Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 26
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR26 F orsetafram bjóðandinn Ástþór Magnússon er að bjóða sig fram til embættisins í þriðja sinn. Ástþór, sem ýmist er kenndur við Frið 2000, kreditkort eða Lýð- ræðishreyfinguna, hefur bæði verið gagnrýndur í fjölmiðlum og gagnrýnt þá á móti, síðan í fyrstu kosningarbaráttu sinni árið 1996. Hann segir ímynd sína hafa orðið fyrir hnjaski á síðustu áratugum og hann eigi nú fullt í fangi með að leiðrétta þann misskilning sem hann segir vera uppi um sig í umræðunni. Telur Ástþór sig hafa forskot á hina frambjóðendurna sem eru að bjóða sig fram í fyrsta sinn í ár? „Nei, ég held að ég hafi ekki forskot. Ég hef átt á brattann að sækja við að leiðrétta þá afskræm- ingu á minni ímynd sem búið er að setja fram. En ég sé ekki eftir því að hafa boðið mig fram áður því ég ætlast ekki til þess að uppskera eitthvað persónulegt út úr þessu. Þetta er hugsjón,“ segir Ástþór. Þrátt fyrir að hafa verið í sviðs- ljósinu í fjölda ára, telur Ástþór að íslenska þjóðin viti enn ekki fyrir hvað hann og hugsjónir hans standa. „Aftaka hefur átt sér stað í fjöl- miðlunum undanfarinn áratug. Og það skapar auðvitað viss vanda- mál að mín ímynd hefur verið afskræmd í því samhengi. Ég byrjaði í baráttunni fyrir 16 árum, þegar enginn var að tala um þær byltingakenndu hugmyndir sem ég var að setja fram. Ég vildi koma á beinu lýðræði og færa valdið til fólksins. Fulltrúalýðræði er barn síns tíma og því er nauðsynlegt að þróa þetta yfir á næsta stig þar sem fólkið í landinu tekur sjálft þátt í kosningum um málin,“ segir hann. Sá inn í framtíðina Ástþór telur að vegna skoðana sinna hafi þessi mikla andstaða myndast gegn honum í sam- félaginu. Í fyrstu kosningabaráttu sinni um Bessastaði árið 1996, árið eftir að hann stofnaði Frið 2000, hafði hann eytt heilu ári í að lesa sér til um alþjóðastjórnmál og lesið yfir 200 bækur um tengd málefni. „Fólk sá að þarna var kominn maður sem vildi umbylta kerfinu og veittist mismikið að mér. Þegar ég lýsti yfir framboðinu á Þing- völlum þá sagði ég að Ísland væri í greipunum á huldumönnum og að hér yrði efnahagslegt hrun ef ekki yrði gripið í taumana. Þá var búið að setja kvótakerfið á og verð- mætin farin að færast yfir á fárra hendur sem verður svo að þessu mikla hruni.“ En hvernig gat hann séð þetta fyrir svona snemma? „Ég stofnaði Frið 2000 eftir að ég fékk sýn í hugleiðslu þar sem ég sá inn í framtíðina. Því gat ég spáð fyrir öllu því sem gerðist. Ef það er farið í gegnum allt sem ég hef sagt í gegn m tíðina sést að það hefur allt ræst. Ég áttaði mig á því að það þurfti boðbera til að boða stefnumál Friðar 2000 á alþjóða- vettvangi til að hafa áhrif og ná fylgi,“ segir hann. Síðustu árin fyrir aldamótin heimsótti Ástþór reglulega New York og sótti fundi hjá Communications Committee for the United Nations. „Þar kynnti ég þá einstöku sögu þjóðarinnar að hafa aldrei rekið eigin hernað. Þetta var síðan til þess að haldinn var stofn fundur World Peace 2000 Network hjá Friðar háskóla Sam- einuðu þjóðanna. Töluverður áhugi skapaðist á Íslandi sem framtíðar- landi friðarstarfs. Þetta varð meðal annars til að friðarsúlan reis í Viðey en ég hitti og hafði áhrif á fólk sem ræddi um slíka hugmynd.“ Konurnar seinni að kveikja Svo virðist sem ungir karlmenn séu dyggustu stuðningsmenn Ást- þórs í kosningabaráttunni í ár. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi og það hafi gengið betur að safna undirskriftum en áður. Hann telur konur ekki eins til- búnar að styðja við sig þar sem hugmyndir hans séu svo róttækar. „Það hefur alltaf verið þannig að yngri karlmenn eru þeir sem hafa kveikt á því sem ég er að segja. Kannski vegna þess að það er svo róttækt. Konurnar eru seinni til að kveikja á þessu,“ segir hann. Seldi allt fyrir málstaðinn Líf Ástþórs hafði snúist um við- skipti þar til hann upplifði and- lega vakningu í hugleiðslunni árið 1994. „Ég var á kafi í þessu. Ég átti íbúð í London, hús í Norður- Englandi, íbúð á Spáni, þotu úti á flugvelli… lífið snerist um þetta og ég áttaði mig á því að ég var búinn að fá leið á því. Sá að þetta var ekki lífið. Eftir þessa skýru vitrun byrjaði ég að hugsa hvað ég gæti gert til að breyta þessu og eyddi öllum mínum tíma og peningum í hugsjónastarfið. Því ég er í þessu af hugsjón,“ segir hann. „ Spurningar um fjárhag minn koma alltaf upp og svarið er ósköp einfalt: Ég vinn eins og annað fólk, en er búinn að átta mig á því að maður tekur ekki peningana með sér í gröfina. Ég eyði þeim í þetta. Peningar fyrir mér eru bara kaldir og ég hef allt sem ég þarf. Ég hef stundum verið blankur en ég svelti aldrei. Ég treysti bara á guð og lukkuna í því. Ég held að þetta sé bara spurning um forgangsröðun í lífinu þegar maður er búinn að átta sig á því.“ Allt byggt á misskilningi Ástþór hefur verið handtekinn oftar en einu sinni, ákærður fyrir eignaspjöll og sýknaður. Hann hefur kært umfjallanir fjölmiðla til lögreglu, tekið myndir inn um glugga á ritstjórn DV og mætt í réttarsal ýmist í jólasveina- búningi eða útataður í tómatsósu. Hvernig á þjóðin að túlka þessa gjörninga manns sem vill verða forseti hennar? „Þetta hefur allt verið mjög mik- ill misskilningur. Það liggur saga að baki því að ég fór til dæmis í réttarsal í jólasveina búning, sem var samfélagsádeila. Ég hafði fengið mannúðarverðlaun grísku kirkjunnar fyrir að fara til Írak með nauðsynjar og flutt mjög veika stúlku til Hollands á sjúkra- hús. Þeir sögðu að mér hafði tekist að stöðva fyrirætlanir Clintons að ráðast á Írak á þessum tíma. Það að koma þarna með jóla- sveina, gjafir og lyf náði í fimm daga að vera aðalfréttaefnið á stöðvum Bandaríkjanna og náði gífurlegri umfjöllun um allan heim. Vegna þess að ég mætti með jólasveina inn í múslíma- land, sem er algjör þverstæða, og var viljandi gert því það var fréttnæmt. Ég hélt nokkra blaða- mannafundi, fór í samstarf við CNN þegar ákveðið var að flytja veiku stúlkuna til Hollands. Og í kjölfar ferðarinnar og þeirrar umfjöllunar sem hún fékk, reis upp mótmælaalda gegn Banda- ríkjamönnum og þeirra áætlunum um að ráðast á Írak, sem varð svo til þess að ég fékk allt bandaríska kerfið upp á móti mér. Svo ætla ég að fara aftur til Írak. Þegar ég er kominn út á Keflavíkur flugvöll með jóla- sveininn með mér og sit í vél Flugleiða sem var að fara í loftið, kemur lögreglan keyrandi inn á flug brautina með blikkandi ljós og stöðvar vélina. Þetta var eins og í bíómynd. Þeim hefði dugað að hringja inn til vélarinnar, en létu sér það ekki nægja. Utanríkis- ráðuneytið hafði bannað okkur að fara í loftið.“ Ástþór sendi út fjöldapóst sem tilgreindi andstöðu hans við því að flugvélar Icelandair væru notaðar í samhengi við Íraksstríðið. Hann segir að um þremur tímum eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi hann verið handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann dvaldi í um það bil viku. Hann mætti í jólasveinabúningi í héraðsdóm til að vekja athygli á því hversu vit- laus málsgögnin hafi verið. „Ég segi að skjölin séu svo vitlaus að þau eigi heima uppi á fjöllum með hinum jóla sveinunum,“ segir hann. „Þetta var þjóðfélags- leg ádeila þar sem bent var á að réttarkerfið var misnotað.“ Með því að mæta í hvítri skyrtu útataðri í tómatsósu vildi Ástþór benda á hvernig fórnarlömb Íraks- stríðsins litu út, stríðs sem íslenska ríkisstjórnin studdi. Sama dag og hann mætti fyrir dóm heyrði hann í fréttunum að um 4.000 óbreyttir borgarar hefðu fallið í loft árásum Bandaríkjamanna. Aðspurður gefur hann ekki mikið fyrir að hafa tekið myndir inn um glugga rit stjórnar DV. „Það var svar mitt við að ljós- myndari þeirra stökk út úr bifreið á götuljósum til að ljósmynda mig inn um bílrúðuna er ég var að aka frá sjúkrahúsi þar sem móðir mín lá fyrir dauðanum.“ Óviss með að upplifa breyting- arnar sjálfur Ástþór er með stórar hugmyndir fyrir íslensku þjóðina og forseta- embættið sjálft. „Ég vil breyta embættinu svo það verði leiðandi afl sem dreg- ur hingað nýja starfsemi í friðar- málum og lýðræðisþróun,“ segir hann. „Ég vil meðal annars nota Keflavíkurflugvöll fyrir að setur Friðarstofnunar SÞ, sem gæti skapað mörg hundruð störf. En ég hef aldrei reiknað með því að ég endilega sjái afraksturinn af þessu í mínu lífi. Þetta er fram- tíðarsýn sem ég tel mig vera eitt lítið hjól í að búa til.“ En er hann bjartsýnn? „Ég er bjartsýnn á að ég nái að virkja Bessastaði. En auðvitað verður maður svo að bíða og sjá hvað kemur upp úr kössunum.“ Ég stofnaði Frið 2000 eftir að ég fékk sýn í hugleiðslu þar sem ég sá inn í framtíðina. Því gat ég spáð fyrir öllu því sem gerðist. Ef það er farið í gegn um allt sem ég hef sagt í gegn um tíðina sést að það hefur allt ræst. Ímynd mín hefur verið afskræmd Baráttan um Bessastaði harðnar með hverjum deginum og Ástþór Magnússon hefur ákveðið að láta slag standa í þriðja sinn. Hann sagði Sunnu Valgerðardóttur frá afskræmingu ímyndar sinnar í fjölmiðlum, hugsjónum sínum og sýnum inn í framtíðina. MISSKILINN HUGSJÓNAMAÐUR Ástþór segist hafa átt á brattann að sækja í kosningabaráttunni í ár vegna afskræmingar á ímynd hans í fjölmiðlum. Hann segist almennt vera misskilinn og gjörðir hans í gegnum tíðina rangtúlkaðar. Ástþór finnur fyrir meiri stuðningi frá körlum en konum þar sem þeir séu yfirleitt tilbúnari til að móttaka róttækar hugmyndir sem hann hefur fram að færa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Forsetinn skal starfa sem hlutlaust sameiningartákn þjóðarinnar. ■ Forsetinn á að fá nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. ■ Á landinu skal rísa friðarháskóli og þróunarmiðstöð lýðræðis, friðar og mannréttinda. Einnig skal friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna boðin aðstaða á Keflavíkurvelli og forsetaembættið vinni markvisst að því að fá til Íslands tengda starfsemi. ■ Náttúruauðlindir skulu vera í eigu þjóðarinnar ■ VINNA MARKVISST Í ÞÁGU FRIÐAR Ástþór Magnússon Wium er fæddur árið 1953 og er giftur Natalíu Wium. Hann á eina dóttur úr fyrra hjónabandi, tvö barnabörn og annað á leiðinni. Ástþór er lærður ljósmyndari og hefur mest allt sitt líf starfað sjálfstætt. Á EINA DÓTTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.