Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 58
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR42 lifsstill@frettabladid.is 42 Þorsteinn Blær stílisti hefur vakið eftirtekt fyrir litríkan klæðaburð sinn og nú síðast fangaði hann athygli ljósmyndara vefsíð- unnar Fashionista.com sem birti mynd og viðtal við stíl- istann á síðu sinni. Fashion- ista.com er ein af vinsælli tískuvefsíðum heims og því ætti litríkur klæðnaður Þor- steins að ná augum fjölda fólks. T´ÍSKA Þorsteinn Blær stílisti hefur oft vakið eftirtekt fyrir litríkan klæðaburð sinn og nú síðast fangaði hann athygli ljós- myndara vefsíðunnar Fash- ionista.com sem birti mynd og viðtal við stílistann á síðu sinni. Fashionista.com er ein af vin- sælli tískuvefsíðum heims og því ætti litríkur klæðnaður Þor- steins að ná augum fjölda fólks. Á vefsíðunni lýsir Þorsteinn klæðaburði sínum sem brjálæð- islegum og einstökum og segist hann hafa gaman af því að klæð- ast sterkum litum þegar veðrið er grámyglulegt. Inntur eftir því hvort hann eyði miklum tíma í fatapælingar áður en hann fer út úr húsi neitar Þor- steinn því. „Ég er löngu hættur að pæla í hverju ég eigi að vera þegar ég fer út, ég gríp bara eitt- hvað af fataslánni,“ segir Þor- steinn og bætir við að hann sé vanur augngotum frá ókunnug- um. „Fólk er gjarnt á að stoppa mig úti á götu og taka myndir, ég held það fylgi því að vera öðru- vísi á Íslandi. Ég er löngu orð- inn vanur þessu því ég hef verið svona litríkur alveg frá því ég var barn á Selfossi,“ útskýrir hann. Þorsteinn segir tískuáhug- ann nánast meðfæddan og að sem barn hafi hann harðneit- að að klæðast svörtum flíkum. „Þegar ég var lítill máttu sokk- arnir mínir ekki einu sinni vera svartir, ég fer í vont skap þegar ég klæðist svörtu. Ég hef haft áhuga á tísku alveg frá því ég man eftir mér og finnst til dæmis mjög gaman að breyta flíkum á ýmsan hátt. Ég kaupi stundum flík bara út af efninu og breyti kannski kjól í buxur.“ Þorsteinn er menntaður förð- unarfræðingur og hefur unnið lengi sem slíkur en undanfarið hefur hann snúið sér í auknum mæli að ljósmyndun og stíliser- ingu. Hann stefnir á tískutengt nám í nánustu framtíð og gæti vel hugsað sér að stunda fatahönnun- arnám við Central Saint Martins í London. „Sá skóli kveikir svo- lítið í mér og ég væri til í að læra fatahönnun eða ljósmyndun þar,“ segir Þorsteinn að lokum. - sm FER Í VONT SKAP Í SVÖRTU Götutískan á tískuvikunum vekur jafn mikla athygli og sýningar stóru tískuhúsanna og hefur götutískan eignast sínar eigin „stjörnur“ á borð við Hanneli Mustaparta, Önnu Dello Russo, Abby Lee, Miroslava Duma, Önyu Ziourova og Susie Bubble. Þorsteinn er aftur á móti kominn í hóp fólks á borð við Naomi Nevitt hjá Teen Vogue, Joanna Hillman hjá Harper’s Bazaar, Chelsea Tyler, söngkonu og dóttur Stevens Tyler, bloggarann Bryanboy, Dani Stahl hjá NYLON Magazine og bloggarann Elin King, en Fashion- ista hefur myndað þau öll vegna flotts fatastíls. GÖTUTÍSKAN VEKUR MEIRI ATHYGLI VEKUR ATHYGLI Þorsteinn Blær, förðunarfræðingur og stílisti, vakti athygli ljósmyndara Fashionista.com með litríkum klæða- burði sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MATUR Ekki er allur „hollur“ matur jafn hollur og ætla mætti ef marka má nýja rannsókn á vegum U.S. Department of Agriculture’s Economic Rese- arch Service. Þar kemur fram að mörg matvæli sem fyrirtæki markaðssetja sem holl eru það alls ekki. Meðal þess sem stofnunin telur til óhollustu eru orkustangir sem eru fullar af hitaeiningum og sykri og því alls ekki góðar þeim sem vilja grenna sig. Vítamín- bætt vatn þykir einnig óhollt og jafnvel hættulegtt þar sem sumir sem neyta vítamínbætts vatns eru einnig að taka vítamín í töfluformi og gætu því verið að neyta of mikið af ákveðnum víta- mínum. Fitusnautt hnetusmjör er þriðja varan sem stofnunin flokk- ar sem óholla. Hnetuolía er talin hollasti hluti hnetunnar og telst því slæmt að ræna hnetusmjörið þeirri hollu olíu. U.S. Department of Agricult- ure’s Economic Research Service mælir með því að neytendur fari ávallt eftir innihaldslýsingum matvæla í stað fitumagns. Laumuleg óhollusta TÆKNI Skurðlæknar við sjúkra- húsið Royal Infirmary í Manches- ter segjast vera þeir fyrstu í Bret- landi til að nota þrívíddargleraugu í skurðaðgerð. Gleraugun voru notuð þegar blöðruhálskirtillinn var fjarlægður úr 62 ára manni með aðstoð þrívíddartækni, sam- kvæmt frétt BBC. Sýnd var á háskerpuskjá þrívíddarmynd af vélarmi sem var notaður til að framkvæma skurðaðgerðina. Talsmaður sjúkrahússins segir að með þrívíddartækninni verði nákvæmnin enn meiri við skurð- aðgerðirnar sem verða gerðar þar í framtíðinni. Skurðaðgerð í þrívídd TÍSKA Tímaritið Time birti lista yfir hundrað áhifamestu ein- staklingana innan tískubransans frá árinu 1923, en það ár var Time fyrst gefið út. Listinn samanstendur meðal annars af fatahönnuðum, fyrirsætum, ljós- myndurum og ritstjórum. Fyrirsæturnar Gisele Bünd- chen og Naomi Campbell eru á meðal þeirra valdamestu og það kemur líklega fáum á óvart að ritstýran Anna Wintour skuli einnig prýða listann. Manolo Blahnik og Karl Lagerfeld eru á meðal valdamestu fatahönn- uðanna og Annie Leibovitz og Mario Testino eru í hópi áhrifa- mestu ljósmyndaranna. Valdamest í tískunni HOLLAR Hnetur þykja hollari með fitunni en án hennar. NORDICPHOTOS/GETTY ÁHRIFAMIKIL Naomi Campbell er á meðal hundrað valdamestu einstaklinga tískubransans. NORDICPHOTOS/GETTY Ingólfur Gissurarson lgf. Valhöll fasteignasala • Síðumúla 27 • Sími:588-4477. Op ið h ús í d ag kl . 1 8 – 19 Nýkomið nýlegt, vandað og frábærlega skipulagt einbýli á einni hæð ásamt tvöföldum rúmgóðum bílskúr, alls 190 fm á rólegum stað í lokaðri götu í Grafarvogi. 4 góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, kamína í stofu, parket, þvottaherbergi m. Bakinngangi, góðar innréttingar, stór suðvestur sólpallur, falleg ræktuð lóð. Mjög falleg eign. Gott verð 47,5 millj. Áhvílandi ÍLS 11,5 m. Bein ákveðin sala. Getur losnað í lok maí n.k. Opið hús miðvikudaginn 4 apríl milli kl. 18 og 19. Ingólfur Gissurarson lg.fs. sýnir S:896-5222. Stakkhamrar 10. Grafarvogi. Glæsilegt einbýli á einni hæð m. Tvöfldum bílskúr. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 EKKI DREKKA EINN Á DAG Samkvæmt rannsóknum geta líkur á krabbameini aukist um allt að 5 prósent drekki maður einn áfengan drykk á dag. Rannsóknirnar voru gerðar af háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi og háskól- anum í Mílanó en þar kemur fram að konur séu í sérstökum áhættuhópi. TÍSKA Enn dúkka upp sögur um leynimakkið er umkringdi brúð- arkjól Kate Middleton. Nýjasta sagan greinir frá því hvernig Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen, fór að því að panta efnið í kjólinn án þess að upp um hana kæmist. Línan sem McQueen sýndi í mars á síðasta ári innihélt mikið af kremlituð- um kjólum sem margir minntu á brúðarkjóla. „Hvítu kjól- arnir í línunni voru yfirhylming svo að hægt væri að panta efnið í brúðar- kjólinn án þess að það vekti eftirtekt,“ var haft eftir Hamish Bowles, blaðamanni Vogue. Leyndardóm- ar kjólsins LEYNDARDÓMAR Mikil leynd hvíldi yfir brúðarkjól Kate Middleton. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.