Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 19
SETUR SÉR MARKMIÐ Hlaupin voru góð leið til að slaka á og losa um andlega og líkamlega spennu. Það var álag á mér á þessum tíma. Hæstaréttarlögmaðurinn Herdís Hall- marsdóttir byrjaði að stunda hlaup árið 2008 en til að byrja með var það ekki af mikilli alvöru. „Vinkona mín sagði að ég gæti hlaupið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni. Ég hafði aldrei farið út að hlaupa en sagði að það yrði ekkert mál. Fljótlega komst ég að því að þetta var erfiðara en að segja það.“ Boltinn fór að rúlla og smátt og smátt fann Herdís að hlaupin voru góð leið til að slaka á og losa um andlega og líkamlega spennu. „Það var mikið álag á mér á þessum tíma, vinnutíminn var fjórtán til sextán tímar á dag. Síðan komu upp veikindi í fjölskyldunni þannig að ég varð að finna einhverja leið til að halda mér á floti. Það var þá sem hlaupin komu sterk inn og björguðu líkamlegri og andlegri heilsu minni.“ Herdís hefur undanfarin ár starfað i slitastjórn Landsbankans og segir mikinn ávinning í því að geta stundað hreyfingu hvar sem er. „Vinnan kallar á ferðalög erlendis þannig að ég þurfti að finna sport sem auðvelt væri að stinga ofan í ferðatösku. Hlaupaskórnir eru þannig að þeir smellpassa hvar sem er og ég er ekki bundin af því að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.“ Í nóvember síðastliðnum fór Herdís til Seattle gagngert til að taka þátt í hálfu maraþoni og segir það mikla upp- lifun. Hún stefnir á enn frekari afrek í framtíðinni. „Í dag er ég í 26 vikna hlaupa prógrammi til að undirbúa mig fyrir mitt fyrsta heila maraþon. Það verður í Berlín í september og ég hleyp núna átta til tíu kílómetra á dag fjórum sinnum í viku.“ Herdís er gift alþingismanninum Magnúsi Orra Schram sem ætlar að hlaupa maraþonið með henni. Hún segir þau góð saman í hlaupunum. „Hann ýtir mér af stað en ég er dug- legri að láta okkur klára kílómetrana,” segir Herdís og hlær. Annars hleypur Herdís ein eða með hundana sína tvo. Hún segist þar með slá tvær flugur í einu höggi þar sem hundarnir þurfi mikla hreyfingu. Hvað varðar árangur í maraþoninu segir Herdís. „Ég kem kannski ekki fyrst í mark en ég set þá markmiðið að koma flottust í mark.“ HLEYPUR UM ALLAN HEIM MEÐ ALLT Í FERÐATÖSKUNNI Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður í slitastjórn Landsbankans, ætlar að taka þátt í sínu fyrsta heila maraþoni í Berlín í september. GÓÐUR HRAÐI Herdís á hlaupum með hundinn Sindra í Digranesi í Kópavogi. MYND/VILHELM EITT EPLI Á DAG Epli er dýrmætt heilsumeðal og efst á lista yfir fæðutegundir sem innihalda fjölbreytt næringar- efni en þau losa líkamann við eiturefni. Epli inni- halda C-vítamín og andoxunarefni sem draga úr fitu og kólesteróli. Verð: 9.750 kr. H2O heilsukoddinn • Minnkar verki í hálsi og eykur svefngæði • Fylltur með vatni eftir þörfum hvers og eins Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is STÓRGÓÐUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga teg 3911 - frábær og haldgóður í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 7.850,- Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, blátt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878• www.friendtex.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–17. www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 10% afsláttur Þegar húðin eldist þarf hún lengri tíma til að endurnýja sig og fer smám saman að missa náttúrulega mýkt og teygjanleika. Regenerating línan frá Dr.Hauschka er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða húð og hjálpar henni að endurnýja sig á náttúrulegan hátt. Regenerating línan er fyrir þroskaða húð Húðdropar Dagkrem Augnkrem Dr.Hauschka snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænum og demeter vottuðum jurtablöndum sem örva náttúrulega virkni húðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.