Fréttablaðið - 02.05.2012, Side 38
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR34
GOTT Á GRILLIÐ
„Þetta er algjör snilld. Það hefur
lengi verið draumur minn að
komast þarna inn,“ segir aug-
lýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi
Einars son.
Viðtal við Rúnar Inga birtist
fyrir skömmu í Shots Magazine,
sem er eitt helsta tímarit aug-
lýsingageirans. Tilefnið var
auglýsing sem hann gerði fyrir
fyrir tækin Nike og Össur
ásamt þríþrautarkonunni Söru
Reinertsen, sem er með gervifót
frá Össuri.
Aðspurður segir Rúnar Ingi að
auglýsingin hafi fengið góð við-
brögð. „Hún hefur hjálpað mikið
við að koma mér áfram og eins
líka að þeir hjá Shots Magazine
skuli pikka þetta upp. Það gefur
þessu ákveðinn gæðastimpil.“
Rúnar Ingi, sem er 26 ára, hefur
starfað sem leikstjóri hjá Pegasus
í eitt ár en hefur verið í auglýs-
ingabransanum í um átta ár. Hér
heima hefur hann leik-
stýrt auglýsingum fyrir
Ikea, 66°norður og VR,
auk þess sem hann
gerði tónlistarmynd-
band við lag Hjaltalín,
Feels Like Sugar. - fb
Rúnar Ingi í Shots Magazine
RÚNAR INGI EINARSSON
Viðtal við Rúnar Inga
birtist í tímaritinu Shots
Magazine. Hann
gerði auglýsingu
með þríþrautar-
konunni Söru
Reinertsen.
„Þetta er fyrsta útgáfan okkar hjá record
records, en við gáfum út síðustu plötu sjálfir.
Þetta er því ákveðið skref fyrir okkur, stutt
skref,“ segir Andri Ólafsson bassaleikari og
söngvari hljómsveitarinnar Moses Hightower.
Hljómsveitin gaf út nýtt lag, Stutt skref, síðast-
liðinn mánudag.
Lítið hefur heyrst frá hljómsveitinni að
undanförnu en hún sló í gegn með plötu sinni,
Búum til börn, árið 2010. „Við reynum að halda
tónleika og koma fram þegar við erum allir á
landinu. Bæði ég sjálfur og Daníel gítarleikari
erum þó í námi erlendis, hann í Berlín og ég í
Amsterdam, svo það gefast ekki mörg tækifæri
þar sem við náum því,“ segir Andri. Strákarnir
hafa þó ekki setið aðgerðalausir, því þeir eru
að vinna í nýrri plötu sem mun meðal annars
innihalda lagið Stutt skref. Platan verður með
svipuðu sniði og sú fyrsta og segir Andri stóran
hluta þeirra listamanna sem tóku þátt í fyrri
plötunni leggja hönd á plóg að þessu sinni líka,
þó hann treysti sér ekki til að staðfesta nein
nöfn ennþá. Platan hefur enn ekki fengið nafn,
en er væntanleg í sumar. „Við erum að vinna
hörðum höndum að því að koma henni út í júlí
svo við getum fylgt henni vel eftir á meðan við
verðum allir á landinu,“ segir Andri og bætir
við að dagskrá sumarsins sé í vinnslu, en reikna
megi með að þeir verði á ferli frá því í júlí og
fram í september. - trs
Stutt skref hjá Moses Hightower
HÓPVINNA Strákarnir í Moses Hightower sömdu nýja
lagið sitt, Stutt skref, allir saman eins og öll þeirra lög
hingað til.
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn
Thorarensen, eða Hermigervill,
aðstoðar hljómsveitina Retro
Stefson við gerð hennar næstu
plötu og verður tvíeykið saman í
hljóðveri í þessari viku.
Samstarf þeirra hófst í Belgíu
seinasta vetur þar sem Svein-
björn býr. „Við vorum að spila í
Brussel og ég fór í heimsókn til
hans í Antwerpen,“ segir Unn-
steinn Manuel Stefánsson úr Retro
Stefson. „Við kynntumst honum
síðasta sumar þegar Bernd-
sen kom að spila í Berlín. Þá var
Sveinbjörn að spila með honum á
hljómborð. Við fengum hann til að
gista hjá okkur eina nótt í íbúðinni
okkar. Það er til mikið af sniðugu
fólki en maður vill líka kynnast
því sem manneskjum til að vita
hvort maður vill vinna með því.
Hann var mjög skemmtilegur og
þægilegur að vinna með,“ segir
hann um Sveinbjörn.
Samstarfið leggst vel í Svein-
björn, sem hefur áður aðstoðað
Retro Stefson með hið vinsæla lag
Qween. Hann hefur einnig búið
til endurhljóðblandaða útgáfu af
laginu. „Ég býst við því að þetta
„remix“ verði vinsælt á öldur-
húsum bæjarins þegar það kemur
út. Ég tók þau atriði sem eru dans-
væn og gerði meira úr þeim,“ segir
Sveinbjörn.
Honum líkar vel að vinna á bak
við tjöldin og hlakkar til að starfa
meira með Retro Stefson. „Við erum
með tímabundið hljóðver sem við
settum upp og erum að „brain-
storma“ og hafa gaman,“ segir
hann. „Þetta eru æðislegir krakkar
og ég get ekki hugsað mér að vinna
með betra fólki. Það er mikil orka í
þeim. Ég er líka stoltur að taka við
kyndlinum af Árna plúseinum sem
er búinn að vera mikið á bak við þau
á fyrri plötunum.“ Sveinbjörn ætlar
að nýta tímann á meðan á dvölinni á
Íslandi stendur og spila með Bernd-
sen á Faktorý á fimmtudaginn.
Auk Sveinbjörns hafa tveir aðrir
komið að upptökunum með Retro
Stefson, þau Styrmir Hauksson
og hin sænska Elisabeth Carlsson.
Útgáfurisinn Universal í Þýskalandi
gaf út síðustu plötu sveitarinnar,
Kimbabwe. Fyrirtækið er með for-
kaupsrétt á nýju plötunni og mun
gefa hana út ef því líst vel á hana.
Gripurinn er væntanlegur í lok
sumars eða snemma í haust og bíða
aðdáendur Retro Stefson eftir henni
með mikilli eftirvæntingu.
freyr@frettabladid.is
SVEINBJÖRN THORARENSEN: ÞETTA ERU ÆÐISLEGIR KRAKKAR
Hermigervill aðstoðar
Retro Stefson á nýrri plötu
Í HLJÓÐVERI Hljómsveitin Retro Stefson ásamt Sveinbirni Thorarensen, Hermigervli, í hljóðverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
- getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir:
Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi
Aumum hælum
Beinhimnubólgu
Verkjum í iljum
Þreytuverkjum og
pirring í fótum
Verkjum í hnjám
Verkjum í baki eða
mjöðmum
Hásinavandamálum
Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson
og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar
GÖNGUGREINING
Save the Children á Íslandi
„Ég verð að viðurkenna að
maðurinn minn er grillarinn á
heimilinu. En við búum oft til
kalkúna- eða kjúklingaborgara.
Þá er fullt af salati með, góð
hvítlaukssósa og við búum alltaf
til heimagert guacamole.“
Berglind Sigmarsdóttir, matreiðslukona.