Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 3MPM-námið á Íslandi ● Stórauka þarf skilning fólks á eðli faglegrar verkefnastjórnunar – það er sitthvað verkefnastjóri og faglegur verkefnastjóri. Á vinnusmiðjunni kom fram að fólk með sérþekkingu á sviði fag- legrar verkefnastjórnunar upplifi stundum að fagleg verkefnastjórn- un njóti ekki verðskuldaðrar við- urkenningar og að starfstitillinn „verkefnastjóri“ sé notaður yfir allt og ekkert. Skýringin er líklega sú að fagstéttin er ung, þverfagleg og að atvinnulífið eigi eftir að stilla strengi sína hvað hugtakanotkun varðar. Það að hugtakið „verkefna- stjórnun“ sé almennt opið getur líka verið styrkur og falið í sér sóknar- færi. Þá var líka rætt um tengsl verk- efnastjórnunar og stjórnunar al- mennt. Verkefni hafa skýrt upp- haf og skilgreindan endi og í þeim skilningi er verkefnastjórnun bund- in líftíma verkefnis. Stjórnun hefur víðari skírskotun og snýst um al- mennan rekstur skipuheilda. Á hinn bóginn má vel hugsa stjórnun skipuheilda alfarið út frá verk- efnastjórnunarlegum viðmiðum þar sem rík krafa er um innleið- ingu stefnu, árangur í einstökum verkefnum auk skarprar faglegrar kröfu um að verkefnastjórnunarleg- um viðmiðum sé mætt. Fagleg verk- efnastjórnun grundvallast á því að ákvarðanir séu teknar með vönduð- um greiningum, áhættumati og sið- fræðilegu mati. Fagleg verkefnastjórnun leggur þannig grunn að blómlegri starf- semi og rekstri: Sóknaráætlanir eru innleiddar; verkefni eru vel skil- greind, skipulögð og faglega unnin; verkefnaskil eru skýr; þekkingu frá verkefni til verkefnis er hald- ið til haga. Góðir verkefnastjórar tryggja skilvirkni vegna þess að forgangsröðun er skynsamleg og betri yfirsýn fæst yfir mannauð og aðföng. Krafa verkefnastjóra um góð tengsl við yfirstjórn skipuheild- ar tryggir yfirsýn yfir einstök verk- efni og verkefnaskrár. Fagleg verk- efnastjórnun leiðir til góðrar verk- menningar og slíkt smitar út frá sér innan skipuheilda og út í sam- félagið. Verkefnastjórnun hefur rutt sér mjög til rúms hjá tæknifyrirtækj- um, verkfræðistofum og bönk- um. Mörg sóknarfæri liggja innan opinberrar stjórnsýslu, á vettvangi stjórnmála, innan ríkisstofnana, þjónustukerfa ýmiss konar og í tengslum við önnur þjóðríki sem og sameiginlegar stofnanir þjóðríkja. Verkefni á vegum Evrópusambands- ins fela til að mynda í sér kröfur um faglega verkefnastjórnun. Skipu- heildir sem leiða nýjungar í verk- efnastjórnun á Íslandi eru meðal annars Össur, Marel, CCP, bank- arnir, HRV-Engineering, Mannvit, Verkís, Efla og ýmsar aðrar verk- fræðistofur. Rannsóknir í verkefnastjórnun má gera í samstarfi við íslensk fyrirtæki og samtal um það sem best er vitað í faginu hér á landi og erlendis er mikilvægt – slíkt nýtist öllum. Á vinnusmiðjunni var spurt: Hvað einkennir verkefnastjórnun sem fræðigrein? Fræðasviðið verk- efnastjórnun rannsakar og aflar þekkingar á reynslu sem verður til í verkefnum. Þó að verkefna- stjórnun sé ungt fag sem þróast hratt, þá á fagið sér djúpar rætur bæði í verk- og mannvísindum. Tímarit sem fjalla um faglega verkefnastjórnun eru til dæmis International Journal of Project Management og Project Manage- ment Journal en greinar um verk- efnastjórnun má líka finna í sér- ritum á ólíkum sviðum stjórnun- ar og innan ýmissa sérfræðirita, til dæmis á sviðum iðnaðar, kvik- myndagerðar, björgunarmála, lýðræðisþróunar, verkfræði, við- skiptafræði, og svo mætti áfram telja. Dæmi um nýjungar er áhugi á þróun faglegra viðmiða, hagnýtri beitingu æðri hugsun- ar, tilfinningagreind, sjálfbærni, áhættumati, sveigjanleika í verk- efnastjórnun (sbr. Agile-aðferðir (Scrum, Lean-Start-up)) og hug- búnaðarlausnum. Fagleg verkefnastjórnun hefur tekið stakkaskiptum á undan- förnum áratugum. Nú eru það ekki aðeins tími, kostnaður og gæði sem skipta máli. Atriði sem lúta að ferlum, afurðum og áhrif- um verkefnis eru líka til skoðun- ar, svo sem stjórnunaraðferðir, ákvarðanaferli, áhættumat, sam- skipti og hópar, upplýsingamiðl- un, siðfræðilegir þættir og sjálf- bærni. Þá er í auknum mæli litið til heildarlíftíma afurða verkefna sem getur verið mjög stuttur eða skipt árhundruðum. Verkfærakista verkefnastjór- ans er full af tækjum og tólum og rannsakendur á sviðinu skoða meðal annars hvað virkar best, fyrir hverja og við hvaða að- stæður. Aðferðir eru meðal ann- ars spyrtar við aðgerðir og út- komu til að öðlast betri þekkingu á því hvað stuðlar að góðum ár- angri. Sóknarfæri í rannsóknum í verkefnastjórnun á Íslandi eru mörg. Tengja má saman fræði og framkvæmd til að þróa og bæta verklag. Rannsaka má vel og illa heppnuð verkefni (gagnslítil, of dýr, óarðbær) til að skilja „hvað veldur og hver heldur“. Slíkt getur gefið vísbendingar um hvort til- gangur verkefnis sé skýr, hvort raunvilji sé til árangurs, hvort yfirhylmingu sé beitt til að fá verkefnið unnið og hvað búi að baki áætlunum eða samskiptum. Styrkja má tengsl háskólans og atvinnulífs en því ítarlegra sam- tal sem þar er á milli, þeim mun betra. Íslendingar með MPM-gráðu eru farnir að gera sig gildandi er- lendis með rannsóknum sínum. Dæmi um þetta eru greinar eftir Hildi Helgadóttur, „The Ethical Dimension of Project Manage- ment“, í International Journal of Project Management (2008), og Hrefnu Haraldsdóttur, „Comm- unity referrals, Opportunities for improvements“, í Journal of Ge- neric Medicine (2010), og fleiri greinar eru í pípunum. Þá eru ár- lega haldin erindi á ráðstefnum Alþjóðasamtaka verkefnastjórn- unarfélaga (IPMA) og víðar sem byggja á samstarfi nemenda og kennara í MPM-námi. Árleg loka- verkefnaráðstefna MPM-nema; Vor í íslenskri verkefnastjórn- un, verður haldin 25. maí n.k. Dr. Rodney Turner, aðalritstjóri International Journal of Project Management, mun opna ráðstefn- una með fyrirlestri um nýjungar í verkefnastjórnun. MPM-námið á Íslandi www.ru.is/mpm Frá fræðum til framkvæmda: Störf verkefnastjóra Frá framkvæmd til fræða: Verkefnastjórnun sem fræðigrein

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.