Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 46
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR30 Kór Grafarvogskirkju, undir forystu Hákonar Leifssonar organista, stendur fyrir tón leikum á morgun, 5. maí, klukkan 17 í Grafarvogs- kirkju. Það er hið þekkta verk Carmina Burana eftir Carl Orff sem verður flutt þar af Stúlknakór Reykjavíkur og kór Grafarvogs- kirkju, ásamt einsöngvurunum Hlín Péturs- dóttur Behrens sópran, Einari Clausen tenór og baritónsöngvaranum Jóni Svavari Jóseps- syni. Hópur úr Musica Camerata sér um hljóð- færaleikinn en í útgáfunni sem flutt verður er verkið útbúið fyrir tvo flygla og sex slagverks- leikara. Sú útsetning hæfir efni ljóðanna vel. Carmina Burana var frumflutt árið 1937 í Þýskalandi og tók sér stöðu sem eitt veiga- mesta kórverk klassískra tónbókmennta. Verkið hljómar reglubundið í öllum helstu tónleikasölum heimsins og hefur margsinnis verið flutt á Íslandi bæði í þessari útgáfu sem og stærri hljómsveitarbúningi. Texti verksins er unninn upp úr hand- ritinu Carmina Burana, „Kvæði frá Bæjara- landi“ sem talið er að hafi verið samið af farand skáldum miðalda og trúbadorum. Þar er fjallað um veraldleg málefni sem eiga jafnt við nú á 21. öld og á þeirri 13. svo sem fallvalt- leika tilverunnar en einnig gleði yfir komu vorsins. Um miðja síðustu öld þóttu áherslur ljóðanna um of fyrir neðan beltisstað en vekja ekki þannig viðbrögð meðal almennings á vorum dögum. Stjórnandi tónleikanna er Hákon Leifsson og Margrét Pálmadóttir er stjórnandi Stúlkna- kórs Reykjavíkur. -gun Carmina Burana í Grafarvogskirkju STJÓRNANDINN Hákon Leifsson heldur utan um alla þræði flutningsins. Klara Þórhallsdóttir, nýráðinn verkefnastjóri fræðslu við Lista- safn Reykjavíkur, leiðir gesti um sýningu katalónska lista- mannsins Antoni Tàpies (1923– 2012) á Kjarvalsstöðum, sunnu- daginn 6. maí klukkan 15. Sýningin, sem ber yfir skriftina Antoni Tàpies – Mynd, líkami, tregi og stendur yfir til 20. maí, er nýtt og víðtækt yfirlit yfir starfsferil listamannsins og var unnin í nánu samstarfi við hann sjálfan, Fundació Antoni Tàpies stofnunina í Barcelona og Museum für Gegenwartskunst í Siegen í Þýskalandi, þar sem hún var fyrst sett upp. Sýningarstjóri er Dr. Eva Schmidt. Tàpies er almennt talinn einn af helstu áhrifavöldum í þróun málverksins á síðari hluta tuttugustu aldarinnar, en á sýn- ingunni getur að líta málverk frá rúmlega sjö áratuga ferli listamannsins. Tàpies var undir sterkum áhrifum frá súrreal- ískum málurum á borð við Miro og Klee í upphafi ferils síns, en síðar þróaði hann sitt eigið mynd- mál með uppbyggðum mynd- fleti sem oft var ýfður upp með stöfum, tölum og táknum. Flest verka hans eru úr hversdags- legum hlutum, fundnu efni, mold, sandi, jarðvegi, þurrkuðu blóði og steinryki. Leiðsögn um Tàpies KJARVALSSTAÐIR Sýning Antoni Tàpies stendur yfir til 20. maí. Söguslóðaþing verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, 4. maí, milli klukkan 14 og 17. Það hefur yfirskriftina Sagan sem tekjulind enda verður þar fjallað um tækifæri til eflingar menn- ingar- og söguferðaþjónustu á Íslandi og litið til reynslu Íra í þeim efnum. Því er aðalfyrir- lesari Aidan Pender þróunar- stjóri Ferðamálaráðs Írlands. Eftir setningu Ólafar Ýrar Atladóttur. ferðamálastjóra. flytur Rögnvaldur Guðmunds- son, formaður Samtaka um sögu- ferðaþjónustu, erindi og nokkrir reynsluboltar segja frá því hvern- ig þeim gengur að fanga athygli ferðamanna með sögutengdri ferðaþjónustu. Þeirra á meðal eru Kristján Baldursson frá Trex hópferðamiðstöðinni, Val- gerður Guðmundsdóttir í Víking- heimum, Dagný Sigmarsdóttir úr Spákonu hofinu á Skagaströnd, Birna Þórðar dóttir sem gengur um götur Reykjavíkur og segir sögur og Jóhannes Viðar í Fjöru- kránni í Hafnarfirði. Skúli Björn Gunnars son á Skriðuklaustri setur lokapunktinn á málþingið. Nánari upplýsingar eru á www. soguslodir.is. Sagan sem tekjulind JÓHANNES Í FJÖRUKRÁNNI Hefur sinnt ferðamönnum í 22 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.