Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 20
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÖGNU JÓNSDÓTTUR
Hlöðufelli Eyrarbakka,
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Ljósheima Selfossi.
Jóhann Jóhannsson
Unnur Jóhannsdóttir Guðmundur Stefánsson
Ingibjörg Jóhannsdóttir Jón Guðmundsson
Sólrún Jóhannsdóttir Jóhannes Þorgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
SÆVAR ÞÓR KRISTÞÓRSSON
Krókamýri 54, Garðabæ,
lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn
28. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
miðvikudaginn 9. maí kl. 13.00.
Erna Þórðardóttir Kristþór Sveinsson
Sigríður Guðbjörnsdóttir
Guðmann Kristþórsson
Okkar ástkæra,
ÁSTA HELGA BERGSDÓTTIR
lést í faðmi ástvina á gjörgæsludeild
Sjúkrahússins á Akureyri þann 29. apríl.
Útför fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn
8. maí klukkan 13.30. Þakkir til
umönnunaraðila og þá sérstaklega
starfsfólks Kristnesspítala. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir.
Indíana Ásmundsdóttir Bessi Gunnarsson
Eva Ásmundsdóttir Þorsteinn Árnason
Helgi Ásmundsson
Guðrún Berglind Bessadóttir Hlynur Már Erlingsson
Katrín Rut Bessadóttir Helgi Seljan
Stefán Óli Bessason
B. Grétar Þorsteinsson Lilja Bergsdóttir
Reynir Svan Sveinbjörnsson Signa Hrönn Stefánsdóttir
Laufey Ásta Þorsteinsdóttir
Rannveig Þorsteinsdóttir
og langömmubörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi.
Haukur Högnason
Hildur Högnadóttir
Hildigunnur Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JAKOBÍNA ÞÓRA PÁLMADÓTTIR
Garðabraut 6, Akranesi,
lést laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju þriðjudaginn 8. maí
kl. 14.00.
Jón Helgi Guðmundsson Atik Fauziah Hadad,
Guðný Guðmundsdóttir Alfreð Viggó Sigurjónsson,
Jórunn Petra Guðmundsdóttir, Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson,
Helga Guðmundsdóttir og ömmubörn.
Frænka okkar,
SOFFÍA ÞORSTEINSDÓTTIR
áður til heimilis að Háaleitisbraut 105, Reykjavík,
er látin.
Jarðaförin hefur farið fram.
Alúðarþakkir til starfsfólks á deild V4, Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og hlýju.
Kristín Sveinbjarnardóttir
Guðrún Sveinbjarnardóttir
Helga Sveinbjarnardóttir
Unnur Sveinbjarnardóttir
Gunnar Bjarnason
Þóra Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURGEIR ANGANTÝSSON
frá Sauðárkróki,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
Hringbraut miðvikudaginn 2. maí 2012.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 12. maí kl. 13.30. Jarðsett
verður á Hofsósi.
Við fjölskyldan hans Muna viljum koma á framfæri innilegu
þakklæti til starfsfólks Nýrnadeildar og Gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut. Umhyggju ykkar og baráttu
munum við aldrei gleyma.
Friðrika Jóhanna Sigurgeirsdóttir Þorvaldur Guðmundsson
Vanda Sigurgeirsdóttir Jakob Frímann Þorsteinsson
Andri Sigurgeirsson Aníta S. Ásmundsdóttir
Ívar, Inga, Brynja, Rakel, Muni, Þórdís og Gunnar
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN ÓLAFSSON
Hlaðhamri,
lést 24. apríl á sjúkrahúsinu Hvammstanga.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 5. maí
kl. 14.00 frá Prestbakkakirkju, Hrútafirði.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á
Hvammstanga.
Jóhannes Kjartansson Sveinbjörg Guðmundsdóttir
Jón Kjartansson Gyða Eyjólfsdóttir
Sigurður Kjartansson Olivia Weaving
og barnabörn.
90 ára afmæli
Kristinn Daníel
Hafliðason
vélstjóri,
er 90 ára í dag. Kristinn starfaði hjá
Eimskip, bæjarútgerð Reykjavíkur
og Granda allt til 65 ára þegar hann
hætti störfum. Hann hefur verið
búsettur í Reykjavík alla sína ævi en
er ættaður frá Ketildölum í Arnarfirði
og Breiðafirði.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HRAFNHILDAR GRÍMU
THORODDSEN.
Þökkum starfsfólki Skjóls góða umönnun.
Tryggvi Viggósson Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir
Guðmundur Viggósson Líney Þórðardóttir
Regína Viggósdóttir
Gunndóra Viggósdóttir Ásgeir Arnoldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þeir sem hingað til hafa gripið í tafl á
kaffistofum fyrirtækja sér til skemmt-
unar geta nú sameinast í sveit og keppt
fyrir hönd síns fyrirtækis á Firma-
mótinu í skák þann 9. maí frá 16 til 19 í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mótið
er haldið af skákdeild Fjölnis í Grafar-
vogi. Formaður hennar er Helgi Árna-
son, skólastjóri Rimaskóla, en einnig
vinnur Fjölnismaðurinn Héðinn Stein-
grímsson, stórmeistari og núverandi
Íslandsmeistari í skák, að framgangi
mótsins. „Við höldum þetta mót til að
minnast einvígis aldarinnar fyrir 40
árum en vonum að það verði árlegt
héðan í frá og okkur takist þannig að
endurvekja fyrirtækjamót sem var hald-
ið um tuttugu ára skeið,“ segir Helgi.
Þátttökugjald er 50 þúsund krónur en
óvenjulega veglegir vinningar eru í boði,
að verðmæti yfir 750 þúsund krónur. Um
er að ræða sveitakeppni þar sem þrír
skákmenn verða í hverju liði og tveir
varamenn. „Við búumst við mörgum af
sterkustu skákmönnum þjóðarinnar en
engu að síður er mótið skipulagt fyrst
og fremst með hinn almenna skákáhuga-
mann í huga,“ segir Héðinn. „Til að fá
sem jafnasta og mest spennandi keppni
er styrkleiki hvers liðs takmarkaður við
5.500 ELO stig og stigalausir reiknaðir
með aðeins 1.000 stig. Fyrirtæki geta
líka fengið hjá okkur lánsmann ef þau
eiga í vandræðum með að manna sveit
og einnig geta fyrirtæki styrkt mótið og
fengið boðssveit til að tefla fyrir sig. Við
leysum úr hvers manns vanda og það á
að vera fyrirhafnarlaust að senda inn lið.
Við viljum koma sem mest til móts við
hin venjulegu fyrirtæki en félagasam-
tök mega líka vera með. Aðalatriðið er
að hafa gaman af.“
Verkís er stærsti styrktaraðili móts-
ins. Héðinn segir rökstuðning þessa öfl-
uga, 80 ára fyrirtækis fyrir því vera
þann að skákin krefjist útsjónarsemi,
skipulagningar og framsýni sem allt
séu mikilvægir þættir í verkfræði.
Hann segir Iceland Express einnig bak-
hjarl mótsins. „Við erum með flug báðar
leiðir til Evrópu með öllum sköttum og
gjöldum í verðlaun fyrir tvær efstu
sveitirnar,“ segir hann. Nefnir líka að í
einstaklingskeppni sé farsími frá Síman-
um í verðlaun, að verðmæti hundrað þús-
und krónur. Þá sé gjafakort frá veitinga-
húsinu Skrúði, tónlist, ljósmyndabækur,
tölvuvörur og fleira eigulegt í boði fyrir
góðan árangur. „Ég fullyrði að sjaldan
eða aldrei hafi verið haldið mót þar sem
venjulegir áhugaskákmenn eiga von á
jafn flottum vinningum,“ segir Héðinn.
„Þetta mót er hugsað sem framlag til að
vekja athygli á skák á nýjan hátt, virkja
fólk til þátttöku sem ekki er vant keppni
og kveikja skákáhuga innan fyrirtækj-
anna.“ Lið eru hvött til að skrá sig með
því að senda póst til: firmakeppnin@
gmail.com. gun@frettabladid.is
FIRMAKEPPNI Í SKÁK: Í TILEFNI 40 ÁRA AFMÆLIS EINVÍGIS ALDARINNAR
Viljum koma til móts við
venjulega skákáhugamenn
VIÐ SKÁKBORÐIÐ Héðinn Steingrímsson stórmeistari og Helgi Árnason skólastjóri eru virkir í Skákdeild Fjölnis. Hér eru þeir ásamt nokkrum
nemendum 4. og 6. bekkjar Rimaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
AUDREY HEPBURN leikkona (1929-1993) fæddist þennan dag.
„Að ná frægð og frama er eins og að ná mikilvægum
afmælisdegi og finna þá að þú hefur ekkert breyst.”