Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 8
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR8
Námskeið með Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni
Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5. Verð: 7.900 kr.
Skráning: annarosa@annarosa.is eða í síma 662 8328.
Á námskeiðinu fjallar Anna Rósa um algengar
lækningajurtir sem notaðar eru í smyrsl.
Sýnikennsla verður á staðnum,
námsgögn og uppskrift fylgja
og allir fá smyrsl með sér heim.
Bókin „Anna Rósa grasalæknir
og íslenskar lækningajurtir“
með 20% afslætti fyrir
nemendur á námskeiðinu.
stjórnmálaflokks í könnun Frétta-
blaðsins. Könnunin var gerð
dagana 11. og 12. apríl.
Stuðningur við Sjálfstæðis-
flokkinn eykst verulega milli
kannanna. Í könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2 sem gerð
var fyrri hluta febrúar mældist
flokkurinn með 35 prósent
atkvæða. Aukning á fylgi flokks-
ins er enn meiri sé litið til kjör-
fylgis hans í síðustu kosningum.
Þá fékk flokkurinn 23,7 prósent
atkvæða. Samkvæmt könnuninni
hefur stuðningur við flokkinn
aukist um nærri 19 prósentustig
frá kosningunum 2009.
Fengi Sjálfstæðisflokkurinn
stuðning 42,6 prósenta kjósenda
í kosningum myndi það skila
flokknum 29 þingsætum. Það er
næstum tvöföldun á þingstyrk
flokksins, sem er með 16 þing-
menn í dag.
Samfylkingin bætir örlítið við
fylgi sitt frá síðustu könnun, en
er engu að síður með innan við
helming af þeim stuðningi sem
flokkurinn fékk í síðustu kosn-
ingum. Um 14,8 prósent segjast
myndu kjósa flokkinn yrði gengið
til kosninga nú. Í könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2 í febrúar
mældist fylgið 12,3 prósent.
Flokkurinn fékk 29,8 prósent
atkvæða í síðustu kosningum.
Þingstyrkur stjórnar helmingaður
Samfylkingin fengi samkvæmt
þessari niðurstöðu tíu þingmenn
kjörna, helming þeirra 20 sem
flokkurinn er með í dag.
Framsóknarflokkurinn er nú
svipaður að stærð og Sam fylkingin,
en nýtur þrátt fyrir það ekki jafn
afgerandi fylgis aukningar og Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Um 14,6 prósent segjast myndu
kjósa flokkinn nú, svipað hlut-
fall og í síðustu kosningum
þegar flokkurinn fékk 14,8 pró-
sent atkvæða. Í síðustu könnun
mældist Framsóknarflokkurinn
með 12,5 prósenta stuðning og
aukningin um tvö prósentustig.
Þessi stuðningur myndi skila
flokknum níu þingmönnum, einum
færri en hann er með í dag.
Vinstri grænir eru hvergi
nærri því að ná kjörfylgi sínu,
og mælast aðeins með stuðning
8,6 prósenta kjósenda. Það er ör-
lítil aukning frá síðustu könnun,
þegar stuðningurinn mældist 8
prósent, en aukningin er innan
skekkju marka. Flokkurinn fékk
21,7 prósenta stuðning í síðustu
kosningum, og hefur fylgið því
dalað um 13,1 prósentustig.
Vinsti grænir fengju samkvæmt
þessu helming þess þingstyrks
sem þeir eru með í dag, eða sex
þingmenn kjörna.
Ný framboð ná átta á þing
Tvö ný framboð myndu ná
mönnum á þing yrðu niður-
stöður þingkosninga í samræmi
við könnun Fréttablaðsins. Alls
sögðust 7,2 prósent styðja Bjarta
framtíð, sem er aukning um 1,1
prósentustig frá síðustu könnun.
Flokkurinn fengi samkvæmt því
fjóra þingmenn.
Stuðningur við Samstöðu
hrynur frá síðustu könnun. Þá
mældist flokkurinn með 21,3
prósenta fylgi, en aðeins 6 pró-
sent segjast myndu kjósa flokkinn
nú. Það fylgi myndi duga til að ná
fjórum mönnum á þing.
Önnur framboð virðast ekki
hafa náð hylli kjósenda. Hægri-
grænir fengju atkvæði 2,3 pró-
senta kjósenda samkvæmt
könnuninni. Dögun, sameigin-
legt framboð Hreyfingarinnar,
Borgara hreyfingarinnar, Frjáls-
lyndra og fleiri, nýtur stuðnings
2,1 prósents kjósenda. Minnstur
mælist stuðningur við Lýðfrelsis-
flokkinn, um 0,9 prósent.
Nýju framboðin njóta saman-
lagt talsverðrar hylli meðal
almennings, og fengju samtals
18,5 prósent atkvæða. Vegna þess
hversu atkvæðin dreifast á marga
flokka myndu þau skila þeim hlut-
fallslega fáum þingmönnum miðað
við atkvæðamagn.
Margir enn óákveðnir
Enn er talsverður hluti kjósenda
sem ekki gefur upp afstöðu til
stjórnmálaflokka. Um tíu prósent
þeirra sem hringt var í sögðust
ekki hafa gert upp hug sinn. Um
sextán prósent sögðust ekki ætla
að kjósa, eða ætla að skila auðu.
Um 20 prósent vildu ekki svara
spurningunni.
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Könnun á fylgi stjórnmálaflokka
Eini möguleikinn til að
mynda ríkisstjórn án þátt-
töku Sjálfstæðisflokksins er
ríkisstjórn allra hinna flokk-
anna fimm sem ná sæti á
Alþingi samkvæmt skoðana-
könnun Frétta blaðsins. Ný
framboð ná samtals átta
þingmönnum, en hátt hlut-
fall kjósenda á enn eftir að
gera upp hug sinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt
við sig verulegu fylgi síðustu
mánuði samkvæmt skoðana-
könnun Fréttablaðsins sem gerð
var í vikunni. Nær óhugsandi
væri að mynda starfhæfa ríkis-
stjórn án aðkomu flokksins yrðu
niðurstöður kosninga í takt við
útkomu skoðanakönnunarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
samkvæmt könnuninni 29 þing-
menn, og þyrftu allir hinir
flokkarnir fimm sem ná inn
mönnum að mynda ríkisstjórn
saman til að flokkurinn komist
ekki í ríkisstjórn. Sá meirihluti
væri þrátt fyrir aðild fimm flokka
fremur veikur, með aðeins 34
þingmenn af 63.
Enn er þó hátt hlutfall kjósenda
sem ýmist hefur ekki gert upp
hug sinn, eða vill ekki gefa upp
hvaða flokkur yrði fyrir valinu
þegar í kjörklefann er komið. Alls
tóku um 54 prósent þeirra sem
haft var samband við afstöðu til
einhvers stjórnmálaflokks.
Svo lágt svarhlutfall þýðir að
taka verður niðurstöðu könnun-
arinnar með ákveðnum fyrir-
vara, þó hún gefi góða hugmynd
um hvernig afstaða kjósenda til
flokkanna er um þessar mundir.
Almennt hefur lágt svarhlutfall
í könnunum verið tengt óánægju
kjósenda með þá stjórnmála-
flokka sem í boði eru, og með
stjórnmálin almennt. Svarhlut-
fallið í könnun Fréttablaðsins
er þó talsvert hærra en skömmu
eftir hrun, þó það nái ekki þeim
65 prósentum sem algengt var
fyrir hrun.
Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn
Stuðningur við stóru flokkana
fjóra; Sjálfstæðisflokk, Fram-
sóknarflokk, Samfylkingu og
Vinstri græna, hefur í öllum til-
vikum aukist frá síðustu könnun,
þó mismikið sé. Þetta skýrist að
hluta með fylgistapi Samstöðu,
flokks Lilju Mósesdóttur, frá
síðustu könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú
stuðnings 42,6 prósenta þeirra
sem afstöðu taka til einhvers
Varla meirihluti án Sjálfstæðisflokksins
Hringt var í 800 manns 11. og
12. apríl. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr þjóðskrá.
Svarendur skiptust jafnt eftir kyni,
og hlutfallslega eftir búsetu og
aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir
þú kjósa ef gengið yrði til kosninga
í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt:
Hvaða flokk er líklegast að þú
myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar
var að lokum spurt: Er líklegra að
þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn eða einhvern annan flokk? Alls
tóku 53,9 prósent afstöðu.
Spurt er með þessum hætti
til að hámarka fjölda þeirra sem
tekur afstöðu til spurningarinnar.
Aðferðafræðin er þróuð af sér-
fræðingum Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands. Síðasta spurn-
ingin er hönnuð af þeim til að
draga úr mældu fylgi Sjálfstæðis-
flokksins, sem hefur sögulega
yfirleitt mælst með meiri stuðning
í skoðanakönnunum en hann fær
í kosningum.
Aðferðafræðin
Afstaða allra
Við útreikning á niðurstöðum
skoðana kannana er almennt litið
til þeirra sem afstöðu taka, og
reiknað með því að þeir sem ekki
taki afstöðu dreifist með svipuðum
hætti á flokkana þegar í kjörklefann
er komið. Hér að neðan má sjá niður-
stöður könnunarinnar áður en þessari
aðferðafræði hefur verið beitt.
Framsóknarflokkurinn 7,9%
Björt Framtíð 3,9%
Samstaða 3,2%
Sjálfstæðisflokkurinn 22,9%
Dögun 1,1%
Hægri-grænir 1,2%
Lýðfrelsisflokkurinn 0,5%
Samfylkingin 8,0%
Vinstri græn 4,6%
Annar flokkur 0,5%
Kýs ekki/skila auðu 15,6%
Óákveðin(n) 10,3%
Svara ekki 20,2%
Heldur fleiri taka afstöðu til flokka
Hlutfall þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka í könnun Fréttablaðsins
Fylgi stjórnmálaflokkanna
þeirra sem þátt
tóku í skoð-
anakönnun
Fréttablaðsins tóku afstöðu til
einhvers stjórnmálaflokks.
54%
Kosningar
25.4.
2009
28.7.
2009
15.10.
2009
7.1.
2010
18.3.
2010
23.9.
2010
19.1.
2011
24.2.
2011
5.-6.4.
2011
8.9.
2011
7. og
8.12.2011
8. og 9.2.
2012
11. og
12.4.
2012
50
40
30
20
10
0
Samstaða
Björt framtíð
Lýðveldisflokkurinn 0,9%
Hægri-grænir 2,3% Dögun 2,1%
14,6%
7,2%
6,0%
42,6%
14,8%
8,6%
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 11. OG 12. APRÍL
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 11. OG 12. APRÍL
28
.7
.2
00
9
15
.1
0.
20
09
7.1
.2
01
0
18
.3
.2
01
0
23
.9
.2
01
0
19
.1
.2
01
1
24
.2
.2
01
1
8.
9.
20
11
7.
o
g
8.
12
.2
01
1
8.
o
g
9.
2.
20
12
11
. o
g
12
.4
.2
01
2
70
60
50
40