Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2012 Tiger Woods er sá yngsti sem hefur sigrað á Mastersmótinu og Jack Nicklaus er sá elsti. Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ● SÁ ELSTI OG SÁ YNGSTI Elsti maðurinn sem farið hefur með sigur á mótinu var Jack Nicklaus, en hann var 46 ára og 82 daga gam- all þegar hann fór með sigur af hólmi árið 1986. Yngsti sigurvegarinn frá upphafi er Tiger Woods, sem var 21 árs og 104 daga gamall þegar hann vann mótið í fyrsta sinn árið 1997. Yngsti þátttakandinn í Meistaramótinu frá upphafi er Matteo Manass- ero, sem var 16 ára og 356 daga gamall á mótinu árið 2010. Þá hefur Gary Player tekið oftast þátt í mótinu, eða alls 52 sinnum. Þá varð Kanadamaðurinn Mike Weir fyrsti örvhenti maðurinn til að bera sigur úr býtum á Meistaramótinu, árið 2003. Phil Mickelson er einnig örvhentur, en hann hefur þrívegis unnið keppnina, árin 2004, 2006 og 2010. Öðru hverju hefur um- ræðan um skort á kven- fólki í Augusta National- klúbbnum skotið upp kollinum. Fyrir níu árum gerði Martha Burke, formaður Al- þjóðasamtaka kvenna (NOW), alvarlegar at- hugasemdir við þá stað- reynd að kona hefði aldrei verið tekin inn í klúbbinn. Hún boðaði til mótmæla og náði að vekja máls á umræðunni, án teljanlegs árangurs þó. Í ár gæti þó farið að hitna undir kolunum í þessum efnum fyrir al- vöru. Ástæðan er að nýr forstjóri hjá IBM, Virginia M. Rometty, er kona. Í áranna rás hefur for- stjóra IBM-fyrirtæk- isins sjálfkrafa verið boðin aðild að Augusta- klúbbnum, en þeir hafa til þessa allir verið karl- kyns. Það er líka ólík- legt að þessi regla verði felld niður, þar sem IBM er einn af þremur stærstu styrktaraðilum Meistaramótsins. Sitjandi stjórnarfor- maður klúbbsins, Billy Payne, hefur enn ekki gefið frá sér yfir- lýsingu um hver ákvörðun stjórn- arinnar verður í þessu máli, en hefur lofað niður stöðu að Meist- aramótinu loknu. Payne sagðist ekki vilja skyggja á mótið sjálft með umræðunni. Fær kona loksins inngöngu í klúbbinn? Virginia „Ginni” Rometty Martin Kaymer vonast til þess að ná loksins tökum á Augusta-vellin- um en Þjóðverjinn hefur enn ekki náð að komast í gegnum niður- skurðinn á þessu móti. Kaymer er í sjötta sæti heimslistans og hefur sigrað á einu risamóti á ferlinum, PGA-meistaramótinu. Á æfinga- hring fyrir mótið í ár sló Kaymer „sýningarhögg“ á 16. braut þar sem hann lét boltann fleyta kell- ingar á leið sinni að flötinni. Högg- ið reyndist fullkomið og fór bolt- inn ofan í holuna – golf er jú ein- föld íþrótt. Það varð allt vitlaust á meðal áhorfenda við 16. flötina sem eru ávallt fjölmargir á æfinga- dögunum. Þetta högg skiptir hins vegar engu máli fyrir Kaymer sem var um tíma í efsta sæti heimslistans. Kaymer á ekki góðar minningar frá Augusta-vellinum enda aldrei komist í gegnum niðurskurðinn í þau fjögur skipti sem hann hefur tekið þátt. Hinn 27 ára gamli Kay- mer segir að hann sé bjartsýnn fyrir mótið í ár. „Mér líður betur og það er meira sjálfstraust til staðar. Ég þarf að finna leiðir til þess að koma boltanum í leik,“ sagði Kaymer í gær en boltaflug hans í teighöggunum hefur ekki átt vel við Augusta-völlinn. Hann lék tvo æfingahringi með landa sínum Bernhard Langer sem tvívegis hefur sigrað á Mastersmótinu. Kaymer í erfiðleikum með Augusta-völlinn Martin Kaymer hefur enn ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Masters. Heilsulindir í Reykjavík PÁSKASUND www.itr.is ı sími 411 5000 Afgreiðslutími um páska Annar í Páskum 9. apríl Páskadagur 8. apríl Laugardagur 7. apríl Föstud. langi 6. apríl Skírdagur 5. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19 kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18 kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.