Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 54
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR38 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég veit ekki alveg hversu mörg lög við þurfum að semja en þetta verður ansi stórt verk fyrir okkur,“ segir fagottleikarinn Rebekka Björnsdóttir, meðlimur í sveitinni Hjaltalín sem hefur verið ráðin til að semja tónlistina fyrir myndina Days of Grey. Myndin verður tekin upp á Íslandi seint í sumar en um alþjólega framleiðslu er að ræða. Hrafn Jónsson skrifar handrit myndar- innar en leikstjórinn, Ani Simmon- Kennedy, var meðal annars í tökuliðinu á mynd Woody Allen, Midnight in Paris. „Það er ekki búið að velja leikara enn þá en leikstjórinn er væntanlegur til landsins í næstu viku til að hitta leikara,“ segir Rebekka sem ásamt því að semja tónlistina er meðframleiðandi myndarinnar og sér um leikaraval. Simmon-Kennedy og tökumaðurinn, Cailin Yatsko, sáu sveitina spila á tón leikum í Prag og heilluðust af tónlistinni en það voru íslenskir skólafélagar þeirra í kvik- myndaskólanum þar í borg sem bentu þeim á Hjaltalín. „Þær komu á tónleikana með engar væntingar en hrifust svo af okkur og tón- listinni að þær fylltust innblæstri og úr varð hugmyndin að þessari mynd.“ Days of Gray verður þögul mynd svo tón- listin frá Hjaltalín skipar stóran sess. Myndin fjallar um lítinn strák sem lifir í litlausum heimi og hvernig líf hans breytist er hann kynnist stúlku frá öðrum heimi. „Við reiknum með því að eyða sumrinu í að semja fyrir myndina ásamt því að vera að vinna að lögum á nýja plötu.“ - áp Hjaltalín semur fyrir þögla mynd Rebekka Bryndís Björnsdóttir Hjaltalín helgarviðtal fagottleikari „Þótt það séu mörg stór nöfn komin þá eiga mörg þekkt nöfn eftir að bætast við,“ segir Ólafur Geir Jónsson, skemmtanahaldari, eða Óli Geir. Hann skipuleggur tónlistarhá- tíðina Keflavík Music Festi- val ásamt vini sínum Pálma Þór Erlingssyni. Hún fer fram í miðbæ Reykjanesbæjar dag- ana 7. til 10. júní. Fram koma eitt hundrað flytjendur og spila þeir á helstu skemmtistöðum bæjarins. Þegar hafa verið bókaðir fimm- tán flytjendur, þar á meðal Dikta, Valdimar, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson, Retro Stefson, Sykur, Jón Jónsson, Sólstafir og Retrobot. Verslanir, veitingahús og bæjar- félagið verða með í stemningunni þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Þetta er í fyrsta skiptið sem blásið er til hátíðarinnar og vonir standa til hún verði árlegur viðburður í Bítlabænum. „Það er gaman að sjá hversu hversu vel allir taka í þetta,“ segir Óli Geir. Hann og Pálmi Þór höfðu gengið með þá hug- mynd í maganum í eitt til tvö ár að halda svona hátíð. „Maður sér Aldrei fór ég suður, Airwaves og svo allar þessar sumarhátíðir. Það er engin sumarhátíð í Reykja- nesbæ, bara Ljósanótt sem er á haustin. Þar sem þetta er einn stærsti tónlistarbær landsins fannst okkur vel við hæfi að blása til alvöru tónlistarhátíðar.“ Keflavík Music Festival verður næst stærsta tónlistarhátíð landsins á eftir Airwaves. „Við viljum stimpla okkur inn með stæl og einbeita okkur að því að gera hlutina vel.“ - fb Vilja stimpla sig inn með stæl SKIPULEGGUR TÓNLISTARHÁTÍÐ Óli Geir er í óða önn að skipuleggja tónlistarhá- tíðina Keflavík Music Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Birta Ísólfsdóttir, fatahönnuður, bar sigur úr býtum í hönnunar- keppninni Hannað fyrir Ísland sem sýnd var á Stöð 2. Alls tóku níu hönnuðir þátt í keppninni og þótti Birta bera af í þeim hópi. Tökum á þáttunum lauk í nóvember og hefur Birta þurft að þegja yfir sigrinum síðan þá. „Þetta kom mér auðvitað svolítið á óvart en það var mjög gaman að vinna keppnina. Ég þurfti að bíða ansi lengi með að geta sagt fólki fréttirnar og margir voru orðnir mjög forvitnir og spurðu mikið út í þetta, en ég náði að halda þessu leyndu þar til á mið- vikudaginn var,“ segir Birta sem gat þó blessunarlega rætt úrslitin við vinkonu sína, Laufeyju Ingi- björgu Lúðvíksdóttur, sem tók einnig þátt í keppninni og hreppti þriðja sætið. Birta hlaut í verðlaun eina milljón króna, saumavél og starf hjá 66° Norður og þurfti hún einnig að halda þessu leyndu fyrir sínum nánustu til að koma ekki upp um úrslit keppninnar. „Ég byrjaði að vinna í janúar en mátti auðvitað ekki segja neinum og þurfti því að ljúga að vinum og vandamönnum um hvar ég væri á daginn,“ segir Birta sem taldi fólki trú um að hún væri að vinna í hinum og þessum verkefnum. Vinnan leggst vel í Birtu og segist hún hafa lært margt og mikið á þeim stutta tíma sem hún hefur starfað hjá fyrir- tækinu. Hún hefur mestan áhuga á hönnun götufatnaðar en síðasta verkefni keppninnar var einmitt að hanna götujakka. Áður hafði Birta dvalið í New York í ár þar sem hún starfaði sem au pair. Þegar Birta er innt eftir því hvort hún hafi þegar ráðstafað vinningsfénu svarar hún játandi. „Ég borgaði upp bílinn minn og greiddi tryggingar en á enn þá smá afgang sem ég ætla að nota í sjálfa mig,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is BIRTA ÍSÓLFSDÓTTIR: LAUG AÐ VINUM UM HVAR ÉG VAR Á DAGINN Þurfti að bíða í hálft ár með að segja frá sigrinum SIGURVEGARI HANNAÐ FYRIR ÍSLAND Birta Ísólfsdóttir stendur uppi sem sigurvegari Hannað fyrir Ísland. Lokaþátturinn var sýndur á miðvikudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag „Ég set voða mikið á alls konar söngkonur sem ég dýrka. Þegar ég þarf að koma mér í gírinn, ekkert bara á föstudögum heldur bara almennt, þá er það lagið Today is Your Day með Shania Twain sem ég set á, það er mitt pepplag. Ég mæli sérstaklega með því með morgunkaffinu. Helga Braga Jónsdóttir, leikkona. Framhaldsaðalfundur samtaka Psoriasis og exemsjúklinga „Spoex“ Verður haldinn í sal Actavis Dalshrauni 1 Hafnar firði fimmtudaginn 10. maí 2012 og hefst fundurinn kl.19.00 Dagskrá Kosning 1. meðstjórnanda og 1. varamanns í stjórnina Kaffiveitingar í boði Félagar fjölmennum. NÝ KILJA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.