Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGStrigaskór ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 20122 Ef um saumsprettu er að ræða borgar sig alltaf að láta gera við skó, sama hvaða gerðar þeir eru. Eins borgar sig að gera við þegar verðið á strigaskónum er farið að hlaupa á tugum þús- unda, en sóla og hæla borgar sig ekki að gera við á ódýrustu skón- um á markaðnum,“ segir Hafþór Edmond Byrd, skósmiður á Skó- vinnustofu Hafþórs í Garðastræti 13. Hann ráðleggur fólki eindregið að fara með skó sem farnir eru að gefa sig á verkstæði og láta fagaðila meta þá, áður en það hendir þeim. Hægt sé að gera við nánast hvað sem er, en ef um sérhæfða skó er að ræða geti viðgerð orðið snúin. „Það er verra að eiga við það ef botninn er ónýtur á sérstökum íþróttaskóm, eins og takkaskóm til dæmis. Ég veit ekki til þess að neinn eigi slíka botna á lager hér. En það má auðvitað skipta um botn á skónum ef eigandinn getur ekki hugsað sér að henda þeim. En þá eru þeir ekki lengur fótbolta- skór.“ Til að strigaskór endist sem lengst ráðleggur Hafþór að úða þá reglulega með sílikonspreyi til að vatnsverja þá. Best sé að gera það strax og skórnir koma upp úr kass- anum og svo reglulega eftir það. Sé vörnin sett á þegar skórnir eru orðnir mjög skítugir lokast óhrein- indin inni í efninu. „Þetta er bara eins og með bílinn, þegar vatnið hættir að perla og renna af bílnum þarf að bóna hann a f t u r,“ seg ir Hafþór. Þá sé best að þvo s t r ig a s k ó í höndunum me ð þa r t i l gerðr i skósápu því ekki þoli allir skór umferð í þvottavél. „Ég mæli ekki með því að fólk setji strigaskó í þvottavélina. Líming- arnar þola það ekki. Við fáum oft skó á verkstæðið sem hafa verið þvegnir í vél og botninn hreinlega farið undan.“ Hafþór mælir einnig með því að troða eldhúspappír inn í blauta skó til að draga upp raka frekar en dagblöð, þar sem prentsvertan geti smitast í skóna. Til að skór haldi lagi mælir Hafþór með því að nota þar til gerðar spennur inn í skóna sem fáist á skóverkstæðum. En á hann ein- hver ráð gegn v ond r i l y k t ú r s t r i g a - skóm? „Það er helst að nota fótraka sprey m i l l i tá n na en fólk svitn- ar misjafnlega mikið á fót- unum. Einn- ig er líka hægt að spreyja sveppa- eyðandi efni inn í skóna.“ Borgar sig að gera við dýra skó Hafþór Edmond Byrd skósmiður ráðleggur fólki að fá álit fagmanns áður en það hendir strigaskóm sem farnir eru að gefa sig. Það borgi sig í mörgum tilfellum að gera við skóna, sérstaklega skó í dýrari verðflokkum. Handþvottur með sérstakri skósápu fer betur með strigaskó en margar umferðir í þvottavél. NORDICPHOTOS/GETTY Hafþór Edmond Byrd skósmiður mælir með því að fólk láti fagmenn meta skó sem farnir eru að gefa sig. Hægt sé að gera við nánast hvað sem er. MYND/STEFÁN 1. Fáðu aðstoð fagaðila við val á hlaupaskóm. Mismunandi skór eiga við mismunandi tegund- ir hlaupa og rangir skór geta farið illa með fæturna. 2. Mátaðu skóna seinnipart dags. Fæturnir stækka og þrútna þegar líður á daginn. 3. Veldu skó sem þér finnast fal-legir, það eykur líkurnar á að þú drífir þig oft út að hlaupa. Þetta á við allan hlaupagallann. 4. Vertu vakandi fyrir útsölum og tilboðum til að gera góð kaup á hlaupabúnaði. Ekki spara þó við þig þegar kemur að því að kaupa hlaupaskó. 5. Notaðu sokka sem sérstak-lega eru hannaðir fyrir hlaup til að losna við að blöðrur myndist. 6. Gott er að binda tvöfaldan hnút á skóreimarnar svo þær losni ekki á hlaupunum. 7. Skráðu þig í hlaupaklúbb í hverfinu til að ýta undir að þú drífir þig af stað. Finndu jafn- vel hlaupafélaga til að æfa með. 8. Ekki bera þig saman við aðra. Hlauptu fyrir sjálfa/n þig og enga aðra. 9. Skipuleggðu hlaupaæfing-arnar í sátt við fjölskyld- una. Þá er líklegra að rútínan haldist. 10. Ekki nota hlaupin sem afsökun f yrir því að borða meiri sætindi. Næringar- rík fæða er nauðsynleg þeim sem hreyfa sig mikið. 11. Breyttu reglulega um hlaupaleið til að fá ekki leiða. 12. Leyfðu þér öðru hverju að ganga. Tólf ráð fyrir hlaupara Vorið er tíminn til að drífa sig út að hlaupa. Á netinu er að finna aragrúa af ráðleggingum áður en lagt er af stað. Hér eru tólf ráð fundin héðan og þaðan: Það getur verið gott að breyta reglulega um hlaupaleið til að fá ekki leið á hlaupunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.