Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 54
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR30 GOTT Á GRILLIÐ „Ég hef grillað pizzu með aðstoð álpappírs og útkoman var hreint út sagt stórkostlegt.“ Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarspek- ingur Íslands. Tónlistarmaðurinn 7oi, sem heit- ir réttu nafni Jóhann Friðgeir Jóhannsson, er á leið í sína fyrstu tónleikaferð. Hún hefst í Pól- landi í byrjun maí og spilar hann þar fimm sinnum á jafnmörgum dögum. Aðspurður segist hann aldrei hafa sóst mikið eftir því að spila á tónleikum á fimmtán ára ferli sínum. „Kannski er þetta smá- vægileg feimni eða eitthvað þann- ig. Maður er vanur því að sitja einn fyrir framan tölvuna. Ég geri þetta mér til ánægju en ef öðrum finnst þetta skemmtilegt líka er það bara gaman,“ segir Jóhann, sem spilar lágstemmda tónlist með rafrænum áhrifum. Hann vill því ekki meina að draumur sé að rætast með ferðinni til Póllands. „Ég er svo sem ekkert að sækjast eftir neinni frægð eða frama. Mér finnst bara gaman að lenda í ævintýri, það er aðalástæð- an fyrir því að ég er til í þetta.“ Jóhann hefur gefið út sjö plöt- ur á eigin vegum síðan 1999 og er með eina nýja í bígerð. Hann er menntað tónskáld og hefur samið efni fyrir Íslenska dansflokkinn í gegnum árin. Skúli mennski spilar með honum í Póllandi og fljúga þeir saman á vegum verkefnisins Músík Express. Skúli ætlar jafnframt að halda stutta tónleika í flugvélinni á leiðinni út. -fb Sækist ekki eftir frægð og frama Á LEIÐ TIL PÓLLANDS 7oi er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðbjörg Heiða Sigurðardóttir rekur versl- unina Dalíu í Kaupmannahöfn. Verslunin var opnuð í byrjun mars og selur meðal annars íslenska hönnun sem fellur vel í kramið hjá dönskum frændum okkar. Guðbjörg Heiða hefur búið í Danmörku í rúm fimm ár og vann áður á skemmtistað og kaffi- húsi þar sem hún lærði sitthvað um fyrirtækja- rekstur. Hún kveðst alltaf hafa haft gaman af smádóti og hönnun og að það hafi lengi verið draumur hennar að opna litla verslun. „Mamma átti blómabúðina Dalíu í Fákafen- inu og búðin er eiginlega tileinkuð henni. Ég sel litríkar gjafavörur og annað smálegt inn á heimilið sem og íslenska hönnun og eigin hönnun sem nefnist Made by Dalía. Danir eru mjög hrifnir af öllu sem telst heimagert og lífrænt þannig að íslenska hönnunin hefur slegið í gegn,“ útskýrir Guðbjörg Heiða sem naut aðstoðar vina og vandamanna við að koma búðinni af stað. „Þetta var alls ekki erf- itt með hjálp fjölskyldu og vina, en án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt. Þau unnu með mér myrkranna á milli og það tók okkur ekki nema tvær vikur að koma búðinni í stand og opna hana.“ Verslunin stendur við Jægersborggade á Norðurbrú þar sem má einnig finna kaffihús, karamelluverksmiðju, litlar fataverslanir og bakarí. Guðbjörgu líkar lífið í Kaupmanna- höfn vel og viðurkennir að hún verði æ dansk- ari í sér með hverju árinu sem líður. „Því lengur sem maður býr hér því fastari verða ræturnar og maður verður mjög danskur í sér. En auðvitað er alltaf gott að komast heim til Íslands inn á milli.“ -sm Danir elska íslenska hönnun LÍKAR LÍFIÐ Í DANMÖRKU Guðbjörg Heiða Sigurðar- dóttir opnaði verslunina Dalíu í Kaupmannahöfn í mars. Hún selur meðal annars íslenska hönnun sem fellur vel í kramið hjá Dönum. „Við förum inn í fátækustu hverfin rétt fyrir utan höfuðborg Kenýa, Nairobi, og störfum með fólkinu þar,“ segir Steinunn Helga Sig- urðardóttir hjúkrunarfræðinemi. Tólf bekkjasystur af þriðja ári í hjúkrunarfræði í HÍ halda til Afríku til að vinna sjálfboða- starf. Stelpurnar halda út þann 12. maí næstkomandi og verða í tæpan mánuð. Þær fara utan á eigin vegum en vinna fyrir sam- tökin The Kenya Project og Adv- ance Africa. „Við ákváðum að skipta okkur í tvo hópa en verðum samt allar á svipuðu svæði og eigum eflaust eftir að hittast mikið,“ segir Stein- unn. Hugmyndina fengu stelpurn- ar eftir að hópur hjúkrunarfræði- nema fór út í sams konar verkefni í fyrra. „Þetta hljómaði svo spenn- andi hjá þeim og þær sögðust hafa lært svo mikið af þessu að við ákváðum að fara líka. Þar sem við erum að fara á sama stað og þær fóru á í fyrra vitum við líka nokk- urn veginn út í hvað við erum að fara – höldum við,“ bætir hún við og hlær. Meðal þess sem stelpurnar koma til með að gera verður að vinna á fæðingardeildum, sinna almennum hjúkrunarstörfum og heimsækja munaðarleysingjahæli og miðstöð þar sem HIV-smitaðar konur geta leitað sér leiðsagnar og stuðnings. Stelpurnar sjá algjörlega um að fjármagna ferðina sjálfar. „Við leituðum að styrkjum en það gekk mjög illa svo við erum bara búnar að vera duglegar að selja klósett- pappír. Auk þess héldum við bingó um daginn og það gekk rosalega vel, svo það munar um það,“ segir Steinunn og bætir við að ýmis fyrirtæki hafa veitt þeim stuðn- ing með gjöfum fyrir þær að taka með sér út. „Smokkur.is gaf okkur til dæmis 1.200 smokka, Rekstrar- vörur og Birgðastöð Landspítalans gáfu okkur alls kyns hjúkrunar- vörur og A4 gaf okkur stílabækur og ritföng,“ segir hún. Stelpurnar klára síðasta próf- ið rúmum sólarhring áður en þær leggja af stað til Kenýa og þurftu því að ganga frá flestu áður en þær lögðust í próflestur- inn. „Allar sprautur, tryggingar og slíkt er komið á hreint og við nokkurn veginn tilbúnar að stíga um borð í flugvélina,“ segir Stein- unn spennt. tinnaros@frettabladid.is STEINUNN HELGA SIGURÐARDÓTTIR: FÖRUM INN Í FÁTÆKUSTU HVERFIN Tólf hjúkkunemar til Kenýa FARA TÓLF SAMAN Þær Steinunn, Lilja, Jóna, Sigrún, Elísabet, Auður, Dagrún, Auðna, Melkorka, Guðrún, Björk og Lóa ætla að dvelja í fátækrahverfunum við Nairobi í mánuð og vinna sjálfboðastarf. Í 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.