Fréttablaðið - 04.05.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 04.05.2012, Síða 18
18 4. maí 2012 FÖSTUDAGUR Frambjóðandi Þjóðfylkingar-innar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna sl. sunnudag. Hún nær tvö- faldaði fylgi föður síns, Jean- Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastól- inn í seinni umferð forsetakosn- inganna 2002. Marine Le Pen er langt frá því að hafa náð fylgi þeirra tveggja frambjóðenda sem efstir voru sl. sunnudag, sitjandi forseta Sar- kozy með 27% atkvæða og sósíal- istans Hollande með 28,5. Hún er eigi að síður komin í stöðu þriðja mannsins sem getur gert út um kjör annars hvors frambjóðand- ans sem mætast í seinni umferð 6. maí nk. Hún sigraði að því leyti vinstri manninn Jean-Luc Mélenchon sem vonaðist til að komast í álíka stöðu. Þessi árangur veikir Sarkozy, sem er með 4% minna fylgi nú en eftir fyrri umferð síðustu kosn- inga. Kannanir sem gerðar voru að kvöldi 22. apríl, eftir að niður- stöður fyrri umferðar voru kunn- ar, benda til þess að Hollande fari með sigur af hólmi, og einn- ig að heldur er að draga saman með þeim Sarkozy. Þó sigurveg- ari fyrri umferðar hafi undan- tekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur Marine Le Pen sendir þrenns konar skilaboð til annarra stjórnmálamanna. Í fyrsta lagi er hinn svokall- aði „innflytjendavandi“ orðinn að einhverju sem tala má opin- skátt um í frönskum stjórnmál- um. Lengi var litið á Þjóðfylk- inguna sem öfgaflokk til hægri, enda þótti andúð á útlendingum stríða gegn grunngildum Frakka. Gamli Le Pen hafði á sér öfga- stimpil, m.a. fyrir fræg ummæli sín um að útrýming Gyðinga í seinni heimsstyrjöld væri „smá- atriði“ í sögulegu tilliti. Dótt- ir hans hefur mildari ásjónu og henni virðist hafa tekist að gera flokk föður síns að ásættanlegum valkosti fyrir þá sem óttast fjöl- menningu, í líkingu við danska Þjóðarflokkinn og önnur ámóta samtök víðs vegar í Evrópu. Í öðru lagi segir fylgi Le Pen að almenningur í Frakklandi sé ósáttur við kreppuna sem í vænd- um er. Hann kveinkar sér undan þeim einkennum hennar sem nú þegar eru farin að bíta, þ.e. sam- drætti í kaupmætti og auknu atvinnuleysi, og óttast afleiðing- ar versnandi kreppu og nauðsyn- legra aðhaldsaðgerða. Þeir erfið- leikar sem nú steðja að Grikkjum og Spánverjum eru Frökkum ofarlega í huga og þeir vita að það þarf að taka rækilega til í ríkis- fjármálum eigi ekki að fara eins fyrir þeim. Loks gefur samanlagt fylgi Sarkozy og Le Pen, sem er um 45%, vísbendingu um að meiri- hluti franskra kjósenda sé frem- ur til hægri. Bayrou, sem er hægra megin við miðju, fékk ríflega 9%. Kjósendur hans eru taldir hafa áhyggjur af efna- hagsástandinu og raunsæja sýn á nauðsyn þess að grípa til rót- tækra aðgerða. Þeir eru mjög ólíklegir til að styðja hreinrækt- aða vinstri stefnu og hafa gjarn- an kosið Gaullista í seinni umferð á síðustu áratugum. Ef nánast allir kjósendur Le Pen fara yfir á Sarkozy – en það er óvíst – þarf hann ekki að gera mikið til að sá efasemdum á miðjunni um hæfni Hollande. Þannig er hugsanlegt að sitjandi forseti nái hylli miðju- manna sem annars eru taldir hafa andúð á honum. Kosningabaráttan fram til 6. maí mun því snúast um það hvor líklegastur sé til að geta leitt þjóð- ina út úr efnahagsþrengingunum. Tekist verður á bæði um persónur og stefnu. Þjóðin þekkir Sarkozy. Hann er duglegur, hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en hefur ekki tekist að treysta efna- hag landsins á fimm ára valda- tíð. Enn fremur þykir hann vera hallur undir þá ríku og skorta raunverulega framtíðarsýn sem gerir Frakklandi kleift að ná sér út úr kreppunni og tryggja áframhaldandi velmegun í land- inu. Hollande er ekki eins þekkt- ur og hefur litla reynslu af land- stjórn. Hann hefur ræktað með sér alþýðlegt en jafnframt lands- föðurlegt yfirbragð og vill minna á Mitterrand sem sigraði einmitt sitjandi forseta hægri manna 1981. Hollande hefur sagt að hann ætlist til af þeim sem mest eiga að þeir leggi fram drýgst- an skerf til þeirrar nauðsynlegu endurreisnar sem fram undan er. Hyggst hann meðal annars breyta skattkerfinu í því skyni. Nokkrir af fremstu hagfræðing- um Frakka lýstu því nýlega yfir að stefna hans í efnahagsmálum væri að flestu leyti betur hugsuð en stefna keppinautar hans. Hvor heldur sem vinnur kosn- ingarnar 6. maí, þá á sá hinn sami eftir að tryggja sér þing- meirihluta fyrir stefnu sinni í þingkosningunum 11. og 17. júní. Óvissa mun því ríkja enn um skeið um stjórnarstefnuna í Frakklandi, a.m.k. þangað til og e.t.v. mun lengur, verði sá meiri- hluti sem þá kemur upp úr kjör- kössunum óskýr eða tæpur. Þó sigurvegari fyrri umferðar hafi und- antekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur frönsku Þjóðfylkingarinnar Stjórnmál Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ Þó vissulega séu vináttutengsl-in og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæð- ingar okkar Íslendinga á alþjóða- vettvangi. Bresk saga er glæsi- leg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna bresk- um hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríð- unum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorska- stríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusamband- inu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusam- bandið beitir sér fyrir hagsmun- um aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utan- garðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austur- ríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart ein- faldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna ein- stakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inn- göngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögu- mál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópu- sambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráð- herraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum. Evrópusambandið sem breskt vopn Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá „sérstakur sak- sóknari“ blóðinu, ásamt liðssafn- aði við að rannsaka ávirðingar. Alþingi tók einnig þátt í dans- inum með því að fela Landsdómi að sækja einn mann til saka fyrir mistök í starfi. Við dómsupp- kvaðningu kom ekkert á óvart nema viðbrögð Geirs Haarde við sakfellingu í einu huglægu ákæruefni; að öðru leyti var hann sýknaður. Af ótilgreindum ástæðum er og hefir skrifara þessara orða verið vel til Geirs. En hann varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans. Má vera að áralöng áþján hafi villt Geir sýn, en hann hefði ekki þurft að kippa sér upp við dómsá- felli þetta. Hann var sýknaður af öllum efnisatriðum, en dæmdur sekur fyrir stjórnarfar, sem hann hafði alizt upp við í a.m.k. áratug hjá Davíð Oddssyni og hans nán- ustu. Geir hefði átt að játa hrein- skilnislega að þá stjórnarhætti mætti betrumbæta. Davíð Oddsson sagðist fyrir dómstólnum hafa varað við á sínum tíma að bankarnir væru komnir á heljarþröm. Ekki er að undra þótt kunnugir tækju á slíku ekkert mark, vitandi að vitnið hafði ekkert vit á fjármálum eða peningamálum yfirleitt – og vildi ekki vita. Það eina sem hann tók mark á í því sambandi voru Chi- cago-vitsmunir Hannesar Hólm- steins, svo gæfusamlegir sem þeir reyndust íslenzkum þjóðarbúskap. Davíð Oddsson lét við það sitja að deila og drottna með smjörklípu- aðferð sinni. Allan einvaldstíma Davíðs lágu ráðherrar hundflatir fyrir honum; hið sama átti við um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem risu aldrei hærra fyrir honum en á hné, þegar þeir þurftu að flaðra upp um hann í von um klípu. Geir var því alls óvanur fjöl- skipaðri ríkisstjórn. Má það heita afbötun hans. Þó ekki með öllu fullnægjandi. Átti hann líka þess vegna að taka niðurstöðu dóms Landsdóms öðruvísi en raun varð á. Frá hundraðshöfðingjanum „Sérstökum“ heyrist á stundum, enda opinberar atlögur hans að Hrunverjum orðnar einar þrjár á jafnmörgum árum. Hvað ætli það fyrirbrigði kosti orðið þjóðina? Fyrrverandi dómsmálaráð- herra mun hafa svarað því til, þegar efast var um ágæti manns- ins að skipa embættið, að enginn annar hefði fengizt til starfans. Það voru öll meðmælin. Ekki er þó manneklu að kenna að árangur reynist í rýrara lagi. Að minnsta kosti virðist fjöldinn allur af þeim, sem fleyttu rjóm- ann á valdaárum Davíðs og Hall- dórs, ganga rösklega aftur. Hafa þeir sem mest að vinna við að þiggja laun margföld á borð við forsætisráðherra, eða standa á hálshnútunum við að afskrifa bankalán fjármálavíkinga. Dæmi um afskriftir eru mýmörg. Nefna má „Mónu“ á Hornafirði. Það félag var stofn- að af fyrirtækinu Skinney-Þinga- nes, sem er erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar. „Móna“ virðist hafa verið stofnað til þess eins að slá lán hjá Landsbankanum, en eignir þar litlar sem engar. Út á hvað voru „Mónu“ lánaðir millj- arðar króna, sem síðan hafa verið afskrifaðir? Dansinn í Hruna Samfélagsmál Sverrir Hermannsson frá Svalbarði ESB Magnús Árni Magnússon dósent við Háskólann á BifröstSPENNANDI KILJUR Dauði næturgalans **** „... ótrúlega vel skrifuð og byggð, söguþráðurinn hraður, spennandi og frumlegur.“ POLITIKEN Lærlingurinn „Hafðu ljósin kveikt, gáðu í skápana og læstu að þér áður en þú ræðst til atlögu við Lærlinginn.“ PEOPLE Gildir til 13. maí á meðan birgðir endast. 2.199,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,- 2.199,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.