Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 1
STJÓRNSÝSLA Nýjar reglur Evrópu- sambandsins (ESB) sem Íslandi ber að taka upp vegna samn ingsins um Evrópska efnahags svæðið (EES) stangast á við íslensku stjórnarskrána, samkvæmt mati sérfræðinga í stjórnskipunarrétti. Með reglunum setti ESB á fót stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálamörkuðum Evrópuríkja. Stofnanirnar hafa meðal annars vald til að svipta banka starfsleyfi og taka fram fyrir hendur fjár- málaeftirlita Evrópuríkja. Ekkert í stjórnarskránni heimilar svo víð- tækt framsal á valdi ríkisins sam- kvæmt niður stöðu lagaprófess- oranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar. Álitsgerðin sýnir að Ísland hefur tvo kosti í stöðunni, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra. „Annars vegar að ráðast í að breyta stjórnarskránni með þeim hætti að heimilt sé að framselja vald til yfirþjóðlegra stofnana. Hins vegar að enda að lokum í því að EES-samningurinn verði óvirkur og við jafnvel kunnum að hrökklast út úr honum.“ Össur segir seinni kostinn ekki koma til greina. „Ég tel að svar okkar eigi að vera að reyna að ná samstöðu um að ná fram breyting- um á stjórnarskránni.“ Össur segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á EES- samningnum frá því hann var sam- þykktur árið 1992 geti þegar hafa leitt til þess að samningurinn eins og hann er framkvæmdur sé ekki í samræmi við stjórnarskrána. „Ég er þeirrar skoðunar að EES- samningurinn sé kominn út fyrir það sem stjórnarskráin heimilar,“ segir Össur. „Með þessu máli sem nú er komið upp er ljóst að við getum ekki lengur innleitt reglur sem okkur ber samkvæmt EES- samningnum án þess að brjóta stjórnarskrána. Þess vegna þarf að breyta henni, nema menn séu til- búnir að fórna EES-samningnum, sem ég teldi mikið óheillaspor sem enginn vill stíga.“ - bj / sjá síðu 10 Ég er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé kominn út fyrir það sem stjórnarskráin heimilar. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið veðrið í dag 4. maí 2012 104. tölublað 12. árgangur I nnan nokkurra vikna mun norðlenski matreiðslumaðurinn Friðrik V. opna nýjan veitingastað við Laugaveg 60 í Reykjavík. Friðrik rak um árabil, ásamt eiginkonu sinni Arnrúnu Magnús dóttur, veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri við mjög góðar undirtektir. Friðrik segir nýja staðinn byggja á grunni þess eldri. „Við erum bara að halda áfram því sem við gerðum í tíu ár fyrir norðan. Þar var útgangs punkturinn virðing fyrir hrá efninu en við einbeitum okkur sem fyrr að íslensku hráefni.“ Friðrik V. á Akur eyri var þekktur fyrir áherslu sína á ferskt hráefni af Eyjafjarðar-svæðinu. Árið 2006 var staðurinn valinn á lista Slow Food yfir 100 áhugverðustu sv ði framleiðendum betur. „Ég var orðinn sérfræðingur í framleiðslu Norðurlands en var eiginlega yfir mig hrifinn af því sem ég sá í ferð minni um landið. Það er fjöldi frábærra smáframleiðanda um allt land.“ DRAUMUR HINS SKAPANDI MATREIÐSLUMANNSNýi staðurinn er lítill og nettur að sögn Friðriks og tekur einungis 32 manns í sæti. Hann segir þau hjónin verða mikið á staðnum og hann eigi eftir að verða persónulegur fjölskyldustaður þar sem hráefnið er í fyrirrúmi. Gestum verður boðið upp á þ NÝR STAÐUR Hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir opna nýjan veitingastað eftir nokkrar vikur. MYND/PJETUR SIGURÐSSON NÝR HEIMAVÖLLUR EN SAMA NAFNSNÝR AFTUR Nýr veitingastaður undir stjórn Arnrúnar Magnúsdóttur og Frið- riks V. Karlssonar, sem er betur þekktur sem Friðrik V., opnar í Reykjavík. ÞJÓÐLEGT„Í hádeginu verður boðið upp á tvo rétti, svipað og var gert á Akureyri. Annar rétturinne ll HUMARSALAT & H ÍNVÍTV 502.2 kr. ngó, um, ma lduðum smátómöt Humarsalat með hæge tumhew-hne k og ristuðum cas sultuðum rauðlau ínsglasi. ásamt hvítv BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr.Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTANDISPENNANDI SJÁVARRÉTTATILBOÐ LJÚFFENG BERMargir rækta eigin jarðarber hér á landi með góðum árangri. Heimaræktuðu berin eru auðvitað best. Jarðar- ber eru stútfull af næringarefnum. Þau eru kaloríufrí en innihalda járn, kalk, C- og A-vítamín auk andoxunarefna sem eru vörn gegn ýmsum sjúkdómum. 4. MAÍ 2012 RÁÐ KVENNA TIL AÐ YFIRSTÍGA ÁLAG NÝÚTSKRIFAÐIR HÖNNUÐIR ÚR LHÍ SUMARSALAT BRYNJU NORDQUIST Friðrik V. snýr aftur Friðrik V. er kominn til höfuðstaðarins og opnar veitingahús á Laugavegi á næstunni. Íslenskt hráefni verður í aðalhlutverki. Minnast einvígisins Komið til móts við venjulegt skákáhugafólk á Firmamótinu í Ráðhúsinu. tímamót 20 NÝR ÍSLENSKUR KRIMMI Semja tónlist í sumar Hljómsveitin Hjaltalín semur tónlist fyrir þöglu myndina Days of Gray. popp 38 STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérkenni legan málflutning að útgerðin sé ekki aflögufær um frekari greiðslur til samfélagsins. Hún hafi búið við góð ár í greininni og staða hennar batnað til muna. „Nú höfum við á borðinu gögn um afkomu greinar- innar síðastliðin þrjú, fjögur ár og hún hefur verið mjög góð. Við sjáum að skuldir hafa lækkað og ef við miðum við 2008 og áætlaða stöðu í árslok 2012 hafa þær lækkað um 150 til 170 milljarða. Eigið fé grein- arinnar hefur aukist um yfir 200 milljarða og fram- legðin hefur farið langleiðina að því að tvö faldast frá því sem hún var fyrir 2008, eða um 70%.“ Tveir sérfræðingar sem unnu skýrslu um kvóta- frumvörp stjórnvalda fyrir atvinnumálanefnd Alþingis setja þar fram margvíslega gagnrýni á þau. Þeir telja áformuð veiðigjöld of há, og að þau muni leggjast misþungt á fyrirtæki. Þá byggi gjöld- in á tveggja ára gömlum útreikningum, enda ekki hægt að nota nýrri tölur með góðu móti. Þeir telja að verði áformað veiðigjald lækkað um helming myndu flest sjávarútvegsfyrirtæki ráða við það. Spurður hvort það gæti orðið lending í málinu segir Steingrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um ein- stakar tölur í þessum efnum, heldur útfæra aðferð- ina.“ - kóp / sjá síðu 12 Steingrímur J. Sigfússon segir útgerðarmenn stunda hræðsluáróður: Sjávarútvegurinn í betri stöðu BJARTVIÐRI Í dag verður yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar og þurrt. Hiti 2-12 stig, mildast SV-til. VEÐUR 4 6 67 7 8 Telja nýjar EES-reglur ekki standast stjórnarskrána Íslensk stjórnvöld geta ekki innleitt reglur ESB um nýjar eftirlitsstofnanir með fjármálamörkuðum þar sem það myndi færa of mikið vald til erlendra stofnana. Þarf að breyta stjórnarskránni segir utanríkisráðherra. Einu skrefi frá titlinum HK er komið í 2-0 í baráttunni við FH um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. sport 34 DANMÖRK Talsverð andstaða er við hugmyndir danskra stjórn- valda og atvinnurekanda um að færa kóngsbænadag, sérstakan danskan frídag sem ber upp á fjórða föstudag eftir páska, þar á meðal í dag, yfir á sunnudaga. Yfirlýst markmið með því að færa daginn af virkum degi er að auka framleiðni í atvinnu- lífinu um 60 milljarða íslenskra króna, en skoðanakannanir sýna að 56 prósent Dana eru mót- fallin hugmyndinni. Kóngsbænadagur hefur verið við lýði í Danmörku frá sautjándu öld og var sömuleiðis fullgildur helgidagur hér á landi allt fram til ársins 1893. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur segir í Sögu daganna að kóngsbænadagur hafi átt að vera allsherjar iðrunar- og bænadagur. Þá skyldu allir fasta og hætta vinnu klukkan sex og ganga til guðshúss. - þj Danir deila um frídag: Flestir vilja hafa kóngsbænadag BLESSUÐ SÓLIN ELSKAR ALLT Segja má að fyrsti sólbaðsdagur sumarsins hafi verið í gær og létu sóldýrkendur sig ekki vanta í laugarnar í Laugardal. Íslendingar verða sólarmegin í lífinu fram yfir helgi ef veðurspár rætast, en þó er ekki gert ráð fyrir að heitt verði í veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.