Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 2
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 FRAMKVÆMDIR „Ef þetta heldur svona áfram endar það náttúrlega með því að það verður lítið eftir af grasi,“ segir Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar. Gervigrasið í Reykjaneshöll er á síðasta snúningi þrátt fyrir að vera aðeins fjögurra ára gamalt. Gervigrasið í Reykjaneshöll var endurnýjað fyrir rúmum fjórum árum af þýsku fyrirtæki. Á sama tíma var sams konar gervigras sett í nýju fjölnotahöllina Hópið í Grindavík. Fljótlega kom í ljós að gólfin í báðum húsum eru gölluð, bæði krumpuð og reytt. „Það er eins og grasið verði of þurrt og það brotnar,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grinda- vík. „Framleiðandinn hefur viður- kennt að þetta sé galli og ætlar að skipta gólfinu út en vill fá greitt fyrir afnotin í þau þrjú ár sem við höfum notað gólfið. Við höfum sagt að það sé mál á milli framleiðand- ans og kaupandans á gólfinu – sem er ekki við heldur verktakinn sem við keyptum húsið af.“ Reykjanesbær keypti sitt gólf beint af þýska framleiðandanum og greiddi fyrir það 22 milljón- ir króna. Gólfið í Grindavík mun hafa kostað um 20 milljónir. Báðar þessar upphæðir eru frá því fyrir hrun þannig að tjónið er jafnvel tvöfalt hærra í krónum talið og því samtals yfir 80 milljónir króna. „Þetta er algjört mánudagsgras,“ segir Stefán Bjarkason. „Festing- arnar undir mottunni eru límdar og saumaðar og það er eins og límið hafi ekki verið nógu gott þannig að það fór fljótlega að bera á því að grasið raknaði bara upp og losn- aði. Þannig að þegar við erum að þrífa koma heilu pokarnir upp af grasstráum. Þeir hafa komið og lagað þetta okkur að kostn- aðarlausu en við erum ekki sátt við að það sé alltaf verið að stoppa upp í götin.“ Þýski framleiðandinn viður- kennir galla í báðum gólfunum. Á þeim er fimm ára ábyrgð. Til stendur að skipta þeim báðum út í sumar þegar aðilar hafa náð sam- komulagi. Stefán segir að líklega muni Reykjanesbær bera eitthvert tjón. „Þá er bara að taka því, það verð- ur að skipta um gras,“ segir Stefán sem undirstrikar þó eins og Róbert í Grindavík að engin hætta hafi skapast vegna ástands grassins og það hafi ekki takmarkað notkun hallanna. Í Reykjaneshöllinni er gólfið fjög- ur þúsund fermetrar. Þjóðverjarn- ir sjá ekki fyrir sér að taka ónýta grasið með sér heim. „Þeir vilja náttúrlega losna við förgunina og eru búnir að bjóða okkur grasið til notkunar úti en ég veit ekki hvort það mundi endast þar,“ segir Stefán Bjarkason. gar@frettabladid.is Gervigras sem kostaði tugmilljónir er gallað Skipta þarf út nýlegu gervigrasi í íþróttahöllunum í Reykjanesbæ og Grindavík. Grasið losnar af gólfmottunum. Framleiðandinn viðurkennir galla og verið er að semja um ný gólf. Þau kostuðu yfir 40 milljónir er þau voru keypt fyrir hrun. HEYSKAPUR Í REYKJANESHÖLL Gervigrasið í Reykjaneshöll bókstaflega spænist upp þegar það er þrifið og er á öruggri leið með að hverfa þaðan af gólfinu. MYNDIR/VSÓ RÓBERT RAGNARSSON Eiríkur, er Íslandspóstur ekki nógu spennandi? „Póstur með dúfum er hraðari og meira spennandi og skilar sér alltaf.“ Eiríkur Ingi Kristinsson er bréfdúfnabóndi í Mosfellsbæ og liðsmaður í Félagi bréfdúfnabænda sem efna reglulega til kappflugs með dúfum sínum. ALÞINGI Einn af burðarásum íslenska ríkisins er að berjast fyrir mannréttindamálum, og víst er að þau mál verða rædd við forsætisráðherra Kína í opin- berri heimsókn hans á föstu- dag, sagði Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Össur var að svara fyrirspurn Þórs Saari, þingmanns Hreyfing- arinnar. Þór lýsti áhyggjum af mannréttindamálum í Tíbet, og aukinni hörku kínverskra stjórn- valda gagnvart tíbesku þjóðinni. Hann benti á að 33 munkar og nunnur hafi kveikt í sér í örvænt- ingu vegna stöðu mála í Tíbet. Þór spurði Össur hvort hann muni á fundum með forsætisráð- herra Kína lýsa yfir áhyggjum af grófum mannréttindabrotum. Hann sagði tíbesku þjóðina með- höldlaða „með sama hætti og gert var við indíána Norður-Amer- íku fyrir um 200 árum, og við blökkumenn í Suður-Afríku fyrir um tveimur áratugum síðan“. Össur sagði stjórnvöld marg- sinnis hafa rætt mannréttinda- mál og ástandið í Tíbet við kín- versk stjórnvöld. „Mín reynsla af Kínverjum er sú að þeir eru ekki bangnir við að ræða mannrétt- indi,“ sagði Össur. - bj Þingmaður vill að stjórnvöld ræði mannréttindamál við forsætisráðherra Kína: Mannréttindi verða rædd segir Össur ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÞÓR SAARI VIÐSKIPTI Fyrrum eigendur Prent- smiðjunnar Odda eignuðust fyrir- tækið nýverið eftir að hafa keypt það á 500 milljónir króna. Áður en Oddi var seldur höfðu Arion banki og Landsbankinn afskrifað um fimm milljarða króna af skuldum móðurfélags Odda, eignarhalds- félagsins Kvosar ehf. Um er að ræða Þorgeir Baldursson, sem var stærsti einstaki eigandi Kvosar fyrir fjár- hagslega endurskipulagningu félagsins, og aðila tengda honum. DV greindi frá málinu í gær. Í byrjun desember síðastliðnum ákváðu kröfuhafar Kvosar að lækka hlutafé félagsins niður til jöfnunar á tapi. Strax í kjölfarið var sam- þykkt að hækka hlutaféð aftur með útgáfu nýrra hluta að fjárhæð 500 milljónir króna og greiddi Arion banki fyrir það með umbreytingu skulda í hlutafé. Í sérfræðinga- skýrslu endurskoðanda sem gerð var vegna hlutafjárhækkunar- innar, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að Kvos hafi skuldað Landsbankanum um þrjá milljarða króna þann 1. desember síðastliðinn. Bankinn samþykkti þá að breyta 181,3 milljónum króna í nýtt hlutafé og seldi til Arion banka. Kvos skuldaði Arion banka 4,3 milljarða króna á sama tíma. Í sér- fræðingaskýrslunni kemur fram að „Arion og Kvos hafa komið sér saman um að langtímaskuldir Kvos- ar við Arion eftir þá endurskipu- lagningu skulda sem fram fer með samkomulagi þessu, skuli nema kr. 2.170.377.235,-“. Til viðbótar breytti Arion 318,7 milljónum króna af kröfum sínum í nýtt hlutafé sem selt var til nýrra eigenda. Aðrar skuldir Kvosar, um fimm milljarðar króna, voru afskrifaðar. -þsj Þorgeir Baldursson og tengdir aðilar kaupa móðurfélag Odda aftur: Fimm milljarðar afskrifaðir FORSTJÓRINN Þorgeir Baldursson, sem er oft kenndur við Odda, er fyrrverandi stjórnarmaður í Landsbankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG SAMGÖNGUR Samskip hafa fest kaup á flutningaskipunum Arnar- felli og Helgarfelli fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Í tilkynningu frá Samskipum segir að fyrirtækið hafi haft skip- in tvö á leigu frá því að þau voru smíðuð árið 2005. Skipin eru systurskip, sérhönn- uð fyrir Samskip, og sigla milli Íslands og meginlands Evrópu. „Skipaverð er hagstætt þessi misserin á heimsmarkaði og það skapaðist áhugavert kauptækifæri sem við gripum,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, í til- kynningunni. - þj Samskip kaupa tvö skip: Fjögurra millj- arða fjárfesting SLYS Ökumaður vélhjóls var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hann lenti í árekstri við bíl á Sæbraut við Holtaveg á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamót- töku þykir maðurinn hafa sloppið ótrúlega vel, og er ekki talinn lífs- hættulega slasaður. Hann þarf að fara í aðgerð vegna beinbrots sem hann hlaut, en engin merki sjást um mænuskaða. Sæbrautinni var lokað vegna slyssins, en umferð var hleypt á að nýju eftir að hlúð hafði verið að ökumanni vélhjólsins, vettvangur rannsakaður og gatan hreinsuð. - bj Slasaður eftir slys á vélhjóli: Slapp vel frá árekstri við bíl BÍLLINN Sæbrautin var lokuð um stund vegna slyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG WASHINGTON, AP Bandaríkjamaður- inn Jim Young Kim var í gær ráð- inn forstjóri Alþjóðabankans. Ráðning Kims kemur fáum á óvart, enda var hann útnefndur af Bandaríkjaforseta. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamaður sé ráðinn í þetta embætti, en þess í stað hefur forstjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins alltaf verið sá sem Evrópulönd hafa komið sér saman um. Að þessu sinni var valið þó ekki eins einhlýtt þar sem mörg þróunarlönd þrýstu á um að níger- íski fjármálaráðherrann Ngozi Okonjo-Iweala yrði ráðin, en hún þykir afar frambærilegur kostur sökum reynslu og menntunar. - þj Kim til Alþjóðabankans: Fyrirsjáanlegt val á forstjóra HINN ÚTVALDI Kim, sem var rektor Dartmouth-háskólans, var sérvalinn af Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kim sést hér milli Obama og Hillary Clinton utanríkisráðherra. NORDICPHOTOS/AFP TRÚMÁL Allir þrettán biskupar sænsku kirkjunnar, ásamt Anders Wejryd erkibiskupi, komu til lands- ins í gær. Þeir dvelja í Skálholti frá deginum í dag til föstudags og njóta kyrrðar og uppbygging- ar undir handleiðslu Karls Sigur- björnssonar, biskups Íslands. Hefð er fyrir því innan sænsku kirkjunnar að biskupar leiti sér árlega endurnýjunar í starfi með áþekkum hætti og með þessari ferð til Íslands. Þetta er þó í fyrsta sinn sem biskupar sænsku kirkjunnar koma til Íslands. - mþl Sænskir biskupar á Íslandi: Njóta kyrrðar- innar í Skálholti LÖGREGLUMÁL Forsvarsmenn Sam- herja segja að grundvöllur hús- leita hjá fyrirtækinu í síðasta mánuði byggist að verulegu leyti á rangfærslum um eðli og starf- semi Samherja og tengdra fyrir- tækja. Í tilkynningu frá Samherja segir að þetta megi ráða af máls- gögnum frá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Húsleitirnar hafi valdið fyrirtækinu tjóni sem hefði mátt komast hjá með fyrir- spurn til fyrirtækisins. - þj Samherji um rannsókn: Húsleit byggð á rangfærslum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.