Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 44
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Pörupiltarnir Hannes, Smári, Dóri Maack og Nonni Blö leika í Beðið eftir Godot sem frumsýnt verð- ur á Litla sviði Borgarleik- hússins annað kvöld. Pörupiltarnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þeir frumsýna á morgun leik- verkið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, sem er talið með merkari verkum leiklistar- sögunnar. Höfundur þess, Samuel Beckett, er eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar og eftir hann liggur fjöldi leikrita, ljóða og smásagna. Beðið eftir Godot var fyrst frum- sýnt 5. janúar 1953 í Theatre de Babylone í París. Það eru leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem túlka þá Smára og Hannes, sem fara með aðal- hlutverkin í sýningunni. Í öðrum hlutverkum eru Dóri Maack, Nonni Blö og tveir ungir drengir, en það eru leikkonurnar Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og stúlkurnar Ísabella Rós Þorsteinsdóttir og Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir sem ljá þeim líf. Leikstjóri verksins er Kristín Jóhannesdóttir, Helga I. Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og Kjartan Þórisson hannar lýsingu. Beðið eftir Godot lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna. Vladimir og Estragon bíða eftir Godot. Þeir hafa orð á því að hengja sig en eru ekki með reipi við höndina. Þeir ákveða að skilja en einmana leikinn er þeim um megn. Þeir bíða. Þeir rífast, gráta og syngja. Og bíða. „Þeir sitja þarna tveir og bíða og halda alltaf að Godot sé að koma. Þetta er stórmerkilegt leikrit, því það gerist ekkert, en samt gerist svo margt,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir, eða öllu heldur Hannes, sem fer með hlutverk Estragons. Halldóra Geirharðsdóttir túlkar Vladimir í gegnum Smára. „Þó að þeir séu í raun ekki að tala um neitt, eru þeir að fjalla um hluti sem skipta máli. Hvað er lífið, hvernig eyðum við því og hjá hverjum ligg- ur ábyrgðin, í lífi hvers og eins? Erum við hérna fyrir hvort annað, eða á maður bara að hugsa um sjálfan sig?“ heldur Ólafía Hrönn áfram og segist viss um að áhorf- endur sýningarinnar fari heim að henni lokinni með fullan hugann af áleitnum spurningum um tilgang lífsins. Beðið eftir Godot verður frum- sýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins á morgun, laugardaginn 5. maí. holmfridur@frettabladid.is Stórt spurt á Litla sviðinu TILFINNINGAÞRUNGIN BIÐ Þeir Vladimir og Estragon rífast, gráta og syngja á meðan þeir bíða eftir Godot. Þá túlka þeir Smári og Hannes. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ Leikhús ★★★★ ★ Afmælisveislan Höfundur: Harold Pinter. Þýðing: Bragi Ólafsson. Leikarar: Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson, Eggert Þorleifs- son, Björn Thors og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Þjóðleikhúsið, Kassinn Í Kassa Þjóðleikhússins er nú verið að sýna eitt frægasta verk Nóbelsverðlaunahafans Harolds Pinter. Inni í vegg fóðruðum kassa bjuggu hjónin Meg og Petey, í Bretlandi nálægt bað- strönd þar sem hann var sól- stólavörður. Eiginkonan rak gisti- heimili en gesturinn var aðeins einn og orðinn svolítið sérkenni- legur, kannski af einveru og kannski af því að frúin var farin að dúllast með hann eins og smá- krakka. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason leika þessi fullorðnu hjón, sem gera og segja sömu hluti á hverjum degi. Í læstu öng- stræti orðaflaumsins fáum við að kynnast þeim. Gestinn Stanley leikur Ingvar E. Sigurðsson og var hann í fyrstu bara venjulega önugur en þegar tveir utanað- komandi menn koma á fund hans verður hann smám saman að mjög veikum manni. Túlkun Ingvars er mjög sterk. Stúlkan Lúlú í næsta húsi er sæt og barnaleg og er það Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem ljær þeirri skvísu líf á einlægan og barns- legan máta. Eggert Þorleifsson kemur í líki herra Goldbergs og truflar öll þau rólegheit sem ein- kennt hafa lífið í þessu fábreyti- lega húsi. Hann er ógnandi og yfirþyrmandi í framgöngu sinni og sér til aðstoðar hefur hann heldur vitgrannan meðreiðarsvein sem virðist beita lúkunum meira en vitinu. Björn Thors fer með það hlutverk og vissulega stóð af honum ógn og var hann ámátlega fyndinn á köflum en hins vegar er hlut verkið nokkuð svipað mörgum þeim sem Björn hefur áður tekið að sér þannig að maður vonar bara að hann verði ekki sjálf skrifaður í hlutverk af þessum toga. Erlingur var stóískur í hlut- verki Petey, spaugilegur, en þó pirraður segjandi nákvæmlega sömu hluti á hverjum degi. Krist- björg Kjeld smýgur vel undir þunna skel frú Meg. Hún er svo- lítið utangátta, man lítið, ekki með heimsins mesta sjálfstraust og alls ekki dómbær á umhverfi sitt. Þegar slegið er upp veislu verður hún kampakát, skrýðist sínum besta kjól og lætur Gold- berg rugla sig í rýminu. Búningar Helgu I. Stefáns- dóttur undirstrikuðu vel þessar hjákátlegu persónur. Stanley átti alls ekkert afmæli en afmælis- veislu skyldi hann engu að síður fá. Í þeirri veislu, sem er drykkjupartý kostað af Gold- berg, fer allt úr böndunum. Hvað nákvæmlega gerist er erfitt að segja til um. Hver mín- úta er hlaðin orku og meðferð leikaranna á tungumálinu er eins og best verður á kosið. Pinter er orðsnillingur þar sem aðstæður skapa málið ýmist til þess að stynja eða styggja. Íslenskur texti Braga Ólafs- sonar var mjög áheyrilegur og eins voru hljóðmyndir skemmti- lega ógnvekjandi. Stígandi verksins magnast með yfir- töku hins geggjaða Goldbergs sem með klækjum og brögðum mafíósa nær að hrella alla. Í lokin þegar gestirnir fara með Stanley alveg bugaðan biður Petey þá um að leyfa honum að vera. Kannski var það kjarni verksins, alla vega sá sammannlegi tónn sem áhorfendur vonuðust til að heyra. Ógnandi öfl mega ekki koma og taka hinn veikbyggða. Leikmynd Grétars Reynis- sonar var í senn brúðuhús og lágstéttarheimili. Mjög vel unnin sýning af hálfu leikstjórans sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Elísabet Brekkan Niðurstaða: Frábær sýning sem enginn ætti að missa af. Þrír nemendur við Listaháskóla Íslands, Albert Hauksson, Skúli Jónsson og Björn Halldór Helgason, halda útskriftartónleika í Iðnó á laugar dag. Þremenningarnir útskrifast allir með BA-gráðu í tón- smíðum frá LHÍ í vor. Á efnisskránni eru þrjú verk. Tónverkið Landslag eftir Albert er ferðalag um land sem mótast í huga hlustandans. Verk Skúla heitir Bastilludagurinn í Bordeaux – Draumkennd minning ferðalangs og er samið fyrir kammerhóp. Verkið er byggt á minningum höfundar frá sumrinu 2011 og lýsir upplifun ferðalangs á framandi slóðum á Bastilludeginum. Verk Björns Halldórs heitir Svipbrigði. Svipbrigði eru okkur eðlislæg áður en við vitum hvað þau þýða. Hið sama gildir um lögmál tón listarinnar. Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan þrjú. Útskriftartónleikar í Iðnó Skollaleikur á ystu nöf BARNALEIÐSÖGN Í ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS Sunnudaginn 6. maí klukkan14 verður boðið upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Þetta er síðasta barnaleiðsögn vetrarins og eru allir velkomnir. Helga Einarsdóttir safnkennari mun ganga með börnin gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár“. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, þúsund ára gamalt skyr og leikföng eins og þau sem börn léku sér með fyrr á öldum. Dregið verður 15. maí úr keyptum miðum í forsölu. Í verðlaun er flug fyrir tvo til Evrópu með Iceland Express. L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW O F IC E L A N D Landsmót hestamanna Reykjavík 2012 Taktu þátt í forsöluleiknum Kynntu þér forsölukjörin. Athugið að forsölu lýkur 15. maí. Sæti í stúku, miðar á landsmót og hjólhýsastæði – allt bókanlegt á www.landsmot.is Minnum á afsláttarkjör félaga í LH og BÍ. N1 korthafar fá 1.000 kr. afslátt. 25.06 – 01.07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.