Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 16

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 16
16 14. apríl 2012 LAUGARDAGUR Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milli- veginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðis- lánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskrifta- sjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu: ■ Heildartekjur heimilis eru 700.000 kr. í þessu dæmi. ■ Öll lán eru jafngreiðslulán og höfuðstóll lækkar við hver mánaða mót. ■ Lán gætu boðið upp á endur- skoðun á 5 ára fresti v/ breyti- legrar greiðslugetu heimilis. ■ Lengri lánagreiðslur eru sam- bærilegar og leigutekjur. ■ Sjóðurinn verður kominn í hagnað á níunda ári eða fyrr, miðað við núverandi verð bólgu- markmið 2,5%. Í þessum tillögum Hægri grænna, flokks fólksins, töldum við eðlilegt að miða við lengsta flokkinn RIKB 31, sem eru lengstu óverðtryggðu ríkis- skuldabréfin til 31 árs, en vextir á honum eru um +/- 7,40% plús 0,25% álag fyrir rekstrar kostnað sjóðsins. Þessi viðmiðunar- flokkur er notaður á allar tíma- lengdir er leyfa uppgreiðslu gegn gjaldi. Einnig mætti nota lægri vexti fyrir þá sem þurfa félags- lega aðstoð, en ef aðilar ákveða að greiða upp lánið í félagslega kerfinu og eignast íbúðina að lokum þá sé greitt sérstakt álag sem er þá endurgreiðsla til ríkis- ins fyrir að stoðina. Kaupverð bréfanna til fjármála- stofnana verður meðalverð síðustu 200 söludaga á markaði á öllum flokkum. Til þess að geta komið þessu í kring verður að leyfa með lögum uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána og uppgreiðslugjald verður að afnema hjá bönkunum. Einnig verður að fella niður stimpil gjöld á þessum eignatil- færslum. Taka skal fram að fjár- málastofnanir tapa ekki á þessum viðskiptum, en reiðuféð sem þær fá inn verður lagt inn í Seðlabanka Íslands. Lítil hætta er á að verð- bólga aukist þar sem flutningi fjármagns verður beint til fjár- málastofnana, en lán takendur sitja eftir með lægri, lengri, við- ráðanlegri og óverðtryggð hús- næðislán. Auknu peningamagni í umferð verður stýrt með aukinni bindiskyldu lánastofna, eða eins og þarf til, til þess að fjármála- kerfið sé í jafnvægi. Í framhaldinu verður síðan þess- um nýju óverðtryggðu húsnæðis- lánum pakkað inn með verðbréf- un (e. securitization) og seld aftur til lánastofnana þ.e. lífeyris sjóða, banka, tryggingarfélaga og ann- arra fjárfesta. Lánið frá Seðla- banka Íslands til Afskriftasjóðs verðtryggðra húsnæðislána yrði verðtryggt og bæri 0,01% fasta vexti, en verðtryggingin á þessu magnbundna íhlutunarláni til sjóðsins hefur þann hvata fyrir ríkið að halda verðbólgu niðri, og þar með er ríkinu veitt nauð- synlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Tekjur sjóðsins eru vaxta mis- munurinn 7,64%, en til þess að afla Afskriftasjóði verðtryggðra hús- næðislána frekari tekna í byrjun fengi sjóðurinn greiðslur í gegnum fjármagnsfærslugjald. Ganga hug- myndir flokksins út á að taka hóf- legt gjald af fjármagnsfærslum lögaðila, eins og á kaupum á hluta- bréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að gjaldið sé 0,33% af hverjum viðskiptum með hluta- bréf og skuldabréf en 0,033% á afleiðuviðskiptum. 3% fjármagns- færslugjald yrði sett á gjaldeyris- viðskipti. Það er sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bera mesta ábyrgð á vandanum sem myndaðist við hrunið tækju þannig þátt í að leysa hann. Bónusinn er sá að fjármagnsfærslugjaldið dregur einnig úr áhættusækni lög- aðila og áhættusömum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Á Íslandi endurspegla greiðslu- áætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að fjármála stofnanir hafi raskað hegðun neytenda með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verð trygging húsnæðis- lána stangast á við grundvallar- reglur evrópskra neytendalaga sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samnings- aðila neytanda í óhag. Bandaríska leiðin er heillavæn legust til þess að leiðrétta það óréttlæti sem mögu- lega ólögleg verðtryggð húsnæðis- lán hafa kostað íslensk heimili og almenning í landinu. Þar sem þessi leið hefur virkað mjög vel í Banda- ríkjunum er ekki annars að vænta en að hún geri það einnig á Íslandi, með tilheyrandi hagvexti og betri lífsskilyrðum almennings sem mundu myndast í kjölfarið. Stöðug- leiki í efnahagstjórn er takmarkið og hallalaus fjárlög nauðsynleg. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármála- stofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Van þekking og afneitun á lögum l eysir engan undan ábyrgð. Við megum heldur ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim vænt- ingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahags lífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Ef þessar hug myndir mínar ganga eftir, fá íslenskar fjölskyldur langþráð fjármála- öryggi sem þeim ber og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórn- sýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Kynslóðasátt - Leiðréttingar sjóður verðtryggðra húsnæðislána Steinar Berg, ferðaþjónustu-bóndi að Fossatúni, ritaði grein í Fréttablaðið þann 12. apríl sl. undir yfirskriftinni niðurgreidd ferða- þjónusta. Grein Steinars er ein- hvers konar ákall til stéttarfélaga um að hætta kaupum á Útilegu- kortinu til sinna félagsmanna. Í grein Steinars kemur fram mis- skilningur sem við teljum nauðsyn- legt að leiðrétta. Steinar fullyrðir að á fimmta tug tjaldsvæða séu á kortinu og flest þeirra á vegum sveitarfélaga sem niðurgreiða reksturinn. Í Úti- legukortinu eru 44 tjaldsvæði sem korthafar hafa nær ótakmarkaðan aðgang að, þar af eru 67% tjald- svæðanna í rekstri einkaaðila rétt eins og Steinars. Algengt er að sveitarfélög bjóði út rekstur tjald- svæða, og þó svo að tjaldsvæði beri heiti sveitarfélagsins þýðir það ekki að sveitarfélagið sjái um rekstur þess. Það má einnig benda á að af máli Steinars má skilja að tjald- svæði sem rekin eru af sveitarfé- lögum séu ekki uppbyggð af sama metnaði og helstu tjaldsvæði lands- ins, sem byggð hafa verið upp und- anfarin ár, eins og þau tjaldsvæði sem eru í Útilegukortinu séu ekki ein af helstu tjaldsvæðum landsins. Útilegukortið hefur á að skipa fjölbreyttum tjaldsvæðum og eru flest þeirra vel samkeppnisfær við annars mjög glæsilegt tjald- svæði sem Steinar hefur byggt upp í Fossatúni. Steinar fullyrðir að margir kaup- endur Útilegukortsins séu erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks og að þessir aðilar kaupi t.d. 20 kort sem þeir nota fyrir hópinn. Að loknu ferðalagi séu sömu kortin notuð aftur fyrir næsta hóp. Þannig séu kortin misnotuð aftur og aftur. Við höfum því miður engin stað- fest dæmi um slíka misnotkun sem Steinar bendir á, en viljum taka fram að hvert kort er merkt með nafni eiganda kortsins, sem eigandi á að framvísa með skilríkjum við komu á tjaldsvæði. Með þessu á að vera komið í veg fyrir slíka mis- notkun. Ef einhverjum tekst að mis- nota kortið þá liggur tjónið hjá Úti- legukortinu en ekki Steinari Berg. Síðan Útilegukortið kom fyrst út árið 2007 hafa stéttarfélög í aukn- um mæli boðið kortið til félags- manna sinna rétt eins og stéttar- félög niðurgreiða ferðakostnað og leigja út sumarbústaði til félags- manna sinna. Leiga sumarbústaða er í þessu sambandi einnig niður- greidd af stéttarfélögum. Það er því fullkomlega eðlilegt að stéttarfélög komi til móts við þann stóra hóp Íslendinga sem ferðast vill innan- lands og gista á tjaldsvæðum. Að lokum viljum við benda á að Útilegukortið gefur fleiri kost á að ferðast á ódýran og hag kvæman hátt um landið og er það mark- mið Útilegukortsins að bæta ávallt þjónustuna við viðskiptavini sína. Vinsældir Útilegukortsins hafa verið miklar sem endurspeglast í auknum fjölda tjaldsvæða sem óskar eftir að vera þátttakendur í Útilegukortinu og komast færri að en vilja. Við viljum einnig nota tækifærið og bjóða Steinari að koma til viðræðna við okkur um að vera með þeirri stóru ferðafjöl- skyldu sem Útilegukortið er. Útilegukortið Tafla Höfuðstóll láns 20.000.000 | Mánaðarlegar heildartekjur heimilis 700.000 Vextir Líftími(ár) Afborgun á ári Vextir á ári Árlegar greiðslur Mánaðarlegar greiðslur Hlutfall af tekjum 7,65% 75 6.101 1.530.000 1.536.101 128.008 18% 7,65% 50 39.357 1.530.000 1.569.357 130.780 19% 7,65% 40 84.627 1.530.000 1.614.627 134.552 19% 7,65% 30 188.216 1.530.000 1.718.216 143.185 20% 7,65% 25 287.882 1.530.000 1.817.882 151.490 22% Fjármál Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Seinni grein Seðlabanki Íslands Óverðtryggð lán, 7,65% Verðtryggð lán - kaupir niðurfærðu verði Afskriftasjóður verðtryggðra fasteignalána Greiðsla fyrir verðtryggð lán Full greiðsla 0,01% verð- tryggðir vextir. 7,65% fastir vextir. Seðlabanki lánar afskriftarsjóði Núverandi eigendur skuldabréfa Skipt á bréfum Vaxtagreiðslur Seðlabanki Íslands Afskriftarsjóður hagnast ef verðbólgan helst lág. Óverðtryggð lán, fastir vextir 7,65% Ferðaþjónusta Arnar Barðdal stjórnarformaður Útilegukortsins SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótel- verkefni í miðborginni KONTAKT fyrirtækjaráðgjöf hefur verið falið að annast sölu á glæsilegu húsnæði á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur sem hentar mjög vel sem 100 herbergja hótel en gæti einnig komið vel út sem hostel með mun fleiri gistirýmum. Húsnæðið er laust til afhendingar og tilbúið til innréttinga. Endanleg hönnun og útfærsla yrði í höndum kaupanda. Spennandi verkefni fyrir fjárfesta, verktaka eða aðila í ferðaþjónustu. H a u ku r 0 4 .1 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.