Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 30
FÓLK| NÝ SENDING AF VORVÖRUM Allt fyrir fermingarnar og sumarfríið. Skipholti 29b • S. 551 0770 Margir leggja land undir fót þessa miklu ferðahelgi sem fram undan er. Hugsanlega eru einhverjir kattaeigendur í vandræðum með pössun. Í Kattholti er rekið hótel fyrir ketti þar sem hugsað er um þá meðan eigendur bregða sér af bæ. Á hótelinu fá kisurnar mat og góða umönnun, eftir því sem segir á vef Kattholts. Algengt er að kisur týnist fari þær með eigendum sínum í sveitaferð, til dæmis sumar- bústað. Betra er að hafa þær á öruggum stað ef enginn er heima til að annast þær. Fyrir þá sem langar að eign- ast kisu er hægt að heimsækja Kattholt. Þar eru alltaf nokkrar kisur sem bíða eftir góðu heimili. Á heimasíðu Katt- holts birtast einnig myndir af kisum sem hafa fundist og bíða eigenda sinna. þriggja hlaupaferða á döfinni hjá fyrir- tækinu í sumar. Hinar eru Original Mountain Marathon á Reykjanesi um miðjan maí og Parkrun undir maílok. „Í því fyrra sem er nýjung hérlendis fara tveggja manna lið 80 kílómetra á tveimur dögum og þurfa þátttakendur sjálfir að finna leiðina með áttavita. Parkrun er fimm kílómetra tímamælt hlaup sem fer hér fram í annað sinn, í Árbænum og er haldið víða um heim sama dag.“ Spurð hvort mikill áhugi sé á hlaupa- ferðum til Íslands, segir Jórunn að gosið í Eyjafjallajökli hafi orðið til þess að vekja meiri athygli á Íslandi meðal Breta. Þær Brynhildur hafi stofnað All Iceland Ltd. um svipað leyti og því nýtt tækifærið til kynna landið á þennan nýja hátt og um leið skapa fyrirtækinu sérstöðu á markaði. „Þeir urðu strax mjög spenntir fyrir því að hlaupa úti í hreinu lofti og fallegri náttúru. Svo er gengið líka hagstætt fyrir þá.“ All Iceland Ltd. hefur frá stofnun 2010 staðið fyrir alls kyns sérferðum til landsins, svo sem Norðurljósaferðum og ferðum fyrir vinnustaða-, vina- og gæsahópa sem Jórunn segir hafa gefist vel. „Ljóst er að mörg sóknarfæri leyn- ast í þessari tegund af ferðamennsku. Nú er á döfinni hjá okkur að opna systurfyrirtæki í Bandaríkjunum og hver veit nema fleiri lönd fylgi.“ ■ rve ATHAFNAKONUR Brynhildur Sverrisdóttir og Jórunn Jónsdóttir reka ferðaskrifstofuna All Iceland Ltd. í London. Fyrirtækið er það eina á Englandi sem skipuleggur ferðir til Íslands eingöngu. ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU SVIPAÐ SAHARA- HLAUPI Jórunn líkir Fire and Ice Ultra Ísland við Saharaeyðimerkur- hlaupið sem er 112 kílómetrar og tekur „aðeins“ fjóra daga að ljúka. NORDICPHOTOS/AFP Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Suðurnesjum, munu leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði 21. apríl. Í ferðinni verður bæði fræðst um kræklinginn og smakkað. „Við förum í fjörurnar við Fossá og Brynjudal og segjum frá líf- ríkinu á leirunum en þarna er meiri kræklingur en víðast hvar á landinu,“ segir Gísli. „Við sýnum hvernig tína á krækling og hreinsa hann og munum matreiða hann í lok ferðar svo fólk geti smakkað. Það þarf ekkert tilstand, ekki einu sinni hnífapör. Kræklingur er bestur soðinn í eigin vatni og svo notar maður skelina til að borða innihaldið.“ Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, klukkan 10.30. þar sem sameinast verður í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Þátttaka er ókeypis. Nánar á www.fi.is KRÆKLINGAFERÐ Í HVALFJÖRÐINN KRÆKLINGUR Í ferðinni verður fræðst um kræk- linginn og hann smakkaður. HÓTEL FYRIR KISURSJÓNVARPFRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐÚTVARP - oft á dag ÞÚSUNDIR MYNDBANDA Skemmtilegir þættir á BBC Lifestyle FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.