Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 21
Innan nokkurra vikna mun norðlenski matreiðslumaðurinn Friðrik V. opna nýjan veitingastað við Laugaveg 60 í Reykjavík. Friðrik rak um árabil, ásamt eiginkonu sinni Arnrúnu Magnús dóttur, veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri við mjög góðar undirtektir. Friðrik segir nýja staðinn byggja á grunni þess eldri. „Við erum bara að halda áfram því sem við gerðum í tíu ár fyrir norðan. Þar var útgangs punkturinn virðing fyrir hrá efninu en við einbeitum okkur sem fyrr að íslensku hráefni.“ Friðrik V. á Akur eyri var þekktur fyrir áherslu sína á ferskt hráefni af Eyjafjarðar- svæðinu. Árið 2006 var staðurinn valinn á lista Slow Food yfir 100 áhuga- verðustu svæðisbundnu veitingastaði í heiminum. Nýi staðurinn mun að sögn Friðriks þó einblína á ferskt íslenskt hráefni úr öllum landshlutum. „Við erum mjög íslensk og viljum einbeita okkur að íslensku hráefni. Ég hef gríðar- legan áhuga á að kynna betur afurðir ís- lenskra fram leiðenda og ræktenda. Ekki má gleyma náttúruunnendum sem tína til dæmis ber, sveppi og jurtir.“ Fyrir tveimur árum fóru Friðrik og Arnrún í kringum landið og kynntust mörgum framleiðendum betur. „Ég var orðinn sérfræðingur í framleiðslu Norðurlands en var eiginlega yfir mig hrifinn af því sem ég sá í ferð minni um landið. Það er fjöldi frábærra smáframleiðanda um allt land.“ DRAUMUR HINS SKAPANDI MATREIÐSLUMANNS Nýi staðurinn er lítill og nettur að sögn Friðriks og tekur einungis 32 manns í sæti. Hann segir þau hjónin verða mikið á staðnum og hann eigi eftir að verða persónulegur fjölskyldustaður þar sem hráefnið er í fyrirrúmi. Gestum verður boðið upp á þriggja og fimm rétta seðil á kvöldin. „Þetta fyrirkomu- lag er mjög spennandi fyrir gestina og auðvitað draumur fyrir skapandi mat- reiðslumenn. Við gætum tekið okkur til og boðið upp á til dæmis sérlag- aða pylsu með kartöflumús og góðu sinnepi.“ Hann leggur áherslu á að verð réttanna eigi eftir að koma þægilega á óvart. Aðspurður um nafnið á nýja staðnum segir Friðrik einfaldlega að stórliðin skipti ekki um nafn þótt þau skipti um heimavöll. Það er því ljóst hvaða nafn staðurinn mun bera. ■ sfj NÝR STAÐUR Hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir opna nýjan veitingastað eftir nokkrar vikur. MYND/PJETUR SIGURÐSSON NÝR HEIMAVÖLLUR EN SAMA NAFN SNÝR AFTUR Nýr veitingastaður undir stjórn Arnrúnar Magnúsdóttur og Frið- riks V. Karlssonar, sem er betur þekktur sem Friðrik V., opnar í Reykjavík. ÞJÓÐLEGT „Í hádeginu verður boðið upp á tvo rétti, svipað og var gert á Akureyri. Annar rétturinn er alltaf hollur réttur en hinn þjóð- legur,“segir Friðrik. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is ANTANIR Í SÍMA 517-4300BORÐAP HUMARSALAT & H ÍNVÍTV 502.2 kr. ngó, um, malduðum smátómötHumarsalat með hæge tumhew-hnek og ristuðum cassultuðum rauðlau ínsglasi.ásamt hvítv BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTA NDI SPENNANDI SJÁVARRÉTTA TILBOÐ ■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 LJÚFFENG BER Margir rækta eigin jarðarber hér á landi með góðum árangri. Heimaræktuðu berin eru auðvitað best. Jarðar- ber eru stútfull af næringarefnum. Þau eru kaloríufrí en innihalda járn, kalk, C- og A-vítamín auk andoxunarefna sem eru vörn gegn ýmsum sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.