Fréttablaðið - 04.04.2012, Page 33

Fréttablaðið - 04.04.2012, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2012 Tiger Woods er sá yngsti sem hefur sigrað á Mastersmótinu og Jack Nicklaus er sá elsti. Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ● SÁ ELSTI OG SÁ YNGSTI Elsti maðurinn sem farið hefur með sigur á mótinu var Jack Nicklaus, en hann var 46 ára og 82 daga gam- all þegar hann fór með sigur af hólmi árið 1986. Yngsti sigurvegarinn frá upphafi er Tiger Woods, sem var 21 árs og 104 daga gamall þegar hann vann mótið í fyrsta sinn árið 1997. Yngsti þátttakandinn í Meistaramótinu frá upphafi er Matteo Manass- ero, sem var 16 ára og 356 daga gamall á mótinu árið 2010. Þá hefur Gary Player tekið oftast þátt í mótinu, eða alls 52 sinnum. Þá varð Kanadamaðurinn Mike Weir fyrsti örvhenti maðurinn til að bera sigur úr býtum á Meistaramótinu, árið 2003. Phil Mickelson er einnig örvhentur, en hann hefur þrívegis unnið keppnina, árin 2004, 2006 og 2010. Öðru hverju hefur um- ræðan um skort á kven- fólki í Augusta National- klúbbnum skotið upp kollinum. Fyrir níu árum gerði Martha Burke, formaður Al- þjóðasamtaka kvenna (NOW), alvarlegar at- hugasemdir við þá stað- reynd að kona hefði aldrei verið tekin inn í klúbbinn. Hún boðaði til mótmæla og náði að vekja máls á umræðunni, án teljanlegs árangurs þó. Í ár gæti þó farið að hitna undir kolunum í þessum efnum fyrir al- vöru. Ástæðan er að nýr forstjóri hjá IBM, Virginia M. Rometty, er kona. Í áranna rás hefur for- stjóra IBM-fyrirtæk- isins sjálfkrafa verið boðin aðild að Augusta- klúbbnum, en þeir hafa til þessa allir verið karl- kyns. Það er líka ólík- legt að þessi regla verði felld niður, þar sem IBM er einn af þremur stærstu styrktaraðilum Meistaramótsins. Sitjandi stjórnarfor- maður klúbbsins, Billy Payne, hefur enn ekki gefið frá sér yfir- lýsingu um hver ákvörðun stjórn- arinnar verður í þessu máli, en hefur lofað niður stöðu að Meist- aramótinu loknu. Payne sagðist ekki vilja skyggja á mótið sjálft með umræðunni. Fær kona loksins inngöngu í klúbbinn? Virginia „Ginni” Rometty Martin Kaymer vonast til þess að ná loksins tökum á Augusta-vellin- um en Þjóðverjinn hefur enn ekki náð að komast í gegnum niður- skurðinn á þessu móti. Kaymer er í sjötta sæti heimslistans og hefur sigrað á einu risamóti á ferlinum, PGA-meistaramótinu. Á æfinga- hring fyrir mótið í ár sló Kaymer „sýningarhögg“ á 16. braut þar sem hann lét boltann fleyta kell- ingar á leið sinni að flötinni. Högg- ið reyndist fullkomið og fór bolt- inn ofan í holuna – golf er jú ein- föld íþrótt. Það varð allt vitlaust á meðal áhorfenda við 16. flötina sem eru ávallt fjölmargir á æfinga- dögunum. Þetta högg skiptir hins vegar engu máli fyrir Kaymer sem var um tíma í efsta sæti heimslistans. Kaymer á ekki góðar minningar frá Augusta-vellinum enda aldrei komist í gegnum niðurskurðinn í þau fjögur skipti sem hann hefur tekið þátt. Hinn 27 ára gamli Kay- mer segir að hann sé bjartsýnn fyrir mótið í ár. „Mér líður betur og það er meira sjálfstraust til staðar. Ég þarf að finna leiðir til þess að koma boltanum í leik,“ sagði Kaymer í gær en boltaflug hans í teighöggunum hefur ekki átt vel við Augusta-völlinn. Hann lék tvo æfingahringi með landa sínum Bernhard Langer sem tvívegis hefur sigrað á Mastersmótinu. Kaymer í erfiðleikum með Augusta-völlinn Martin Kaymer hefur enn ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Masters. Heilsulindir í Reykjavík PÁSKASUND www.itr.is ı sími 411 5000 Afgreiðslutími um páska Annar í Páskum 9. apríl Páskadagur 8. apríl Laugardagur 7. apríl Föstud. langi 6. apríl Skírdagur 5. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19 kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18 kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.