Fréttablaðið - 14.04.2012, Síða 70
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR38
Okkar ástkæri
HÉÐINN HJARTARSON
Seljahlíð, Reykjavík,
lést 1. apríl. Útförin fer fram frá Seljakirkju
þriðjudaginn 17. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Héðinsdóttir
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐFINNS ÞORGEIRSSONAR
skipstjóra,
Brimhólabraut 8, Vestmannaeyjum,
sem lést fimmtudaginn 22. mars. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja
fyrir frábæra umönnun.
Valgerður Helga Eyjólfsdóttir
Jakobína Guðfinnsdóttir Kristmann Kristmannsson
Hafsteinn G. Guðfinnsson Hildur K. Oddgeirsdóttir
Sigurleif Guðfinnsdóttir
Guðfinna Guðfinnsdóttir Óðinn Haraldsson
Þorgeir Guðfinnsson Guðrún Þórey Ingólfsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Lilja Guðný Guðmundsdóttir Páll Emil Beck
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts
elskulegrar dóttur okkar, systur,
mágkonu og frænku,
BRYNJU SVANDÍSAR
KRISTJÁNSDÓTTUR
Þverholti 5, Vopnafirði,
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Magnússon Guðfinna Kristjánsdóttir
Magnús Kristjánsson Anna Dóra Halldórsdóttir
Signý Björk Kristjánsdóttir Höskuldur Haraldsson
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður minnar, tengdamóður og ömmu,
BIRNU ODDSDÓTTUR
meinatæknis,
áður til heimilis að Kleppsvegi 26.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða, Hlíðabæjar og Sinnum
heimaþjónustu. Einnig til ættingja og vina sem studdu hana í
veikindum hennar.
Sigríður Kristín Birnudóttir Ingvi Már Pálsson
Emilía, Karítas og Lovísa Ingvadætur
timamot@frettabladid.is
FRANSKI HEIMSPEKINGURINN SIMONE DE BEAUVOIR (1908-1986) lést á þessum degi.
„Enginn er hrokafyllri í garð kvenna, árásargjarnari eða fyllri fyrirlitningar, en karl-
maður sem hefur áhyggjur af karlmennsku sinni.“
Á þessum degi fyrir 20 árum vígði Markús
Örn Antonsson, þáverandi borgarstjóri,
Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Þegar ráðist
var í byggingu Ráðhússins höfðu umræður
um nauðsyn þess staðið yfir í áraraðir.
Fyrstu hugmyndirnar um það heyrðust
árið 1799, þegar kanselíið í Kaupmanna-
höfn sendi bréf til landstjórans, þar sem
minnst var á að hús vantaði fyrir borgar-
ráðið. Borgaryfirvöld veltu byggingunni
fyrir sér áratugum saman saman, leituðu
að hentugum stað og kölluðu eftir til-
lögum um gerð og útlit hússins.
Oft kom til tals að reisa Ráðhúsið við
Tjörnina, en það var alla tíð umdeild
hugmynd. Það var í valdatíð Davíðs Odds-
sonar sem framkvæmdir við Ráðhúsið fóru
af stað en hann tók fyrstu skóflustunguna
að húsinu árið 1988. Ákveðið var að
byggja ráðhúsið í norðurenda Tjarnarinnar,
að undangenginni samkeppni meðal
arkitekta um teikningar og útlit hússins.
Í Ráðhúsinu í Reykjavík er aðsetur
borgarstjóra og borgarstjórnar. Þar er
líka kaffihús og stærðarinnar Íslandskort
sem ferðamenn sjást oft grandskoða.
Tjarnarsalurinn er „salur fólksins“ eins
og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Fólkið er Reykvíkingar, gestir borgarinnar,
jafnt innlendir sem erlendir. Hann er hluti
af opnu rými Ráðhússins sem ætlað er
almenningi. Tjarnarsalurinn er leigður út
fyrir fjölþætta starfsemi, svo sem tónleika,
ráðstefnur, kynningar og menningarvið-
burði af öllu mögulegu tagi.
ÞETTA GERÐIST: 14. APRÍL 1992
Ráðhúsið við Tjörnina 20 ára
RÁÐHÚS VIÐ TJÖRNINA Það var umdeild
framkvæmd að reisa Ráðhús við Tjörnina árið
1992. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ODDNÝ GESTSDÓTTIR
frá Garðsvík, Svalbarðsströnd,
lést á páskadag á Hrafnistu. Útförin fer
fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. apríl
kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en
bent er á líknarstofnanir.
Sigrún Hákonardóttir
Sólveig Hákonardóttir
Karin Hákonardóttir Byström Karl Byström
Margrét Elín Arnarsdóttir Tómas Beck
Nína Dröfn Arnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJARNI SVEINSSON
múrarameistari og fv. stórkaupmaður,
Glerárgötu 14, síðar í Asparhlíð,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri
laugardaginn 7. apríl. sl. Jarðarför hans fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. apríl nk. kl. 13.30.
Ásta Sigmarsdóttir
Sveinn Bjarnason Alda Benediktsdóttir
Ingibjörg Bjarnadóttir
Björg Bjarnadóttir
Sigmar Bergvin Bjarnason Þóra Berg Jónsdóttir
Alma Bjarnadóttir Antonio Perrone
Bjarni Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
„Áhugaóperufélög eru til úti um allan
heim en það hefur lengi vantað slíkt
félag hér á landi. Ég lærði og bjó í Eng-
landi og þar er mikið af óperufélögum
og þar af leiðandi ótal tækifæri fyrir
unga söngvara til að spreyta sig og fá
hlutverk í óperu. Hér hafa verið til
félög, sem hafa lifað í stuttan tíma,
eða verið búin til í kringum einstaka
sýningar. Það er okkar draumur að
Alþýðuóperan sé komin til að vera til
langs tíma,“ segir Dagrún Ísabella
Leifsdóttir, ein af stofnendum hins
nýstofnaða óperufélags. Í sýningum
Alþýðuóperunnar verður lögð sérstök
áhersla á litla umgjörð og lagt upp úr
því að sýningar fari fram í alþýðu-
rými, svo sem á vínveitingastöðum,
þar sem nálægð við áhorfendur er
mikil.
Ísabella hafði lengi gengið með þá
hugmynd í maganum að stofna óperu-
félag en þegar hún fór að vinna með
þeim Signýju Leifsdóttur og Sig-
ríði Aradóttur hjá Auru menningar-
stjórnun fór boltinn að rúlla. Þær
fengu svo til liðs við sig Ingólf Níels
Árnason óperuleikstjóra.
Hópurinn fékk styrk frá samfélags-
sjóði Landsvirkjunar og Reykjavíkur-
borg fyrir fyrsta leikárið. Hann fékk
Sigríði Ellu Magnúsdóttur óperusöng-
konu sem verndara félagsins. „Okkur
þykir voðalega vænt um að hafa fengið
Sigríði sem verndara og við erum afar
þakklát bakhjörlum okkar, því án
þeirra hefðum við aldrei getað ráðist í
þetta verkefni,“ segir Ísabella.
Fyrsta verkið sem Alþýðuóperan
ræðst í er La serva padrona eða Ráðs-
konuríki eftir Pergolesi, í þýðingu
Guðmundar Jónssonar, næsta haust.
Ekki er búið að ráða í hlutverk og eru
söngvarar hvattir til að sækja um þátt-
töku. „Við hvetjum fólk til að senda
okkur upptökur og öllum er frjálst að
sækja um. Okkur langar að virkja sem
flesta með okkur í þetta verkefni,“
segir Ísabella, sem efast ekki um að
margar umsóknir eigi eftir að berast.
„Við eigum fullt af óperusöngvurum á
Íslandi, en líka heilmikið af hæfileika-
ríkum söngnemum og áhugafólki um
söng.“
Það er von stofnenda Alþýðu-
óperunnar að hún muni höfða til sem
flestra og færa þeim gleði, svo fleiri
læri að njóta óperu. Meðal annars
verður unnið að því markmiði með
fræðslustarfsemi í skólum og öðrum
stofnunum. „Okkur langar að eyða
þeim fordómum að óperur séu óað-
gengilegar og háfleygar. Með því að
fara með óperuna til fólksins sýnum
við því að þetta er skemmtun sem er
fyrir alla, sem sameinar svo margt,
leiklist, söng og hljóðfæraleik. Nafnið
okkar - Alþýðuóperan - segir allt sem
þarf.“ holmfridur@frettabladid.is
NÝSTOFNUÐ ALÞÝÐUÓPERA: SETJA UPP RÁÐSKONURÍKI EFTIR PERGOLESI Í HAUST
Vilja færa óperuna til fólksins
AÐSTANDENDUR ALÞÝÐUÓPERUNNAR Þær Didda, Ísabella, Signý og Esther Ýr standa að Alþýðuóperunni ásamt Ingólfi Níels óperuleikstjóra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI