Fréttablaðið - 14.04.2012, Page 85
LAUGARDAGUR 14. apríl 2012
Stórhljómsveitin Nýdönsk mun
halda upp á 25 ára afmæli sitt
með tveimur tónleikum í septem-
ber, í Hörpu þann 22. september og
í Hofi á Akureyri þann 29. septem-
ber, eins og Fréttablaðið greindi
frá á dögunum.
Margir góðir gestir munu slást
í för með meðlimum Nýdanskrar
og taka með þeim nokkur ódauð-
leg lög. Nú þegar hefur verið stað-
fest um þátttöku Gus Gus söng-
konunnar Urðar Hákonar dóttur,
þeirra Högna Egilssonar og
Sigríðar Thorlacius úr Hjálmum,
Kristjáns Kristjánssonar (KK) og
Svanhildar Jakobsdóttur. Bryndís
Halla Gylfadóttir, sellóleikari, og
Samúel Jón Samúelsson, básúnu-
leikari, munu einnig láta ljós sitt
skína.
Í tilefni afmælisársins munu
ýmsir listamenn endurgera lög
hljómsveitarinnar. Þar á meðal er
KK sem nýlega tók upp lagið Frelsið
sem hefur hlotið mikla athygli.
Urður og Högni syngja
með Nýdanskri
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Nýdönsk heldur tvenna tónleika í
september til að fagna tuttugasta
og fimmta aldursári sínu. Urður
úr Gus Gus og Högni úr
Hjaltalín syngja með á tón-
leikunum.
GUY FIERI HEIMSÆKIR EINSTAKA VEITINGASTAÐI Í DINERS, DRIVE-INS & DIVES Á FOOD NETWORK | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS