Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 2
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR2 Magnús, endar þetta í víta- spyrnukeppni? „Nei, nei, við klárum þetta á níutíu mínútum.“ Magnús Már Einarsson er ritstjóri fotbolti. net sem í samkeppni við vefsíðuna 443.is býður lesendum að taka þátt í sýndarkeppni á netinu þar sem efsta deild karla hér á landi í sumar verður vettvangur atburðanna. BRUNI „Við tæmum yfirleitt svona hús en þarna er leigusamningur í gildi þannig að við getum í rauninni ekki tæmt það,“ segir Magnús Steinþór Pálmarsson, talsmaður eignaumsýslufélagsins Dróma, um ósamþykkt íbúðarhúsnæði að Vestur vör 27 í Kópavogi, þar sem eldur kom upp í fyrrinótt. Tilkynnt var um eld í húsinu á þriðja tímanum í fyrrinótt og gekk greiðlega að slökkva hann. Engu að síður voru fjórir fluttir á slysa- deild til skoðunar. Alls eru fjöru- tíu manns skráðir til heimilis í húsaþyrpingunni að Vesturvör 27. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í fjölmiðlum í gær að til greina hefði komið að loka húsinu fyrir nokkrum misserum en það hefði þó ekki þótt nógu hættulegt til að orðið hafi af því. Magnús segir að erfitt geti verið að losa húsnæði þegar fólk er með leigusamning. Samningarnir séu þó að renna út. „Okkar stefna er að tæma allt svona húsnæði, sem telst ekki vera mannabústaðir. Við stundum ekki að leigja út iðnaðar- húsnæði undir heimilishald,“ segir hann. Engu að síður geti tekið tíma að rýma húsnæðið ef leigjendurnir fara ekki. Þá þurfi útburð og hann geti tekið marga mánuði. Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, segir stjórnvöld lengi hafa glímt við þau vandamál sem fylgja ósamþykktu íbúðar- húsnæði. Þau séu hins vegar marg flókin og torleyst og tengist mörgum málaflokkum. Þá geti slíkt húsnæði verið mjög mishættulegt. Almennt hafi það verið stefnan að henda fólki ekki út á gaddinn. - sh Fjórir fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í ósamþykktu íbúðarhúsnæði í eigu Dróma: Erfitt að tæma ósamþykkta brunahúsið SLUPPU VEL Fjórir íbúar hússins við Vesturvör voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í fyrrinótt. BANDARÍKIN, AP Hryðjuverkaleið- toginn Osama bin Laden kvartaði undan samstöðuleysi og sam- skiptaerfiðleik- um í al-Kaída í bréfum sem hann skrifaði síðustu árin meðan hann var í felum í Pakistan. Þessi bréf fundust eftir að bandarískir sérsveitarmenn réðu bin Laden af dögum fyrir ári í bænum Obotta- bad í Pakistan. Þau hafa nú verið birt á vef miðstöðvar hryðju- verkarannsókna, sem rekin er í tengslum við herskóla Banda- ríkjahers í West Point. Í skjölunum kemur meðal annars ýmislegt fram um starfsemi al-Kaída. - gb Skjöl og bréf bin Ladens birt: Einangraðist í einangruninni OSAMA BIN LADEN ÖRYGGISMÁL Um 820 skip og bátar voru í ferilvöktunarkerfi Land- helgisgæslunnar um hádegið í gær, en eins og kunnugt er hafa á fimmta hundrað smábátar hafið strandveiðar. Af því til- efni sendi Gæslan frá sér frétta- tilkynningu þar sem sjómenn eru hvattir til að hlusta á rás 16, neyðar- og uppkallsrás, sem þeim ber skylda til að hafa opna þegar róið er á sjó. Mörg tilfelli hafa komið upp síðastliðna sólarhringa þar sem erfitt hefur verið að ná í sjómenn á strandveiðum. All- nokkur atvik hafa komið upp þar sem nærstaddir bátar hafa verið kallaðir til aðstoðar sem Gæslan telur jákvætt enda auki það öryggi til muna að bátarnir haldi að hluta til hópinn á meðan á veiðum stendur. - shá Álag í kjölfar strandveiða: Sjómenn hlusti á neyðarrás KÍNA, AP Bandarísk stjórnvöld virðast ekki hafa áttað sig á að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hafi yfirgefið sendiráð Bandaríkjanna í Peking nauðugur viljugur, af ótta við öryggi fjöl- skyldu sinnar. Gary Locke, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, fylgdi Chen á sjúkrahús á miðvikudaginn eftir að hann hafði dvalist sex daga í sendiráðinu. Aðeins fáeinum klukkustundum síðar sagði Chen við blaða- menn að hann vildi komast úr landi með fjölskyldu sinni. „Við þurfum að ráðgast við þau áfram til að fá betri tilfinningu fyrir því hvað þau vilja gera og hvaða möguleika þau telja sig hafa,“ sagði Victoria Nuland, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Bandaríkjamenn segjast ætla að fylgja mál- inu eftir, en óvíst þykir að Kínverjar hafi nokkurn áhuga á frekari samningaviðræðum um örlög Chens. Þeir brugðust ókvæða við þegar fréttist að Chen hefði flúið úr stofufangelsi og fengið inni í bandaríska sendiráðinu. Locke sendiherra sagði upphaflega að Chen hefði fengið fullvissu fyrir því að hann yrði ekki aftur sendur til heimabæjar síns, heldur fengi hann að dvelja á öruggum stað í Kína ásamt fjölskyldu sinni og gæti lagt þar stund á háskólanám. - gb Bandarísk stjórnvöld segjast ætla að gæta hagsmuna Chens áfram: Óvíst um samningsvilja Kína Á SJÚKRAHÚSINU Í PEKING Chen hitti aftur fjölskyldu sína á miðvikudag eftir sex daga dvöl í bandaríska sendiráðinu. NORDICPHOTOS/AFP KOSNINGAR Sýslumenn um land allt geta hafið atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna komandi forsetakosninga frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá innanríkis- ráðuneytinu segir að kjörgögn hafi verið send sýslumönnum og utanríkisráðuneytinu vegna kosninganna. Atkvæðagreiðslur á sjúkra- húsum, dvalar- og vist heimilum og fangelsum mega þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, það er 9. júní. Atkvæðagreiðsla í heimahúsum má hefjast fjórum dögum fyrir kjördag, 26. júní. - þj Forsetakosningar að hefjast: Kjörgögn send til sýslumanna SPURNING DAGSINS 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Smámál frá MS hafa notið vinsælda hjá stórum og smáum í fjölda ára. Þau fást í tveimur gómsætum bragðtegundum, karamellu og súkkulaði. NÁTTÚRA Ástand íslenska laxa- stofnsins er heilt yfir í ágætu lagi varðandi smálaxa, en áhyggjur eru af stórlaxi, einkum á Suður- og Vesturlandi. Staða stofnsins er góð samanborið við sambæri- lega stofna í Evrópu og Norður- Ameríku. Norðmenn hafa lokað fyrir veiði í 124 ám af rúmlega 400. Í Bandaríkjunum er öllum veiddum laxi sleppt aftur enda er hann á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Guðna Guðbergs- sonar, sérfræðings hjá Veiðimála- stofnun, á ársfundi stofnunarinnar fyrir skemmstu. Guðni sagði að veiði úr laxa- stofnum heimsins á áttunda ára- tugnum hafi skilað 12 þúsund tonna afla. Síðan hefur veiði snarminnkað og veiðin árið 2011 var um 1.600 tonn. Veiði hefur minnkað á öllum svæðum en hnignunin er mun meiri á suð- lægum svæðum en þeirra sem liggja norðar. Veiðin í sunnan- verðri Evrópu er komin úr 4.500 tonnum niður í 500 tonn en í norðan verðri Evrópu, Noregi, Rússlandi og Finnlandi voru sam- bærilegar tölur 2.500 tonn en er núna um þúsund tonn. Veiði í stofn- um í Kanada snarminnkaði og eins í Banda ríkjunum þar sem litið er á Atlants hafslax sem tegund í útrýmingarhættu. Þar hefur gríðar leg fiskirækt verið stunduð um árabil og má í raun segja að laxinn sé „í gjörgæslu“ þar í landi. Það veiðifyrirkomulag að veiða og sleppa laxi er umdeilt, en þó færist þetta fyrirkomulag sífellt í vöxt. Guðni birti tölur þar sem fram kemur að í Bandaríkjunum er öllum laxi sleppt, enda ástand stofna skelfilegt. Rússar sleppa 80 til 85 prósentum af veiddum laxi og 60 til 65 prósentum er sleppt í Englandi og Wales. Írar sleppa um 40 prósentum af sínum laxi líkt og við Íslendingar. Norðmenn sleppa hins vegar innan við tíunda hverjum laxi. Gjarnan er litið til Noregs til að leita samanburðar við stöðu íslenska laxastofnsins en þar í landi hefur verið lokað fyrir veiði í 124 ám af um 400, en íslenskar ár eru um 120. Er talið að veiði- réttarhafar tapi um 6,5 milljörðum króna á ári vegna lokananna. Veiðiréttarhafar kenna laxeldi um en fiskeldismenn telja að ástæðurnar séu fjölþættari. Guðni vék að auknum áhuga á laxeldi í sjó hér á landi og að nauðsynlegt væri að taka tillit til reynslu Norðmanna. Krafan sé að engir laxar sleppi úr kvíum, en það er óraunhæft enda sýna rann- sóknir að minnst einn lax sleppur út fyrir hvert tonn sem er alið. svavar@frettabladid.is Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Íslenski laxastofninn stendur frekar vel. Af 400 laxám í Noregi hefur verið lokað fyrir veiði í 124 ám. Vestanhafs er Atlantshafslax á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu. Mjög misjafnt er milli landa hversu miklu af veiddum laxi er sleppt. STÓRLAXI SLEPPT Þórarinn Sigþórsson tannlæknir rennir 15 punda laxi aftur í hylinn. MYND/STEFÁN SIGURÐSSON Guðrún J. Halldórs dóttir, fyrrverandi skólastjóri Náms flokka Reykjavíkur og alþingis- maður fyrir Kvenna- listann, lést miðviku- daginn 2. maí 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- björg Jónsdóttir húsmóðir og Halldór Jónsson trésmiður, ættuð úr Húnavatnssýslu. Guð- rún var ógift og barnlaus. Hún átti tvö systkin, Elínborgu sem er látin og Hannes sem lifir systur sínar. Guðrún hlaut margs konar viðurkenningar fyrir störf sín, hún var meðal annars sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, hún fékk verðlaun íslensku menntasamtakanna og heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins 2008. Guðrún J. Hall- dórsdóttir látin af veiddum laxi á stöng á Ís- landi er sleppt aftur. Öllum laxi er sleppt í Bandaríkjunum. 40%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.