Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 42
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is N1-DEILDIN ÚRSLITAKEPPNI 2012 Þriðjudagur | 17. apríl | Kl. 19:00 FH–AKUREYRI Kaplakrika | Leikur 1 Miðvikudagur | 18. apríl | Kl. 19:30 HAUKAR–HK Schenkerhöllin | Leikur 1 ÚRSLITAKEPPNI KARLA GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON tryggði Norrköping 2-2 jafntefli í Íslendingaslag á móti Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Skúli Jón Friðgeirsson og félagar í Elfsborg unnu Gefle 2-1 en Alfreð Finnbogason og félagar í Helsingborg þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Þetta var líka gott kvöld fyrir Íslendingalið í Noregi. Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar þeirra í Hönefoss unnu Stabæk 2-0 og Indriði Sigurðsson og félagar í Viking unnu á sama tíma 1-0 heimasigur á meisturum Molde. HANDBOLTI Haukamaðurinn Sveinn Þorgeirsson var í gær valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla en hann var einnig valinn besti varnarmað- urinn. Haukamenn voru farsælir í kjörinu en Aron Kristjánsson var valinn besti þjálfarinn og svo eru þrír leikmenn liðsins í úrvalsliðinu. Akureyri fékk enn og aftur verðlaun fyrir bestu umgjörðina og svo voru Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson valdir bestu dómararnir. -hbg Úrvalslið umferða 15-21: Markvörður: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK Vinstri skytta: Stefán Rafn Sigurmanns., Haukar Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Hægri skytta: Ólafur Gústafsson, FH Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri Línumaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar Verðlaun í N1-deild karla: Sveinn bestur SVEINN ÞORGEIRSSON Hefur spilað vel með Haukaliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistara- deildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslit- um Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og „skák“. Þjálf- ararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti,“ segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistara- deildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitl- inum í heimalandinu en Meist- aradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik.“ - seth Spænska liðið Real Madrid: Ekki of stór biti fyrir Bæjara CRISTIANO RONALDO Búinn að skora 59 mörk á tímabilinu. NORDICPHOTOS/GETTY ÚRSLTIN Í GÆR Iceland Express karla í körfu Grindavík - Stjarnan 65-82 (34-46) Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 16 (6 stolnir), J’Nathan Bullock 12, Giordan Watson 9 (7 stoðs.), Ómar Örn Sævarsson 6, Páll Axel Vilbergsson 5, Ólafur Ólafsson 5, Ryan Pettinella 5, Jóhann Árni Ólafsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 18, Justin Shouse 16 (6 stoðs.), Renato Lindmets 14, Keith Cothran 14, Marvin Valdimarsson 12 (11 frák.), Sigurjón Örn Lárusson 6, Guðjón Lárusson 2. N1 deild kvenna í handb. ÍBV - Grótta 24-19 (11-7) Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Georgeta Grigore 7, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 5, Marijana Trbojevic 2, Ivana Mladenovic 1, Drífa Þorvaldsdóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1. Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Björg Fenger 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Tinna Laxdal Gautadóttir 2, Rebekka Guðmundsdóttir 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1. ÍBV mætir Fram í undanúrslitum. Enska úrvalsdeildin Arsenal - Wigan 1-2 0-1 Franco di Santo (7.), 0-2 Jordi Gomez (8.), 1-2 Thomas Vermaelen (21.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 34 26 4 4 82-28 82 Man. City 34 24 5 5 85-27 77 Arsenal 34 20 4 10 67-43 64 Tottenham 33 17 8 8 57-38 59 Newcastle 33 17 8 8 50-42 59 Chelsea 33 16 9 8 56-38 57 Everton 33 13 8 12 38-34 47 Liverpool 33 12 10 11 40-36 46 STAÐA NEÐSTU LIÐA Aston Villa 33 7 14 12 35-48 35 Wigan 34 8 10 16 33-58 34 QPR 34 8 7 19 38-57 31 Bolton 32 9 2 21 36-65 29 Blackburn 34 7 7 20 45-73 28 Wolves 34 5 8 21 34-73 23 KÖRFUBOLTI Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og töl- urnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjun- um, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik,“ sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breið- ir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stór- ir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breyt- um aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum.“ „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og bar- áttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir,“ sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta,“ sagði Teit- ur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslita- keppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. - gmi Stjörnubjart í Grindavík Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65. EKKI Á LEIÐINNI Í SUMARFRÍ Justin Shouse og félagar í Stjörnunni fóru á kostum í Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.