Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 23
MPM-námið á Íslandi sem nú er kennt við HR hefur náð fótfestu og faglegir verkefnastjórar með MPM-gráðu starfa víða í samfélaginu og um allan heim. Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM-námið) á Íslandi, sem nú er hluti af Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er þróað og rekið til að mæta sívaxandi þörf at- vinnulífs og samfélags – hér á landi sem erlendis – fyrir fagmenntað fólk á sviði verkefnastjórnunar. Allir sem lokið hafa grunn- námi í háskóla geta sótt um að hefja MPM-nám til að efla þekk- ingu sína, reynslu og hæfni til að vinna að verkefnum, við verk- efnastofna og á verkefnastofum skipuheilda. Háskólinn í Reykja- vík leggur kapp á að útskrifaðir MPM-nemendur, núverandi nem- endur og aðrir sem eru áhuga- samir um verkefnastjórnun sem fag, nám og starfsvettvang finni sig heima innan vébanda skólans. Þessum Fréttablaðskálfi er ætlað að vekja áhuga á verkefnastjórnun almennt og á MPM-náminu. Hann byggir að stórum hluta á helstu nið- urstöðum vinnusmiðju, sem hald- in var í tengslum við MPM-námið, um verkefnastjórnun út frá fagi, námi og starfi. MPM-námið á Íslandi Alþjóðasamtök verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) skilgreina færniþætti í faglegri verkefnastjórnun og uppbygging þeirra endurspeglast í svonefndu hæfnisauga (e. Eye of Competence). Tæknivíddin snýst um hefðbundnar tæknilegar aðferðir í áætlanagerð og eftirfylgni verkefna. Atferlisvíddin snýst um sjálf- stjórn og mannleg samskipti. Bakgrunnsvíddin snýst um venslin á milli verkefnis og skipuheildar. Hæfnisaugað ICB3 Heimasíða námsins er: www.ru.is/mpm Fésbókarsíða námsins er: MPM-námið á Íslandi (facebook.com/MPMIsland). Nemendur á fyrra ári í MPM-námi Háskólans í Reykjavík. MPM-námið á Íslandi www.ru.is/mpm -námið á slandi MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Bakgrunnsvídd Tæknivídd Atferlisvídd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.