Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 46
17. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 Rekstrarvörur - vinna með þér MORGUNMATURINN „Ég mætti vera duglegri að borða morgunmat, en þegar ég borða morgunmat þá fæ ég mér dýrindis hafragraut. Skelli höfrum og vatni í örbylgjuofninn og mögulega smá mjólk út á. Þetta er karlkyns útgáfan af hafragraut.“ Friðrik Dór Jónsson, söngvari og laga- höfundur. „Við höfum lagt ansi mikla vinnu í staðinn og það er ekki eins og maður sé staddur á miðjum Laugaveginum hérna inni heldur einhvers staðar úti í heimi,“ segir Arnar Gíslason, einn af eigendum Lebowski bar sem opnar annað kvöld. Líkt og nafn staðarins gefur til kynna verður hann í anda gamanmyndarinnar The Big Lebowski og verður keiluíþróttinni gert hátt undir höfði inni á staðnum sem er skipt upp í fjögur ólík svæði. Fremst er keilu- braut, í miðjunni verður bandarísk verönd, og innst í húsinu verður bar og veitingastað- ur. Á efri hæðinni verður svo setustofa og útisvæði. „Þetta eru í raun fjórir mismunandi staðir inni á sama staðnum og það fer eftir því í hvaða skapi þú ert hvar þú sest hverju sinni. Ætli þetta sé ekki svona staður sem fólk á annaðhvort eftir að elska eða ekki.“ Að sögn Arnars kviknaði hugmyndin að staðnum fyrst fyrir rúmum átta árum síðan og því hefur hann verið lengi í bígerð. Þó að staðurinn sé hannaður í anda The Big Lebowski telur Arnar ekki nauðsynlegt fyrir gesti að hafa séð myndina til að njóta hans. Sérstakt opnunarteiti verður fyrir boðs- gesti annað kvöld en staðurinn verður opn- aður fyrir almenning eftir miðnætti. „Við viljum auðvitað sjá sem flesta og ég tek fram að allir þeir sem eiga gamalt keilu- dót geta komið með það til okkar og skipt því út fyrir mat eða drykk,“ segir Arnar að lokum. - sm Eins og maður sé í útlöndum ÖÐRUVÍSI STAÐUR Óli Már Ólason og Arnar Gíslason eiga Lebowski bar sem opnar á Laugaveginum annað kvöld. Staðurinn er hannaður í anda kvikmyndarinnar The Big Lebowski og á veggnum á bak við þá félaga má sjá glitta í keilubrautina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, kom, sá og sigraði á AK Extreme-snjóbrettamótinu sem fram fór á Akureyri um helgina sem leið. Dagbjartur hefur stundað brettaíþróttina í fimm ár en segist lítið hafa sinnt íþróttinni í vetur sökum skóla og meiðsla. Stökkið sem tryggði Dagbjarti sigur á mótinu kallast double backflip og er tvöfalt heljar- stökk aftur á bak og var þetta í fyrsta sinn sem hann reyndi stökkið. „Mig langaði bara að prófa trikkið. Það var svolítið erfitt því maður fer svo hratt í snúninginn og maður þurfti mikla ferð til að drífa yfir á lendinguna af þessum palli og ég var mjög tæpur á því stundum,“ segir Dagbjartur og bætir við að sigurinn hafi komið honum mikið á óvart. Keppendur fengu sex stökk í allt, þrjú stökk í tveimur lotum, og reyndi Dagbjartur bæði fyrrnefnt heljarstökk sem og rodeo 540 og heppnuðust bæði stökkin einu sinni. Aðspurður segist Dagbjartur aldrei hræddur um að slasa sig í stökkum enda sé lítið úr því að hafa. „Ef eitthvað gerist þá verður bara að hafa það. Ég brákaði rófubein í vetur og var þá einn og hálfan mánuð frá og það er náttúrulega frekar fúlt að geta ekkert rennt sér. Ég brákaði svo beinið aftur stuttu eftir að ég hélt ég væri orðinn góður.“ Fyrirmyndir Dagbjarts eru þeir Halldór og Eiríkur Helgasynir sem hafa báðir náð einstökum árangri í brettaíþróttinni og hyggst Dagbjartur feta í fót- spor þeirra og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Markmiðið er að verða ennþá betri og fara í atvinnu- mennskuna. Ég fer út til Svíþjóðar í brettaskóla í haust og geri ráð fyrir því að byrja að keppa meira í kjölfarið.“ - sm Sigurinn kom mikið á óvart SIGURVEGARI HELGARINNAR Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, stóð uppi sem sigurvegari AK Extreme-mótsins sem fram fór á Akureyri um helgina. Dagbjartur sigraði með tvöföldu heljarstökki aftur á bak. „Það er frábært að BBC sé að sýna þættina og þátturinn hefur fengið mikla dreifingu fyrir vikið,“ segir sjónvarpskokkurinn Völundur Snær Völundarson en sjónvarps- stöðin BBC Lifestyle hóf nýlega að sýna matreiðsluþætti hans, Deli- cious Iceland. Völundur, eða Völli eins og hann er kallaður, tók upp þáttaröðina árið 2010, en þar ferðast hann um Ísland, eldar og kynnir um leið íslenska menningu og uppruna hráefnisins sem notað er í mat- reiðsluna. Völli hefur orðið var við mikil og góð viðbrögð að utan við þáttunum. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá útlendingum og er á því að þetta sé hin besta land- kynning. Ég hef ófáum sinnum verið stöðvaður af útlendingum niðri í bæ sem þekkja mig úr sjón- varpinu,“ segir sjónvarpskokkur- inn, en þáttaröðin, sem inniheldur sex þætti, hefur þegar verið sýnd í um 30 löndum úti um allan heim. Hjá BBC Lifestyle er Völli kom- inn í hóp með frægustu sjónvarps- kokkum heims á borð við Jamie Oliver, Gordon Ramsay og Nigellu sem einnig deila matarþekkingu sinni með áhorfendum stöðvar- innar. Völli einbeitir sér að framleiðslu matreiðsluþátta þessa stundina og næsta skref hjá honum er að fara með stiklur að nokkrum þáttum á matarráðstefnu í Kína í sumar. „Það eru allir að reyna að komast inn á Asíumarkað enda mjög stór markaður. Takmarkið er að fá þá til að borga framleiðslukostnað af þáttunum. Þess vegna er ég tilbúinn með fjölbreytta flóru af stiklum og ætla að kanna hvernig markaðurinn þarna virkar,“ segir Völli sem ætlar að sjá hvort Asíu- markaðurinn sé ennþá hrifinn af ferða- og matreiðsluþáttum, þátt- um sem eru teknir upp í stúdíói eða sérstökum grillþáttum. „Ég er einnig með seríu með íslenskt sjávarfang í forgrunni á teikni- borðinu sem gaman væri að gera á næstunni.“ Völli hefur verið búsettur á Bahama undanfarin ár ásamt konu sinni, fjölmiðlakonunni og rithöfundinum Þóru Sigurðardótt- ur, og börnum en segist nú vera kominn með annan fótinn heim. „Fjölskyldan, vinirnir og íslenska skólakerfið heillaði og þess vegna eru börnin og konan komin heim. Ég vil ekki segja að ég sé flutt- ur heim því ég fer reglulega út til Bahama en annar fóturinn er kominn.“ Fyrir áhugasama þá er Delicious Iceland á dagskrá BBC Lifestyle í kvöld. alfrun@frettabladid.is VÖLUNDUR SNÆR: KOMINN MEÐ ANNAN FÓTINN HEIM BBC opnar margar dyr KOMINN Í GÓÐAN HÓP BBC Lifestyle hefur hafið sýningar á þáttum sjónvarps- kokksins Völundar Snæs, Delicious Iceland, og er hann þar með kominn í hóp með frægum nöfnum á borð við Nigellu og Gordon Ramsay sem einnig elda mat fyrir áhorfendur stöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.