Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 24
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR24 É g sá auglýst námskeið í sjónvarpsþáttagerð hjá Fjölmennt og ákvað að fara á það. Svo þróað- ist það í þetta verk- efni,“ byrjar Skúli Steinar þegar forvitnast er um aðkomu hans að þáttunum Með okkar augum sem sýndir voru í Sjónvarpinu í fyrrasumar. Hann kveðst aðallega hafa verið kring- um upptökurnar. „Við skiptumst á um að vera á myndavélunum og hljóðvélunum og svo fékk ég stundum að vera spyrjandi. Ég gaf líka nokkrum sinnum hugmyndir fyrir næsta þátt og undirbjó þær en Elín Sveinsdóttir skrifaði hand- ritin og stjórnaði upptökunum. Ég átti til dæmis hugmyndina að því að taka viðtal við hljómsveitina Diktu í æfingarhúsnæðinu og líka hugmyndina að því að hitta sendi- herrana sjö. Við undirbjuggum okkur vel fyrir hverja upptöku. Þegar við komum á staðinn voru settir upp hljóðnemar og tæki og síðan þurfti að endurtaka upptök- urnar ef eitthvað mistókst og það var ekki hætt fyrr en allir voru ánægðir. Við ákváðum að hafa þetta fína þætti og sýna fólki að fatlaðir geta ýmislegt eins og ófatlaðir og hafa áhuga á mörgu í samfélaginu.“ Skemmtilegast þótti Skúla Steinari að fylgjast með öllu við upptökurnar, að skoða löggu stöðina og taka viðtöl þar, en líka að fara út að borða „og bara vera í félags- skapnum,“ eins og hann orðar það. Spurður hvort gott samkomulag hefði verið innan hópsins svarar hann: „Við Andri Freyr höfum þekkst alla okkar tíð. Ég var með honum í skóla og við fylgdumst að í diplómanámi í háskólanum. Ég þekkti ekki alla hina fyrir en við urðum góðir kunningjar. Samt höfum við ekki haldið miklu sam- bandi eftir gerð þáttanna. Það er svo mikið að gera, bæði í vinnu og okkar áhugamálum. Og nú ætlum við að byrja að taka upp nýja þátta- röð Með okkar augum 1. maí og gera sex þætti eins og í fyrra.“ Skúli Steinar er 25 ára. Hann á að baki glæstan feril sem sund- maður og keppti um árabil víða um lönd á sundmótum fatlaðra. Hann starfar núna á hjúkrunar heimilinu á Vífilsstöðum hálfan daginn, hefur nýlega lokið diplómanámi í Háskóla Íslands fyrir fólk með þroska- hömlun og er einn af sendi herrum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá situr hann í varastjórn Landssam takanna Þroskahjálpar og í stýrihópi um málefni fatlaðra í Garðabæ. Á ein- mitt að mæta á fund þar klukkan fimm daginn sem við talið er tekið. Strax eftir helgi flýgur hann svo til Brussel með hópi fólks sem ætlar að fræðast um stefnu Evrópusam- bandsins í málefnum fólks með þroskahömlun og þar verður tæki- færið nýtt til að kynna stöðu slíkra mála hér á landi. „Við ætlum að sýna brot úr þáttunum Með okkar augum og ég ætla að halda fyrir- lestur um þá á ensku. Ég er svona 30-40% góður í ensku en þarf að æfa mig betur,“ segir Skúli Steinar og brosir. Eins og sjá má hefur Skúli Steinar mörg járn í eldinum og upp- talning hans á áhugamálum er löng. Fötlun, sund, fótbolti, gæludýr, útlönd, kvikmyndir og félagsskapur með vinum. „Svo hef ég áhuga á því sem ég er að gera núna sem sendi- herra, það er að kynna réttindi fatlaðra á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og víðar. Fyrst þurfti ég að fara á námskeið til að læra um réttindin og kunna þau. Ég skrifa líka á tölvuna og hef áhuga á handritagerð. Ég bjó einu sinni til handrit að kvikmynd fyrir Fjöl- brautaskólann í Garðabæ og það var gerð stuttmynd eftir því. Mig langar að fara í kvikmyndaskóla í útlöndum, til dæmis í Danmörku eða Englandi og læra hvernig á að vera leikari eða leikstjóri.“ Að lokum er Skúli Steinar spurður hvort hann búist við að hafa rutt einhverjum fordómum úr vegi með framlagi sínu í þáttunum Með okkar augum. „Allir krakkar þurfa fyrirmyndir,“ svarar hann að bragði, „og það er frábært fyrir þá að sjá að fólk með þroska hömlun hefur ýmis tækifæri til að gera skemmtilega hluti, eins og svona þætti.” Það er frábært að fólk með þroskahömlun hefur tækifæri til að gera skemmtilega hluti, eins og svona þætti. Brot úr þáttunum sýnd í Brussel Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum sem gerðir voru af fólki með þroskahömlun, með stuðningi fagfólks, hlutu Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins 2012 í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Skúli Steinar Pétursson var meðal framleiðenda. Hann er ásamt fleirum á förum til Brussel að kynnast stefnu Evrópusambandsins í málefnum fatlaðra, með þættina í farteskinu. F ólk með þroskahömlun á fullt erindi inn í fjöl- miðla og jafn sterkur miðill og sjónvarp verður að sýna sam- félagið í sinni raun- verulegustu mynd,“ segir Elín Sveinsdóttir sem stjórnaði gerð þáttanna Með okkar augum. Hún segir forráðamenn Landssam- takanna Þroskahjálpar hafa haft frumkvæði að þáttunum haustið 2009, þeir hafi lengi haft á dagskrá að gera fólk með þroska hömlun sýnilegra í íslensku samfélagi. Margar leiðir hafi verið færar að því marki en fjölmiðlun hafði ekki verið reynd í því augnamiði áður. Elín svaraði góðfúslega nokkrum spurningum. Hvernig fannst þér að vinna að þessu verkefni? „Verkefnið hefur verið stærsta, en um leið óvenjulegasta og skemmtilegasta áskorunin í mínu starfi. Það kom sér vel fyrir mig að þekkja vel til málaflokksins, en ég ól upp mjög fjölfatlaða fósturdóttur sem veitti mér nýja sýn á lífið. Hún var nýlátin eftir erfið veikindi, aðeins 24 ára gömul, þegar ég tók þetta verkefni að mér og því fannst mér það eiginlega skylda mín að glæða það ríku lífi. Ég þekki alla fordómana og múrana sem fólk með þroskahömlun þarf að kljást við og öll þau lokuðu hólf sem þeim hafa lengi verið ætluð í sam- félaginu. Af þessum sökum þótti mér það ákveðin uppreisn æru að fá tækifæri til að opna þann áhuga- verða heim sem fólk með þroska- hömlun lifir og hrærist í og sýna almenningi hann.“ Var verkefnið erfiðara eða léttara en þú áttir von á? „Þetta var vissulega erfitt en þeir sem tóku þátt í því gáfu svo ríkulega af sér að maður kom stærri manneskja til baka að loknum hverjum vinnudegi. Það var mitt verk að laða fram sterkustu hliðar hvers og eins og það var vitaskuld þolinmæð- isverk, en einlægnin og heiðar- leikinn í hópnum skilaði því marg- falt til baka. Ég held ég geti fullyrt að ég hafi aldrei áður unnið með jafnþakklátu fólki; þakklátu fyrir að fá að vinna og vera virki- lega með í samfélaginu. Það varð strax mín önnur fjölskylda. Ég hef aldrei verið knúsuð og kysst jafn oft á ævinni og við vinnslu þessara þátta. Jafnvel þeir ein- staklingar sem voru hvað félags- lega lokaðastir áður en vinnsla þáttanna hófst hreinlega opnuðust á sinn persónulega máta þegar líða tók á – það eru stærri verðlaun en nokkur framleiðandi sjónvarps- þátta væntist á sinni starfsævi.“ Hvað þótti þér athyglisverðast við gerð þáttanna? „Einna skemmtilegast var að sjá mitt dagskrárgerðarfólk úti á akrinum að taka viðtöl við þá sem eru kallaðir heilbrigðir. Hjartað í mér tók stundum aukakipp þegar það datt niður á lykilspurningu og gjóaði um leið til mín auga, svo stolt og ánægt með framvindu viðtalsins. En hitt var merkilegt að finna fyrir varfærni margra sem við vildum taka viðtal við; sumir hræddust það að gera sig að fíflum með því að mæta í svona þátt en aðrir vönduðu sig langt umfram það sem þeir hefðu gert fyrir viðtöl í öðrum fjöl miðlum. Loks voru þeir sem neituðu ein- faldlega að taka þátt því það gæti skemmt fyrir ímynd fyrir- tækisins.“ Fleira sem kom á óvart? „Þrennt kom mér mest á óvart; hvað fólkið mitt óx í starfinu; hversu margir voru undrandi á því að það gæti staðið í þessum sporum – og að lokum hefur það slegið mig hversu erfiðlega hefur gengið að fjármagna nýja þátta- röð; það er eins og fyrirtæki, mörg hver, líti á styrk til þátta af þessu tagi sem ölmusu fremur en þann beinharða bissness sem fær þau til að styrkja aðra dagskrárgerð.“ Telur þú þættina hafa dregið úr fordómunum? „Svo sannarlega hafa þættirnir skipt máli. Þeir hafa ekki bara opnað augu margra fyrir nýrri breidd í samfélaginu heldur eru þeir á allra vörum og dagskrár- gerðarfólkið mitt er svo að segja orðið sjálfsagður partur af sjón- varpsfólkinu. Það þótti fullkom- lega eðlilegt að fá tvö úr hópnum sem kynna á síðustu Edduverð- launahátíð og svei mér ef þau fengu ekki sterkustu við brögðin utan úr sal. Þar fyrir utan eru þættirnir nú þegar margverð- launaðir; fengu m.a. Múrbrjót Þroskahjálpar, Hvatningarverð- laun ÖBÍ og síðast en ekki síst Samfélagsverðlaun Frétta blaðsins fyrir stuttu. Sjónvarp á ekki að vera við eina fjölina fellt heldur miðill þar sem allar raddir fái að heyrast. Við erum að byrja að vinna að nýrri sex þátta röð fyrir RÚV sem fer á dagskrá næsta sumar, vel að merkja á besta sýningartíma, strax að loknum fréttum, sem auð- vitað er enn ein viðurkenningin fyrir þennan þátt.“ Varð strax mín önnur fjölskylda SAMHENTUR HÓPUR Einar Þór Jónsson, Eiður Sigurðarson, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Elín Sveinsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Á myndina vantar Katrínu og Skúla Steinar. MYND/INGI R. INGASON. SKÚLI STEINAR PÉTURSSON „Nú ætlum við að byrja að taka upp nýja seríu af þáttunum Með okkar augum 1. maí og gera sex þætti eins og í fyrra,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.