Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 22
FÓLK| HELGIN 4 stykki af ekta saltfiskhnökkum (lomos extra), útvötnuðum og beinlausum með roði (ca. 150 g stykkið) 1 stór rófa 1 gulrót 1 dl rjómi 1 dl vatn Salt og pipar 10 g smjör Hamsatólg Afhýðið rófuna og gulrótina og skerið í grófa bita. Setjið í pott og sjóðið í vatninu við vægan hita í 10 til 12 mín. Bætið rjóma saman við og sjóðið í mauk. Maukið í matvinnsluvél með smjörinu. Smakkið til með salti og pipar. Setjið saltfiskinn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið lok á og látið standa í 5 til 8 mínútur áður en fiskurinn er borinn fram með sjóðheitum hömsum (sigtið úr hamsatólginni), rófukreminu og nýsoðnu kartöflusmælki. SUMARLEGUR SALTFISKUR AÐALRÉTTUR FYRIR 4 Undanfarna föstudaga hafa birst hér uppskriftir af uppáhalds-pitsu hinna ýmsu matgæðinga. Pitsurnar eiga það sameigin-legt að vera gerðar úr Wewalka-pitsudeigi. Guðrún Högna- dóttir skoraði á Sigurjón Þórðarson, ráðgjafa hjá Capacent, að gefa lesendum uppskrift að uppáhaldspitsunni sinni sem kemur hér. HOLL OG SPENNANDI HRESSANDI PITSA Á MEÐAN BEÐIÐ ER EFTIR MATNUM PITSA MEÐ RISARÆKJUM GÓÐGÆTI KYNNIR Wewalka pitsudeig er hægt að útbúa á margvíslegan hátt. PITSUÁSKORUN KRYDDOLÍA Hvítlaukur, 1 hluti Engifer, ½ hluti Rautt chili, smá (eftir smekk) Extra virgin ólífuolía, 2 hlutar PITSA Grófkorna pitsadeig frá Wewalka Rautt pestó Pizzaostur OFANÁLAG 30 g tígrisrækjur Salt og pipar Klettasalat eftir smekk AÐFERÐ Byrjið á kryddolíunni. Kryddið er sett í matvinnsluvél og hrært þar til það er orðið mjög smátt. Setjið þá olíuna út í. Láta standa á borði meðan pitsan er gerð. Rúllið deiginu út og smyrjið það með rauðu pestói, stráið pizzaosti yfir og bakið þar til það er fallega gullið. Hitið pönnu og setjið olíu á hana. Hún á að verða vel heit. Þetta er hægt að gera meðan pitsan er í ofninum. Steikið rækjurnar u.þ.b. 10- 12 sekúndur á hvorri hlið (hægt að telja upp að tólf og snúa þá rækjunum við). Skerið rækjurnar eftir endilöngu (fara varlega). Takið pitsuna úr ofninum og látið rjúka úr henni. Raðið rækjunum á pitsuna og setjið kryddolíu ofan á þær, magn eftir smekk. Stráið loks kletta- salati yfir, skerið í hæfilega bita og berið fram. M Y N D /V A LL I LJÚF OG GÓÐ Sigurjón Þórðar- son með pitsuna sína. Skipholti 31, sími 568-0450 ljosmyndavorur.is Kynnum með stolti Fujifilm X seríuna, myndavélar sem þú skilur ekki eftir heima. Frábærlega vel hannaðar Léttleiki og lítil fyrirferð Framúrskarandi myndgæði X10 – 99.900 X100 – 199.000 X-Pro 1 – 269.000 (án linsu) X100 TIPA verðlaunin 2011 og X Pro 1 TIPA verðlaunin 2012 ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.