Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 94
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR62
Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is
opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16
RÝMUM FYRIR
NÝJUM SÓFUM
STAKIR SÓFAR Á 30% AFSLÆTTI
Birmingham kr. 247.800
afsláttarverð kr. 176.460
Mancebo kr. 226.800afsláttarverð kr. 158.760
Hera kr. 218.900
afsláttarverð kr. 153.230
Avignon kr.
211.600
afsláttarver
ð kr. 148.000
„Þetta snýst í sjálfu sér ekki um
skoðun okkar á Jóhönnu Sigurðar-
dóttir, heldur er þetta frekar
sjálf sprottið ferilverk sem sam-
svarar sér víða í listheiminum,“
segir Haraldur Ingi Haralds-
son, verkefnastjóri Sjónlista mið-
stöðvarinnar á Akureyri. Sjón-
listamiðstöðin tryggði sér í
gærmorgun bollamál með vara-
lita fari Jóhönnu á uppboði í
þættinum Virkir morgnar á Rás 2.
Uppboðið var æsispennandi og
þurfti Sjónlistamiðstöðin að bjóða
þrisvar sinnum til að tryggja sér
plastmálið. Þeir greiddu 105.000
krónur fyrir gripinn, en allur ágóði
rennur til Umhyggju, félags til
styrktar langveikum börnum. Har-
aldur segir gaman að geta styrkt
svo gott málefni á sama tíma og
þeir leggja sitt af mörkum í feril-
verkið sem þarna myndaðist. „Það
var ungur strákur sem hringdi
fyrstur inn og bauð 5000 krónur
og gaf þar með ferilverkinu fram-
haldslíf. Hugmyndin hefði seint
orðið að neinu ef enginn hefði byrj-
að uppboðið. Strákurinn hringdi
svo aftur inn seinna í ferlinu og
sagðist þá samt ætla að gefa 5.000
krónurnar sínar í verkið. Það var
mjög fallegt,“ segir Haraldur.
Málið verður afhent Sjónlista-
miðstöðinni í beinni út sendingu
frá Akureyri í þættinum Virkir
morgnar á Rás 2 klukkan
11.10 næstkomandi
mánudag. „Þau koma
sérstaklega hingað
norður til að afhenda
okkur málið. Við látum
þau þá fá stóra ávísun sem
þau fara svo með suður
og afhenda langveik-
um börnum,“ segir
Haraldur og bætir
við að verkinu verði
mjög líklega stillt upp
í safninu, enda telur
hann það vera ferli
sem sé rétt að hefjast
og engin leið að vita
hvernig muni þróast. - trs
„Það er frekar glatað að vera á
hliðarlínunni í ár en ég er ánægður
að hafa eitthvað hlutverk,“ segir
snjóbrettakappinn Halldór Helga-
son sem sest í dómarasætið á AK
Extreme snjóbrettamótinu sem
hófst á Akureyri í gær.
Halldór, sem hefur átt mikilli
velgengni að fagna í íþrótt-
inni, hefur sjálfur ekki getað
stigið á bretti síðan í febrúar, en
hann slasaðist á ökkla á heims-
meistara mótinu í Ósló í febrúar.
„Ég tognaði illa á liðbandi og svo-
leiðis meiðsl eru oft erfið, því það
tekur svo langan tíma að jafna
sig. Læknarnir segja að ég þurfi
allavega mánuð í viðbót áður en
ég get farið aftur á bretti,“ segir
Halldór sem kom til Akureyrar
á fimmtudaginn, en hann hefur
ekki verið heima síðan um jólin.
„Það er æðislegt að koma
hingað og hitta alla vinina og
fjölskyldu. Núna eru allir hérna
fyrir norðan sem ég þekki og það
er snilld. Það myndast sérstök
stemning á Akureyri á þessu móti
og þetta er uppáhaldstími minn
á árinu. Þetta mót er af gamla
skólanum, skítugt og gott,“ segir
hann.
Halldór hlakkar til að vera
dómari, en mótið hófst í gær-
kvöldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem hann dæmir á snjóbrettamóti,
en hann hefur þjónað því hlutverki
nokkrum sinnum áður á litlum
mótum úti í heimi. „Ég get örugg-
lega miðlað reynslu minni. Það
er svo mikil gróska í þessu hérna
heima og margir mjög efnilegir
sem ég hlakka til að sjá.“
Halldór er búsettur í Mónakó
og hefur meðal annars legið á
ströndinni á meðan hann nær
bata. „Ég er bara búinn að vera að
vinna í sólbrúnkunni. Það er búið
að vera mjög gott veður í Mónakó
og ströndin þar er frábær,“ segir
Halldór hlæjandi og líkar lífið vel
í Mónakó. „Það er mjög þægilegt
að búa þar. Ég er að ferðast mjög
mikið svo þegar ég kem þangað
líður mér eins og ég sé í sumar-
fríi. Það er ekki beint ódýrt að lifa
þar en ég hef það fínt.“
Halldór rekur fjögur fyrirtæki
ásamt bróður sínum, Eiríki, og
saman framleiða þeir ýmsar vörur
tengdar íþróttinni. Til dæmis snjó-
bretti undir nafninu Lobster, húfur
undir merkinu Hoppipolla og belta-
fyrirtæki sem nefnist 7-9-13. „Það
er nóg að gera og núna hef ég haft
tíma til að sinna fyrir tækjunum,“
segir Halldór, sem ætlar að dvelja
út næstu viku fyrir norðan og
hlakkaði til að geta slappað af í
góðra vini hópi um helgina. „Vinir
mínir eru ekki nógu duglegir að
heimsækja mig út svo það er mjög
gaman að hanga með þeim núna.“
alfrun@frettabladid.is
PERSÓNAN
Ég tognaði á liðbandi
og svoleiðis meiðsl
eru oft erfið, því það tekur
langan tíma að jafna sig.
HALLDÓR HELGASON
SNJÓBRETTAKAPPI
Plastmál Jóhönnu seldist á 105.000 krónur
SJÁLFSPROTTIÐ
FERILVERK Haraldur Ingi
segir kaupin á bolla-
málinu ekkert hafa með
skoðun þeirra á Jóhönnu
að gera, heldur sé það
sjálfsprottið ferilverk.
HALLDÓR HELGASON: ÉG ER BÚINN AÐ VERA AÐ VINNA Í SÓLBRÚNKUNNI
Sest meiddur í dómara-
sætið á heimaslóðunum
NÆR BATA Á STRÖNDINNI Í MÓNAKÓ Snjóbrettakappinn Halldór Helgason er
meiddur á ökkla og hefur því ekki getað stigið á snjóbretti síðan í febrúar. Halldór er
samt sem áður kominn til Akureyrar þar sem hann sest í dómarasætið á AK Extreme
mótinu sem fer fram um helgina. MYND/EINAR MÁR EINARSSON
Sólveig
Jónsdóttir
Starf:
Blaðamaður og
rithöfundur.
Aldur: 29 ára.
Búseta:
Vesturbær.
Foreldrar:
Jón Þór Guð-
mundsson og
Ástríður Jónas-
dóttir. Þau eru
bæði bændur.
Fjölskylda: Ég á kærasta sem heitir
Atli Ragnar Ólafsson.
Stjörnumerki: Ljón.
Sólveig gefur út sína fyrstu
skáldsögu, Korter, í næstu viku.
„Það er slatti af myndasögum komnar inn
nú þegar en skilafrestur rennur út þegar við
vöknum á mánudagsmorguninn næstkomandi.
Nánari tímasetning fer eftir hvað við ákveðum
að sofa lengi,“ segir skopmyndateiknarinn
Hugleikur Dagsson hjá bókaútgáfunni Ókeibæ,
sem stendur fyrir myndasögukeppni.
Allir geta sent inn myndasögur, sem mega
vera að hámarki fjórar blaðsíður, og þær
bestu birtast í hinu ókeypis Ókeipiss blaði.
Blaðið er gefið út af Ókeibæ í samvinnu við
Nexus í tengslum við alþjóðlega ókeypis
myndasögudaginn þann 5. maí næstkomandi.
„Nexus heldur alltaf upp á daginn með því
að gefa bunka af myndasögum og það verður
hægt að nálgast það þar. Það myndast alltaf
rosa löng röð fyrir utan Nexus á þessum
degi og það er alltaf gott veður. Ég er samt
viss um að nördarnir myndu bíða í röð þrátt
fyrir rigningu, þeir eru svo þrautseigir. Það
er ekkert sorglegra en 100 blautir nördar í
rigningu að bíða eftir myndasögum,“ segir
Hugleikur og hlær.
Enn er tími fyrir þá sem finna hjá sér köllun
til að senda inn efni. „Oft kemur besta efnið á
síðustu mínútunum,“ segir Hugleikur. - trs
Skilafrestur fer eftir svefni
MYNDASÖGUKEPPNI Hugleikur Dagsson segir besta efnið oft koma
inn á síðustu mínútunum og hann bíði því spenntur eftir að sjá hvað
gerist á síðustu dögum keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN