Fréttablaðið - 17.04.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 17.04.2012, Síða 12
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Skoðaðu úrvalið og prufukeyrðu í sýningarsal okkar að Askalind 1, Kópavogi. PIPA R\TBW A • SÍA • 121124 Rafskutlur Vandaðar og kraftmiklar rafskutlur sem henta vel við íslenskar aðstæður. Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima PI PA R\ TB W A • S ÍA • 12 07 4 4 Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. VIÐSKIPTI Stjórn Fjármálaeftirlits- ins (FME) hefur samþykkt nýjar reglur um kaupaukakerfi vátrygg- ingafélaga. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum þann 27. mars síðastliðinn og hafa þar með tekið gildi. Með reglunum er tilgreint hvernig vátryggingafélög megi standa að bónusgreiðslum til starfsmanna sinna. Kveða þær á um ákveðið hámark leyfilegra kaupauka starfsmanna, nánar til- tekið að þeir verði ekki hærri en sem nemur 25 prósentum af árs- launum viðkomandi starfsmanns. Reglurnar gilda þó ekki um vátryggingasölumenn. Þá skal fresta greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár. Er sú regla sett til að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífi og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur vátryggingafélaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá FME. Enn fremur mæla reglurnar fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð. Við gerð reglnanna var höfð hliðsjón af sambærilegum reglum um kaupaukakerfi fjármálafyr- irtækja en þó þannig að tekið væri tillit til eðlismunar á rekstri vátryggingafélaga og fjármálafyr- irtækja. - mþl Fjármálaeftirlitið setur reglur um kaupaukakerfi: Setja reglur um bónusa hjá vátryggingafélögum MILLJARÐAR KRÓNA var velta með húsnæði á höfuðborgarsvæð- inu vikuna 6. til 12. apríl. Það er um hálfum milljarði undir meðaltali ársins.2,15 Seðlabankinn heimilar á næstu dögum þrotabúum fallinna íslenskra banka að greiða erlend- um kröfuhöfum sínum í íslensk- um krónum inn á nýja sérstaka reikninga í íslenskum bönkum sem munu lúta eftirliti Seðlabank- ans. Það þýðir að erlendir kröfu- hafa Glitnis, sem fengu um tíu milljarða íslenskra króna greidda út úr þrotabúi bankans í mars, fá þær inn á eigin reikninga en geta ekki farið með féð úr landi nema í samstarfi við Seðlabankann. Þetta staðfestir Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis. Seðla- bankinn sá sér ekki fært að svara spurningum um málið. Þann 13. mars síðastliðinn voru gjaldeyrishöft á Íslandi hert. Á meðal þess sem breyttist var að greiðslur á kröfum úr þrotabúi og greiðsla samningskrafna sam- kvæmt nauðasamningi í íslensk- um krónum var felld úr gildi. Þessar þrengingar á höftunum höfðu meðal annars mikil áhrif á útgreiðslu slitastjórnar Glitnis til forgangskröfuhafa búsins sem fór fram þremur dögum eftir herðingu haftanna. Þá voru greiddir út 105,6 millj- arðar króna í íslenskum krónum, evrum, dölum, pundum og norsk- um krónum. Um 19% upphæð- Mun geta haft eftirlit með kröfuhöfum Útgreiðslur úr þrotabúum fallinna banka í íslenskum krónum munu fara inn á sérstaka reikninga. Seðlabankinn mun geta fylgst með þeim reikningum. Herðing gjaldeyrishafta festi erlendu kröfuhafana inni með krónur sínar. FASTIR Erlendir forgangskröfuhafar Glitnis munu, líkt og aðrir kröfuhafar gömlu bankanna, þurfa leyfi frá Seðlabankanum til að skipta íslenskum krónum sínum í erlendar myntir. Kristján Óskarsson er framkvæmdastjóri Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útgreiðslan í mars til forgangskröfuhafa var sú fyrsta sem Glitnir greiddi út. Alls mat þrotabúið eignir sínar á 883 milljarða króna fyrir hana. Að sögn Kristjáns er reiknað með að 12 til 26% allra krafna verði greiddar út í íslenskum krónum. Munurinn felst í því hvort það takist að selja 95% hlut búsins í Íslandsbanka fyrir erlent eða innlent fé. Ef bankinn verður keyptur fyrir krónur munu um 230 milljarðar króna greiðast út í íslenskum krónum. Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Glitnis og Landsbankans munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Til viðbótar er reiknað með að tugir milljarða króna hið minnsta verði greiddir út í íslenskum krónum úr þrotabúum annarra íslenskra fjármálafyrirtækja til erlendra kröfuhafa. Ofan á þessa tölu er önnur aflandskrónueign, sem er meðal annars tilkomin vegna jöklabréfaeignar, um 410 milljarðar króna. Því er viðbúið að um 1.000 milljarðar íslenskra króna í eigu erlendra aðila verði fastir inni í gjaldeyris- höftunum þegar búið verður að greiða út úr búunum. Landið verður troðfullt af krónum arinnar voru greidd út í íslensk- um krónum og fór hún öll inn á geymslureikning eftir útgreiðsl- una, enda heimiluðu höftin ekki að hún færi úr landi. Um helmingur upphæðarinnar, rúmlega tíu millj- arðar króna, mun vera áfram inni á geymslureikningi þar sem enn er tekist á um hvort kröfurnar sem eru að baki þeim séu í raun for- gangskröfur. Afgangurinn, um tíu milljarðar króna, verður greiddur inn á hina sérstöku reikninga. Kristján segir helsta muninn fyrir þrotabú Glitnis felast í því að þá ber það ekki lengur ábyrgð á fénu, líkt og þegar það er á geymslureikningi. „Þá mun þetta teljast greiðsla til viðkomandi aðila, þó svo að hann þurfi að fá leyfi Seðlabankans til að breyta krónunum í erlendar myntir. Þetta verður þá bara krónureikningur í eigu kröfuhafans. Þá er þetta bara spurning um samkomulag hans við Seðlabankann hvernig og hvenær hann fær að fara út.“ thordur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.