárus segir þó ánægjulegt að fólk komi gjarnan út og færi bíla sína frá til að auðvelda þrifin. Það flýti fyrir. Ljóst er að mikill kostnaðarauki er af meira uppsópi og akstri og ekki fjarri lagi að þrefalt sand- magn þrefaldi líka olíukostnað við hreinsun. Kostnaðaraukann segir Lárus hins vegar líklega lenda á fyrirtækinu. „Þetta er náttúrlega bara allt í útboði hjá okkur og í föstum tölum.“ Samkvæmt áætlun átti vor- hreinsunin að hefjast 15. mars og kveður Lárus fljótlega hafa komið hringingar frá borginni til að huga að verkinu og tímaáætlunum. „En fram til 19. mars var nú bara enn þá verið að moka snjó,“ segir hann og telur að miðað við aðstæður hefði verið nær að gefa fyrirtæk- inu rýmri tíma til að klára. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er þessa dagana unnið að hreinsun gatna í Háaleiti, Gerðum og Fossvogi og að því stefnt að ljúka fyrri yfirferð í þeim hverfum fyrir páska. Eins séu páskafrí nýtt til að hreinsa skólalóðir. Þá kemur fram að til páska verði einnig lögð áhersla á hreins- un göngu- og hjólastíga enda megi búast við að fólk stundi hjólreiðar og útivist í páskafríinu. Áhersla verður lögð á helstu hjólaleiðir, svo sem um Fossvogsdal, Elliðaár- dal upp í Víðidal og áfram upp að Rauðavatni. „Einnig verða leiðirnar meðfram Miklubraut og yfir Gerð- Uppsóp er þrefalt á götum borgarinnar Vandséð er að tímaáætlanir haldi í vorhreinsun gatna í Reykjavík. Tíðarfar í vetur varð til þess að mun meira hefur safnast af sandi og drullu á götum borgarinnar. Jákvætt viðmót borgara sem færa bíla sína flýtir fyrir vinnunni. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 19° 8° 6° 15° 13° 7° 7° 22° 9° 18° 17° 31° 7° 14° 14° 5°Á MORGUN Fremur hægur vindur um allt land. FÖSTUDAGUR Fremur hægur vindur um allt land. 57 7 8 117 8 5 6 3 6 6 6 6 5 7 3 6 6 8 2 8 5 7 7 7 6 15 6 4 4 5 15 5 MILDIR DAGAR eru fram undan og litlar breytingar á veðri. Lítils háttar úrkoma verður vestanlands og jafnvel á Norður- landi en annars víða þurrt og nokkuð bjart. Besta veðrið verður líklega á Suðaust- urlandi þar sem saman fer mildasta og bjartasta veðrið. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Allt að 1,5 milljón- um kreditkortanúmera var stolið rafrænt af bandaríska kortafyrir- tækinu Global Payments. Með númerunum fylgdu öryggisnúmer og útgáfudagsetningar sem þarf til að nota kortin á netinu. Kortanúmerunum var stolið snemma í mars, en ekki var upp- lýst um hann fyrr en Mastercard og Visa tilkynntu kortanotendum um atvikið á föstudag. Bæði Visa og Mastercard lögðu áherslu á að kostnaður vegna misnotkunar falli ekki á eiganda kortanna. - bj Stálu kreditkortaupplýsingum: Um 1,5 milljón korta stolið UNNIÐ AÐ HREINSUN Í aprílmánuði og líkast til eitthvað fram í maí verða götusóp- arar algeng sjón á götum Reykjavíkur. Svo mikið var sandað í vetur vegna hálku og snjóa að það tefur hreinsistarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Árásarmaðurinn, sem myrti sex nemendur og einn skólaritara í skotárás á skóla í Kaliforníu á mánudag, heitir One L. Goh. Ástæða morðanna er talin vera reiði Gohs vegna þess að hann var rekinn úr skólanum, auk þess sem kennari hafði gert grín að enskukunnáttu hans. Goh hugðist drepa þennan tiltekna kennara, en tók að myrða fólk af handahófi. Skólinn var stofnaður til þess að aðstoða innflytjendur frá Suð- ur-Kóreu að fóta sig í bandarísku samfélagi. - gb Myrti sjö í skotárás í skóla: Reiður vegna brottrekstrar HEILBRIGÐISMÁL Þrjátíu prósenta meiri líkur eru á að yngstu börnin í bekknum, einkum drengir, séu greind með ADHD, athyglisbrest og ofvirkni, heldur en bekkjarfélagar þeirra sem eru 11 mánuðum eldri. Þetta eru niðurstöður nýrrar kanadískrar rannsóknar sem tók til 940.000 skólabarna á aldr- inum sex til 12 ára, sem greint er frá á vef danska blaðsins Poli- tiken. Vísindamennirnir telja að í vissum tilfellum séu yngstu börnin greind með ADHD ein- faldlega vegna þess að þau eru ekki jafnþroskuð og þau eldri. Þau fái þess vegna meðferð sem þau þurfi ekki. - ibs Kanadísk rannsókn: Heilbrigð börn ranglega sögð með ADHD Sorgarstund Sjö manns féllu í skotárás í háskóla í Kaliforníu í fyrradag. Þetta er náttúrlega allt í útboði hjá okkur og í föstum tölum. LÁRUS KRISTINN JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HREINSITÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.