Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 4. maí 2012 31 Diskóhljómsveitin nýstofnaða Boogie Trouble hitar upp fyrir Berndsen á tónleikaröðinni Undir- öldunni í Hörpunni í kvöld. Sveitin var stofnuð seint á síðasta ári og í henni eru meðlimir víðs vegar að úr íslensku tónlistar- lífi, m.a. úr Rökkurró, Bárujárni, Sprengjuhöllinni og Kiriyama Family. Boogie Trouble sækir inn blástur sinn í diskótónlist áttunda ára- tugarins og stefnir leynt og ljóst að því að endurvekja diskó á nýrri öld. Hljómsveitin er um þessar mundir að taka upp fjögurra laga EP-plötu og stefnir á að vera iðin við kolann í tónleikahaldi á næstu vikum. Tón- leikarnir í Hörpu hefjast klukkan 17.30 og er aðgangur ókeypis. Nýstofnuð diskósveit BOOGIE TROUBLE Hljómsveitin hitar upp fyrir Berndsen í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 4. maí 2012 ➜ Fundir 08.30 Viðskiptadeild HR og Festa boða til morgunfundar um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og er öllum opinn og ókeypis. ➜ Sýningar 17.00 Sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík opnar í nýbyggingu Lækningaminjasafnsins á Seltjarnarnesi. 17.00 Sýningin Meet the Locals opnar í Artíma gallerí, Skúlagötu 28. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Skot- lands og Íslands og munu fimm skoskir listamenn sýna að þessu sinni. ➜ Kvikmyndir 14.00 Rúmlega vikulöng kvik- myndahátíð í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, hefst í dag. Sýndar verða þýskar kvikmyndir frá tímum eftirstríðsáranna. Aðgangur er ókeypis og eru allar myndirnar með þýsku tali og enskum texta. Nánari upplýsingar á borgarbokasafn.is ➜ Tónlist 20.30 The Saints of Boogie Street heldur útgáfutónleika í Iðnó í tilefni af nýjum disk sínum, Covered, sem er til heiðurs Leonard Cohen. 21.30 Skuggamyndir frá Býsans leika Balkantónlist af alkunnri snilld á Café Haití. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar ásamt Ólafi Þórarinssyni, Labba, í Hvíta- húsinu á Selfossi. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Egill Þór Níelsson gistifræði- maður við Heimskautastofnun Kína ræðir um Kína og Norðurslóðir á fyrir- lestri í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar og fer fram á ensku. 14.00 Sagan sem tekjulind verður þema Söguslóðaþings 2012 Samtaka um söguferðaþjónustu í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kúbönsk menning verður höfð í hávegum í hliðarsalnum á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld, þar sem skemmtilegur kokteill af tónlist, rommi og dansi verður á boðstólum. Þar munu þeir Erpur og Eyj- ólfur segja frá Kúbuferðalagi sínu í máli og myndum, en þeir eru nýkomnir aftur úr sjálfboða- vinnu og ferðalagi um alla eyjuna. Þar að auki mun Salsa Iceland sýna suðræna og sjóðheita dansa, Havana Club mun bjóða upp á svalandi kúbanskan drykk og kúbönsk tónlist verður spiluð fram eftir kvöldi. Kúbönsk stemning FERSKUR Erpur dvaldi á Kúbu á dögunum ásamt bróður sínum og segir frá ferðalaginu í máli og myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.