Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 32
10 • LÍFIÐ 4. MAÍ 2012
RÆKTAR ANDANN
ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR 32 ÁRA LEIKARI
OG SJÓNVARPSKONA
1. Aldrei betri. Þá er lífsorkan í
fullu fjöri, góður fókus í gangi og
enginn tími til að velta sér upp
úr neinu eða hafa áhyggjur af
einhverju sem skiptir ekki máli.
Ef álagið keyrir fram úr hófi þá
fer ég að hlakka til þess að hafa
meiri tíma fyrir sjálfa mig og reyni
að næla mér í kyrrðarstundir yfir
daginn.
2. Ég er að byggja mig upp í augnablikinu eftir samfellda tíu
mánaða vinnutörn og nýt þess fram í fingurgóma að vera í
rólegheitum, borða hollan og góðan mat, rækta andann og
slappa af með dásamlegum vinum og fjölskyldu.
3. Oft er gott að gera eitthvað ævintýralegt og í tengslum
við náttúruna – ég fékk tækifæri til að dýfa mér ofan í heita
vatnið í Grjótagjá í vor þegar ég var í sýningartörn fyrir
norðan og það var algjör endurfæðing og vel hressandi
fyrir ónæmiskerfið. En annars finnst mér mikilvægt að fá
góðan nætursvefn, hlæja í góðra vina hópi og ætli ég verði
ekki líka að mæla með hreyfingu og skipulagðri slökun.
4. Eyði tíma með vinum – horfi á góða bíómynd eða les bók,
fer í göngutúr, sólbað þegar það er hægt.
SPÝTIR Í LÓFANA
NADÍA KATRÍN BANINE FLUGFREYJA, TAMNINGAKONA OG
HÖNNUÐUR
1. Þá bretti ég upp ermarnar og spýti í lófana.
2. Þá skiptir miklu máli að að skipu-
leggja sig vel, nálgast verkefnin
með yfirvegun og vera sáttur
með það sem maður kemst
yfir.
3. Setja sér markmið sem
eru framkvæman leg
og skipuleggja tímann
og leiðina vel að settu
mark miði. Það sem ég hef
helst lært er að ætla sér ekki um
of, reyna ekki að vera alltaf með
of mörg járn í eldinum og það er
enginn heimsendir þótt að það sé
ekki allt fullkomið. Læra að segja nei
við sjálfan sig og aðra.
4. Ég slaka helst á með því að horfa út
um gluggann minn á fegurðina allt í
kring. Sófinn og góð bók, eða einn
Friends-þáttur til að létta lundina
gera líka kraftaverk.
HE
IL
SU
HE
IM
UR HVERNIG ERTU UNDIR MIKLU ÁLAGI?
Við höfum öll áhyggjur á einhverjum tímapunkti lífsins, erum kvíðin, leið eða finnum til streitu. Lífið ræddi við flottar konur sem takast á við
álag á mismunandi máta. Þær leggja áherslu á góðan svefn, hreyfingu og skipulag.
SPILAR GOLF
SIRRÝ HALLGRÍMSDÓTTIR 41 ÁRS VIÐSKIPTA-
STJÓRI
1. Ég held ég sé bara svona frekar
afslöppuð undir miklu álagi. Ég á
auðvelt með að vinna undir miklu
álagi. Ég er vön því. Í flestum
störfum sem ég hef unnið hef
ég verið undir miklu álagi. Það
hentar mér eiginlega betur en hitt.
2. Ég passa upp á svefninn númer
eitt, tvö og þrjú og hreyfa mig
reglulega. Vera líkamlega fit. Ég er í golfi en það er mjög
afslappandi og ég syndi og hleyp. Ég spila líka einstaka
sinnum badminton.
3. Fara snemma að sofa. Vakna snemma. Mæta áður en aðrir
mæta í vinnuna og undirbúa daginn. Það er það besta sem
þú getur gert.
4. Ég slaka á í góðum félagsskap og spila golf eða fara í
göngutúra.
1. Hvernig ertu undir miklu álagi?
2. Hvað gerir þú til að standast álag og ná jafnvægi í leik og starfi?
3. Áttu gott ráð til að takast á við álag en ná árangri á sama tíma?
4. Hvernig slakar þú á?
SPURNINGARNAR
MATARDAGBÓKIN
Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka
Ég reyni eftir fremsta megni að
borða hollan og góðan mat. Nammi-
græðgi samstarfsfélaga minna spillir
reyndar stundum því góða plani
sem ég legg upp með á morgnana.
Ég kenni þeim að sjálfsögðu um
allt sem miður fer í hollustunni. Mér
finnst rosalega gott að fá mér sjeik
á morgnana þar sem ég er yfirleitt
frekar lystarlítil í upphafi dags.
Grænbrúnt jukk
Í uppáhaldssjeiknum mínum er
spínat, engifer, banani, brómber,
mango, lucuma, haframjöl og smá
skvetta af appelsínusafa. Úr þessu
verður til grænbrúnt jukk sem er
þó alveg himneskt á bragðið. Yfir-
leitt borða ég mikið af grænmeti,
kjúklingi og fiski. Mér finnst gaman að elda og prófa nýjar upp skriftir
en nýjasta æðið mitt er að hægelda mat. Með þeim hætti varðveitir
maður betur næringuna í matnum fyrir utan að allt sem kemur upp úr
þessum potti er sjúklega gott.
Hollt nesti í golfið
Ég er svo búin að lofa mér því að vera dugleg að grípa með mér hollt
nesti á golfvöllinn en ég á það til að grípa næstum það sem hendi er
næst þegar ég er orðin svöng úti á velli.
Hrósið að þessu sinni fær Krist-
ín Einars dóttir, verslunareigandi sem
rekur Sigurbogann á Laugavegi og hefur
gert það síðastliðin tuttugu ár. Tíma-
mótunum fagnar hún að sjálfsögðu með
afmælis hátíð um næstkomandi helgi
með til heyrandi gleði og
glamúr. Lífið óskar Kristínu til
hamingju með áfangann.
Iso
la B
io r
ísm
jólk
in f
æs
t í ö
llum
he
lstu
m
atv
öru
ver
slu
nu
m
um
lan
d a
llt
Rísmjólk úr hágæða
ítölskum lífrænum
hýðishrísgrjónum
Isola Bio rísmjólkin er einstaklega bragðgóð og
hentar vel í þeytinginn, út á grautinn, í baksturinn
og að sjálfsögðu ein og sér, ísköld!
hrein með kalki með vanillu með kókos með möndlu rísrjómi fernur - góðar í nestisboxið!
Án sykurs
Allar án sykurs/sýróps/sætuefna
nema möndlu- og súkkulaði sem
eru sættar með lífrænu agave.
41 ÁRA
45 ÁRA
32 ÁRA