Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 80

Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 80
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR Rafræn skráning er hafin Skráning og ítarlegar upplýsingar um starfsemi skólans á www.listdans.is Inntökupróf fara fram: laugardaginn 21. apríl 2012 Grunnskóladeild árgangar 2001 til 2003 (9 til 11 ára) milli klukkan 11:00 og 13:00 Eldri nemendur (12 til 15 ára) biðjum við að koma í opna tíma þegar kennsla hefst í haust Framhaldsdeild árgangur 1995 og eldri, milli klukkan 14:00 og 16:00 Framúrskarandi árangur nemenda á innlendum og erlendum vettvangi Tvær sýningar á ári í atvinnuleikhúsum Farsæl starfsemi í 60 ár Geymið auglýsinguna Skólaárið 2012–2013 Myndirnar eru teknar á 60 ára afmælissýningu skólans, mars 2012. Ljósmyndari Joe Ritter. Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi 48 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 14. apríl 2012 ➜ Gjörningar 13.00 Norski myndlistarmaðurinn Jana Winderen flytur fyrirlestur og tón- listargjörning í Listasafni Íslands. Við- burðurinn er hluti af fyrirlestraröðinni Panora - listir, náttúra og stjórnmál. ➜ Fundir 11.00 Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður haldinn að Holtavegi 28. 11.00 Áhugasamir hundaeigendur í Árborg og nágrenni efna til fundar um hagsmunamál hundaeiganda í húsi Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi. Fjallað verður um hundahald frá ýmsum hliðum. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 13.00 Vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð opnar í Gerðubergi. Heiðurssýnandi er Örn Sigurðsson tré- skurðarmaður. Lifandi tónlist verður við opnunina. 14.00 Arna Valsdóttir sýnir mynd- bands- og hljóðinnsetningu í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin stendur til 22.júní. 14.00 Sverrir Björnsson (Dónald) opnar sýningu sína í kaffihúsi Gerðu- bergs. Um er að ræða sýningu á skop- stúdíum á samfélagi og mannlífi. 15.00 Sýningin Núningur/Friction, Myndlistin í borginni og borgin í mynd- listinni, opnar í Listasafni ASÍ. Sýningin er samvinnuverkefni með rúmlega 30 þátttakendum. 17.00 Ólöf Helga Helgadóttir frumsýnir vídeoverk sitt 7 hnettir, Helena Hans- dóttir frumsýnir verkið Hornsteinn, Kláði og Sjón og Ríkharður H. Friðriksson frumsýnir hljóðinnsetningu sína Massar á sýningu í Freyjugöturóló, Freyjugötu 9. Sýningin er aðeins opin um helgina. 17.00 Sigga Björg Sigurðardóttir opnar sýninguna 33 í Kling og Bang gallerí, Hverfisgötu 42. Þar sýnir hún 33 port- rett af skrautlegum og óhugnarlegum karakterum. 19.00 Listamaðurinn Unndór Egill sýnir verkið Gandhi vs Manson í Gallerí Klósetti, Hverfisgötu 61. ➜ Umræður 11.30 Gunnar Bragi Sveinsson þing- flokksformaður Framsóknar verður gestur á laugardagsspjalli Framsóknar, Hverfisgötu 33. Gunnar ræðir ofbeldis- fulla framkomu Framkvæmdastjórnar ESB er ætlar að standa að óréttmætum málarekstri gegn Íslandi vegna Icesave. 14.00 Heimspekikaffihús verður haldið á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðu- efnið er Hvað eru til margar tegundir af vináttu? Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 22.00 Vorfagnaður Breiðfirðinga- félagsins verður haldinn í Breiðfirðinga- búð. Hljómsveitn Klassík leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 13.00 Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráð- húsi Reykjavíkur. Fjölbreytt dagskrá með yfir 140 flytjendum og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. 14.00 Orgeltónleikarnir Orgel fyrir alla verða í Hallgrímskirkju. Guðný Einars- dóttir organisti Fella- og Hólakirkju flytur verkið Myndir á sýningu eftir Modest Moussorgsky. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson, leikari. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500, kr. 1.000 fyrir listvini og ókeypis fyrir börn. 16.00 Valkyrjurnar, Kvennakór Breið- holts, býður til söngveislu í Árskógum. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi ásamt skemmtilegri söngdagskrá. Miða- verð er kr. 1.500, en kr. 500 fyrir börn. 16.00 Vortónleikar Breiðfirðingakórsins vera í Langholtskirkju. 21.00 Hljómsveitin Foreign Monkeys spilar á Bar 11. Hljómsveitin sendi nýlega frá sér lagið Zoology sem hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Aðgangur er ókeypis og DJ verður í búrinu fram á nótt. 21.00 Lára Rúnars og Myrra Rós halda tónleika á Kaffihúsi Garðskaga í Garð- inum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Tríó Glóðir spila lög Odd- geirs Kristjánssonar á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Benni Hemm Hemm spilar spánýtt prógramm með nýrri hljómsveit á KEX Hostel. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Stórsveitarmaraþon í Ráðhúsi Reykjavíkur Um 140 tónlistarmenn taka þátt í hinu árlega Stórsveitamaraþoni, sem Stórsveit Reykjavíkur heldur í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugar- dag. Stórsveitin býður til sín yngri og eldri stórsveitum lands- ins og leikur hver hljómsveit í um 30 mínútur. Fram koma: Stórsveit Reykjavíkur, Léttsveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Big Bang Lúðrasveitar verkalýðsins, Stór- sveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Stórsveit öðlinga, Stórsveit Skóla- hljómsveita Reykjavíkurborgar og Stórsveit Tónlistarskóla FÍH. Þetta er í sextánda sinn sem Stórsveitamaraþonið er haldið en það er liður í uppeldisstarf- semi Stórsveitar Reykjavíkur. Sveitirnar eru á ólíkum getu- stigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Tónleikarnir standa frá klukkan 13 til 16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Stórsveitamaraþonið er liður í uppeldis- starfi sveitarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.