Fréttablaðið - 14.04.2012, Qupperneq 88
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR56
sport@frettabladid.is
BURSTAR í vél-
sópa á lager
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- flestar
stærðir
STJARNAN OG ÍBV geta í dag komist í undanúrslit í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handbolta þegar leikir
tvö fara fram í sex liða úrslitunum. Stjarnan vann HK 32-29 í fyrsta leik og ÍBV vann Gróttu 26-19. Tvo sigra þarf til að
komast í undanúrslitin þar sem bíða topplið Vals og Fram sem sátu hjá í fyrstu umferðinni. Fari einvígin í oddaleik fara
þeir fram á mánudaginn.
KÖRFUBOLTI Njarðvíkurkonur fá í
dag annað tækifæri til að tryggja
sér Íslandsmeistaratitilinn í
kvennakörfunni þegar þær heim-
sækja Hauka í Schenker-höllinni
á Ásvöllum.
Leikurinn hefst klukkan 16.00
en staðan í úrslitaeinvíginu er 2-1
fyrir Njarðvík eftir dramatískan
endurkomusigur Haukakvenna í
Ljónagryfjunni á miðviku daginn
var. Njarðvík vann tvo fyrstu
leikina með því að eiga frá bæran
lokaleikhluta og það hefur því
verið spenna í öllum leikjunum.
Njarðvíkurkonur töpuðu 3-0 í
úrslitunum í fyrra en eru á góðri
leið með að breyta silfri í gull og
þær ættu að eiga góðar minningar
frá Ásvöllum þar sem þær hafa
unnið þrjá nokkuð sannfærandi
sigra á þessu tímabili.
Haukasigur þýðir oddaleik í
Ljónagryfjunni á þriðjudaginn
kemur en það yrði þá þriðji odda-
leikurinn um Íslandsmeistara titil
kvenna á síðustu fjórum árum.
Haukakonur unnu KR í oddaleik
2009 og KR-konur unnu Hamar í
oddaleik árið eftir. - óój
Njarðvíkurkonur fá annað tækifæri til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn:
Þriðji oddaleikurinn á 4 árum?
MIKIL SPENNA Margrét Rósa Hálfdanar-
dóttir og Salbjörg Sævarsdóttir berjast
hér um boltann í leik 3. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
KÖRFUBOLTI Það ráku margir upp
stór augu þegar Bandaríkja-
maðurinn Joseph Henley birtist
allt í einu á gólfi Icelandic Glacial-
hallarinnar í Þorlákshöfn á
fimmtudagskvöldið, klæddur í
Þórs búninginn og klár í slaginn í
mikilvægan leik gegn KR í úrslita-
keppninni í Iceland Express-deild
karla. Benedikt Guðmundsson,
þjálfari liðsins, hafði þá fengið Hen-
ley til landsins með skömmum fyr-
irvara en hann fékk þær fréttir dag-
inn fyrir leik að Matthew Hairston
myndi ekki spila meira á tímabilinu.
„Þá voru góð ráð dýr. Ég settist
niður fyrir framan tölvuna og
reyndi að redda einhverju. Ég vissi
af þessum strák og þremur tímum
síðar var hann búinn að samþykkja
að koma,“ sagði Benedikt. Henley
lenti á Keflavíkurflugvelli laust
fyrir klukkan fimm í gær og var
kominn til Þorlákshafnar um sex-
leytið. Hann hitti þjálfarann í fyrsta
sinn 45 mínútum fyrir leikinn sem
Þórsarar svo unnu örugglega.
„Það var ágætt að hann komst
til landsins í tæka tíð en það var
ekki haft neitt sérstaklega fyrir
því. Ef hann hefði ekki komist hefði
þurft að hafa það – við hinir vorum
búnir að undirbúa okkur vel fyrir
leikinn,“ segir Benedikt.
Hairston hefur haft mikilvægu
hlutverki að gegna í vetur en meiðsli
hafa verið að plaga hann síðast liðnar
vikur. Hann reyndi þó að þrauka
fyrsta leikinn í einvígi KR og Þórs.
„Hann hafði meiðst illa á
hælnum og bæklunarlæknir sagði
að meiðslin væru orðin það slæm
að sprautumeðferð myndi engu
bjarga. Hann þyrfti einfaldlega að
hvíla í um átta vikur,“ segir Bene-
dikt. „Henley var að spila með liði
í Þýskalandi en tímabilinu hans þar
var lokið. Hann vildi koma – aðal-
lega til að sanna sig fyrir næsta ár.
Ég sagði honum því bara að drífa
sig og að við skyldum skoða hann í
úrslitakeppninni.“
Henley skilaði sínu. Hann skoraði
þrettán stig og tók sex fráköst á 26
mínútum sem er nánast sama töl-
fræði og hann hafði að meðaltali í
Þýskalandi í vetur. „Okkur gekk vel
í leiknum og því gat ég leyft honum
að vera lengur inni á en ég hafði
annars gert. Ég var þó ekki að stóla
á hann en hann studdi vel við aðra
leikmenn og gerði sitt vel.“
KR-ingar taka svo á móti læri-
sveinum Benedikts á heimavelli
sínum annað kvöld og vill þjálfarinn
ekki segja hvaða væntingar hann
hafi til Henley. „Ég sé kannski betur
á fyrstu æfingunni hans í kvöld hvað
hann hefur fram að færa,“ sagði
Benedikt í léttum dúr en viðtalið var
tekið fyrir æfinguna í gær.
Staðan í rimmu KR og Þórs
er jöfn, 1-1. „Við vorum nálægt
sigrinum í fyrsta leiknum, tókum þá
í næsta leik og við höfum ekkert að
óttast fyrir þriðja leikinn. Ég þarf
bara að passa upp á að menn haldi
ekki að þeir séu orðnir betri en KR-
ingarnir. Þeir eru með stóra liðið í
seríunni og langflestir sem reikna
með sigri þeirra. Við þurfum bara
að halda okkur við það sem við
höfum gert.“ eirikur@frettabladid.is
Hittust fyrst rétt fyrir leik
Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær
klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtu-
dagskvöldið. „Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson.
HÁRPRÚÐUR Í STAÐ HAIRSTON Joseph Henley átti góða innkomu í leik Þórs og KR
þrátt fyrir að hafa lent í Keflavík rúmum tveimur tímum fyrir leik. MYND/JÓN BJÖRN
IE-deild karla:
Stjarnan-Grindavík 68-71
Stjarnan: Justin Shouse 16/8 fráköst/6
stoðsendingar, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst,
Keith Cothran 14/9 fráköst, Guðjón Lárusson 6,
Renato Lindmets 6/10 fráköst/5 stoðsendingar/3
varin skot, Marvin Valdimarsson 6/4 fráköst/5
varin skot, Dagur Kár Jónsson 3, Sigurjón Örn
Lárusson 2.
Grindavík: Giordan Watson 24/6 fráköst/8
stoðsendingar, J’Nathan Bullock 13/10 fráköst,
Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Sigurður Gunnar
Þorsteinsson 7/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 7,
Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Ryan Pettinella
3/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 2
ÚRSLIT
HANDBOLTI Handboltafélag Akur-
eyrar réð í gær þá Heimi Örn
Árnason og Bjarna Fritzson sem
þjálfara karlaliðsins næstu tvö
árin. Þeir taka við starfinu af
Atla Hilmarssyni sem lætur af
störfum í lok leiktíðar eftir tvö
ár með félagið. Ekki liggur fyrir
hvort Atli muni þjálfa annað lið
næsta vetur.
Sævar Árnason mun áfram
verða aðstoðarþjálfari liðsins líkt
og síðustu ár.
Ráðning þeirra félaga vekur
nokkra athygli enda báðir leik-
menn liðsins og þeir munu spila
áfram með liðinu. Hvorugur
hefur reynslu af því að þjálfa kar-
lalið í meistaraflokki og verður
áhugavert að sjá hvernig nýliðun-
um gengur að tvinna það saman
að þreyta frumraun sína á þjálf-
arasviðinu á meðan þeir þjálfa
líka.
Markvörðurinn Sveinbjörn Pét-
ursson og línumaðurinn Hörður
Fannar Sigþórsson skrifuðu báðir
undir nýjan samning við félagið
í dag.
Sveinbjörn skrifaði undir
tveggja ára samning við Norðan-
menn en samningur Harðar er til
eins árs. - hbg
Akureyri ræður nýja þjálfara:
Heimir og
Bjarni þjálfa
HEIMIR ÖRN Fær að rífast í dómurum
innan og utan vallar næsta vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Það er risahelgi í enska
boltanum. Ekki aðeins fara
fram áhugaverðir leikir í ensku
úrvalsdeildinni því undanúrslita-
leikirnir í bikarkeppninni verða
spilaðir á Wembley.
Erkifjendurnir í Liverpool og
Everton hefja leik klukkan 11.30
í dag og á morgun er komið að
Lundúnaliðunum Tottenham
og Chelsea en sá leikur hefst
klukkan 17.00.
Liverpool er í miklum mark-
varðavandræðum enda eru
bæði aðalmarkvörðurinn, Pepe
Reina, og varamarkvörðurinn,
Alexander Doni, í leikbanni. Það
kemur því í hlut Brad Jones að
verja búrið hjá Liverpool í dag.
Jones er ekkert sérstaklega
reynslumikill og hefur þess utan
ekki verið í byrjunarliðinu síðan í
desember árið 2010.
„Hann er spenntur rétt eins og
allir aðrir. Hann hefur haldið sér
í fínu formi í vetur þó svo hann
hafi ekki gert ráð fyrir að spila.
Hlutirnir breytast samt fljótt,“
sagði Kenny Dalglish, stjóri
Liverpool, en hann vonast til þess
að þeir Daniel Agger og Glen
Johnson verði klárir í slaginn.
David Moyes, stjóri Everton,
segir að sitt lið mæti til leiks með
sjálfstraustið í lagi.
„Nýju leikmennirnir okkar
hafa komið virkilega sterkir inn
og breytt liðinu til hins betra.
Strákarnir sem voru fyrir hafa
síðan bætt sinn leik og liðið er í
virkilega góðu formi um þessar
mundir. Við munum gera Liver-
pool erfitt fyrir í þessum leik,“
sagði Moyes borubrattur en búast
má við átakaleik innan sem utan
vallar á Wembley í dag.
- hbg
Enski bikarinn:
Undanúrslitin
um helgina
BRAD JONES Markvörður Liverpool
verður undir smásjánni í dag.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar eru
komnir í 2-0 í undanúrslitum Ice-
land Express-deildar karla eftir
71-68 baráttusigur á Stjörnunni í
Garðabænum í gærkvöldi. Grind-
víkingar komust upp með það að
skora ekki í tæpar sex mínútur í
fjórða leikhluta en þeir fóru í gang
á hárréttum tíma og unnu fjórar
síðustu mínútur leiksins 17-7.
„Það er gott að komast með
sigur út úr þessum leik. Við vorum
ekki að spila fallegan körfubolta og
Stjarnan ekki heldur. Við höfðum
þetta af,“ sagði Helgi Jónas Guð-
finnsson, þjálfari Grindavíkur.
„Við erum búnir að vera í svona
aðstöðu áður að þurfa að klára
jafna leiki og höfum unnið. Það
er að skila okkur hérna. Watson
steig upp í kvöld og var frábær,“
sagði Helgi Jónas og það eru orð
að sönnu.
Giordan Watson skoraði 12 af 24
stigum sínum á lokakafla leiksins.
„Við ætlum ekki að fara fram úr
sjálfum okkur. Við erum með 2-0
forskot en ætlum ekki að hleypa
þeim inn í seríuna á mánudaginn,“
sagði Helgi Jónas. Teitur Örlygs-
son kollegi hans hjá Stjörnunni var
niðurlútur í leikslok enda staðan
orðin mjög erfið fyrir Stjörnuna.
„Þetta var alveg ömurlegt og
gríðarlega svekkjandi tap fyrir
okkur,“ sagði Teitur en hans menn
voru sjö stigum yfir þegar rúmar
fjórar mínútur voru eftir. „ Vörnin
var algjörlega til fyrirmyndar
en við verðum að skora hinum
megin,“ sagði Teitur en hvað er
til ráða: „Núna þurfum við bara
að fara út í Grindavík og vinna á
mánudaginn. Þetta er heljarinnar
veggur að klífa en við verðum að
ráðast á hann og láta reyna á það,“
sagði Teitur.
- óój
Grindavík hélt sigurgöngunni áfram og er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Stjörnunni:
Ekki fallegur en mikilvægur Grindavíkursigur
ÁTÖK Það var ekkert gefið eftir í Ásgarði í gær. Justin Shouse sést hér kveinka sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM